Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. september 2023 18:30 Pablo Punyed, Gísli Eyjólfsson og Kristófer Ingi í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Nýkrýndir Íslands- og bikarmeistar Víkings mættu Breiðabliki á Kópavogsvellinum í kvöld. Leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna sem breikka bilið í baráttunni um Evrópusætið og koma sér fjórum stigum fram fyrir liðin á eftir. Víkingur varð í gær Íslandsmeistari eftir að Val mistókst að sigra KR. Breiðablik vottaði þeim virðingu sína með því að standa heiðursvörð þegar liðið gekk inn á völlinn. Liðin hófu harða baráttu strax frá fyrstu mínútu, rígurinn milli félaganna hefur vaxið gríðarlega síðustu ár og líklega aldrei verið meiri en hann er nú. HeiðursvörðurinnVísir / Hulda Margrét Víkingar voru með yfirhöndina framan af leik og sköpuðu sér aragrúa af marktækifærum. Blikar lágu í nauðvörn og þurftu tvisvar að bjarga boltanum á línu. Gunnar Vatnhamar átti svo þrumuskot í slá örskömmu síðar. Oliver Ekroth átti skalla sem var bjargað á línuVísir / Hulda Margrét En það voru Blikar sem tóku forystuna, markið kom upp úr ótrúlegri skyndisókn þar sem Víkingum mistókst margsinnis að taka boltann af þeim. Klæmint skipti boltanum að lokum yfir á Viktor Karl sem þrumaði að marki. Skotið var beint á markið en lak í gegnum hendur Ingvars Jónssonar og yfir línuna. Höskuldur skoraði frábært mark.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, tvöfaldaði svo forystu heimamanna rétt fyrir hálfleik. Markið kom eftir hornspyrnu sem hann tók sjálfur stutt á Anton Loga, fékk boltann strax aftur, keyrði inn á völlinn og negldi knettinum í netið framhjá Ingvari sem átti slæman dag í markinu. Markaskorarinn Höskuldur og maður leiksins Anton Logi sjást hér í baráttunni við Birni Snæ.Vísir / Hulda Margrét Víkingar gerðu markmannsbreytingu í hálfleik og þéttu raðir sínar í von um að minnka muninn. Seinni hálfleikurinn varð töluvert lokaðri en sá fyrri og hvorugt lið skapaði sér mörg hættuleg færi. Gleðin var enn við völd hjá Víkingum þrátt fyrir tap í dagVísir / Hulda Margrét Eftir langa leit fundu Víkingar loks markið á 86. mínútu þegar Birnir Snær Ingason kom boltanum í netið eftir glæsilegan sprett upp völlinn. Munurinn minnkaður í eitt mark og vonin kynduð á ný. En Jason Daði gerði svo út um allar vonir Víkinga á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hann slapp einn í gegn eftir misreikning í vörn Víkings, gabbaði varnarmann og kláraði svo færið af öryggi. Fleiri urðu mörkin ekki, niðurstaðan 3-1 sigur Breiðabliks gegn Víkingum í blóðugum baráttuleik. Stuðningsmenn Breiðabliks fagna sigrinum Vísir / Hulda Margrét Afhverju vann Breiðablik? Blikarnir mættu gíraðir til leiks og nýttu færin sín vel í fyrri hálfleiknum. Vörðust áhlaup Víkinganna og urðu ekki undir í baráttunni gegn þeim. Hverjir stóðu upp úr? Anton Logi var valinn maður leiksins af Breiðablik og er vel að því kominn. Leysti sitt hlutverk vel í hægri bakverðinum og átti stórfínan leik. Víkingsmegin var Birnir Snær sá eini sem átti ágætan leik í framlínunni, alltaf hættulegur og ógnandi á boltanum. Hvað gekk illa? Víkingi gekk illa að skapa sér færi í seinni hálfleik þegar mest var á þeim að halda. Óákveðnir fram á við og spiluðu illa. Hvað gerist næst? Bæði lið leika á fimmtudag klukkan 19:15. Víkingur mætir FH á heimavelli og Breiðablik heimsækir Val á Hlíðarenda. „Aldrei gaman að koma hingað og tapa stigum“ Sölvi Geir var Arnari Gunnlaugs til aðstoðar í dag og gaf sig til tals eftir leikVísir / Hulda Margrét „Bara mjög svekkjandi, það er aldrei gaman að koma hingað og tapa stigum þannig að við erum bara svekktir en spilamennskan var svosem ágæt, sérstaklega í fyrri hálfleik. En fengum klaufaleg mörk á okkur sem gaf þeim krafta til að halda áfram en yfirhöfuð mér fannst við spila fínan leik þó úrslitin fellu ekki með okkur“ sagði Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, í leikslok. Sölvi segir spilamennsku liðsins hafa verið fína í dag en þeir hafi fengið mörk á sig sem hefði átt að koma í veg fyrir og svo hafi liðið ekki svarað nógu vel eftir að lenda undir. „Þetta er bara smá högg á okkur sem við svörum ekki nógu vel inni á vellinum. Tekur okkur of langan tíma að vakna aftur upp.“ Þrátt fyrir að tapa leiknum fögnuðu Víkingar titlinum með aðdáendum sínumVísir / Hulda Margrét Víkingur varð Íslandsmeistari í gær þegar Val mistókst að sigra KR og halda lífi í titilbaráttunni, Sölvi viðurkennir að það hafi haft áhrif á leikmenn í dag. „Ég held það geri það ósjálfrátt þó maður vilji ekki að það geri það. Adrenalínið og taugarnar eru kannski ekki eins hátt uppi og þú vilt hafa það, auðvitað á það ekki að skipa máli þegar mætt er á Kópavogsvöll en sjálfsagt hefur það gerst. Mér fannst samt frammistaðan alveg fín í leiknum en við fáum bara tvö hrikalega klaufaleg mörk á okkur.“ Víkingur er sem áður segir orðið Íslandsmeistari en þarf samt að klára leikina þrjá sem eftir eru. „Við erum búnir að búa til "winner mentality" í þessum strákum, við förum í alla leiki til að vinna þá og það mun ekkert breytast þó við séum orðnir meistarar. Ef við ætlum að fara að gefa eitthvað eftir núna þá erum við að svíkja okkur sjálfa“ sagði Sölvi að lokum. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54 Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34
Nýkrýndir Íslands- og bikarmeistar Víkings mættu Breiðabliki á Kópavogsvellinum í kvöld. Leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna sem breikka bilið í baráttunni um Evrópusætið og koma sér fjórum stigum fram fyrir liðin á eftir. Víkingur varð í gær Íslandsmeistari eftir að Val mistókst að sigra KR. Breiðablik vottaði þeim virðingu sína með því að standa heiðursvörð þegar liðið gekk inn á völlinn. Liðin hófu harða baráttu strax frá fyrstu mínútu, rígurinn milli félaganna hefur vaxið gríðarlega síðustu ár og líklega aldrei verið meiri en hann er nú. HeiðursvörðurinnVísir / Hulda Margrét Víkingar voru með yfirhöndina framan af leik og sköpuðu sér aragrúa af marktækifærum. Blikar lágu í nauðvörn og þurftu tvisvar að bjarga boltanum á línu. Gunnar Vatnhamar átti svo þrumuskot í slá örskömmu síðar. Oliver Ekroth átti skalla sem var bjargað á línuVísir / Hulda Margrét En það voru Blikar sem tóku forystuna, markið kom upp úr ótrúlegri skyndisókn þar sem Víkingum mistókst margsinnis að taka boltann af þeim. Klæmint skipti boltanum að lokum yfir á Viktor Karl sem þrumaði að marki. Skotið var beint á markið en lak í gegnum hendur Ingvars Jónssonar og yfir línuna. Höskuldur skoraði frábært mark.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, tvöfaldaði svo forystu heimamanna rétt fyrir hálfleik. Markið kom eftir hornspyrnu sem hann tók sjálfur stutt á Anton Loga, fékk boltann strax aftur, keyrði inn á völlinn og negldi knettinum í netið framhjá Ingvari sem átti slæman dag í markinu. Markaskorarinn Höskuldur og maður leiksins Anton Logi sjást hér í baráttunni við Birni Snæ.Vísir / Hulda Margrét Víkingar gerðu markmannsbreytingu í hálfleik og þéttu raðir sínar í von um að minnka muninn. Seinni hálfleikurinn varð töluvert lokaðri en sá fyrri og hvorugt lið skapaði sér mörg hættuleg færi. Gleðin var enn við völd hjá Víkingum þrátt fyrir tap í dagVísir / Hulda Margrét Eftir langa leit fundu Víkingar loks markið á 86. mínútu þegar Birnir Snær Ingason kom boltanum í netið eftir glæsilegan sprett upp völlinn. Munurinn minnkaður í eitt mark og vonin kynduð á ný. En Jason Daði gerði svo út um allar vonir Víkinga á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hann slapp einn í gegn eftir misreikning í vörn Víkings, gabbaði varnarmann og kláraði svo færið af öryggi. Fleiri urðu mörkin ekki, niðurstaðan 3-1 sigur Breiðabliks gegn Víkingum í blóðugum baráttuleik. Stuðningsmenn Breiðabliks fagna sigrinum Vísir / Hulda Margrét Afhverju vann Breiðablik? Blikarnir mættu gíraðir til leiks og nýttu færin sín vel í fyrri hálfleiknum. Vörðust áhlaup Víkinganna og urðu ekki undir í baráttunni gegn þeim. Hverjir stóðu upp úr? Anton Logi var valinn maður leiksins af Breiðablik og er vel að því kominn. Leysti sitt hlutverk vel í hægri bakverðinum og átti stórfínan leik. Víkingsmegin var Birnir Snær sá eini sem átti ágætan leik í framlínunni, alltaf hættulegur og ógnandi á boltanum. Hvað gekk illa? Víkingi gekk illa að skapa sér færi í seinni hálfleik þegar mest var á þeim að halda. Óákveðnir fram á við og spiluðu illa. Hvað gerist næst? Bæði lið leika á fimmtudag klukkan 19:15. Víkingur mætir FH á heimavelli og Breiðablik heimsækir Val á Hlíðarenda. „Aldrei gaman að koma hingað og tapa stigum“ Sölvi Geir var Arnari Gunnlaugs til aðstoðar í dag og gaf sig til tals eftir leikVísir / Hulda Margrét „Bara mjög svekkjandi, það er aldrei gaman að koma hingað og tapa stigum þannig að við erum bara svekktir en spilamennskan var svosem ágæt, sérstaklega í fyrri hálfleik. En fengum klaufaleg mörk á okkur sem gaf þeim krafta til að halda áfram en yfirhöfuð mér fannst við spila fínan leik þó úrslitin fellu ekki með okkur“ sagði Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, í leikslok. Sölvi segir spilamennsku liðsins hafa verið fína í dag en þeir hafi fengið mörk á sig sem hefði átt að koma í veg fyrir og svo hafi liðið ekki svarað nógu vel eftir að lenda undir. „Þetta er bara smá högg á okkur sem við svörum ekki nógu vel inni á vellinum. Tekur okkur of langan tíma að vakna aftur upp.“ Þrátt fyrir að tapa leiknum fögnuðu Víkingar titlinum með aðdáendum sínumVísir / Hulda Margrét Víkingur varð Íslandsmeistari í gær þegar Val mistókst að sigra KR og halda lífi í titilbaráttunni, Sölvi viðurkennir að það hafi haft áhrif á leikmenn í dag. „Ég held það geri það ósjálfrátt þó maður vilji ekki að það geri það. Adrenalínið og taugarnar eru kannski ekki eins hátt uppi og þú vilt hafa það, auðvitað á það ekki að skipa máli þegar mætt er á Kópavogsvöll en sjálfsagt hefur það gerst. Mér fannst samt frammistaðan alveg fín í leiknum en við fáum bara tvö hrikalega klaufaleg mörk á okkur.“ Víkingur er sem áður segir orðið Íslandsmeistari en þarf samt að klára leikina þrjá sem eftir eru. „Við erum búnir að búa til "winner mentality" í þessum strákum, við förum í alla leiki til að vinna þá og það mun ekkert breytast þó við séum orðnir meistarar. Ef við ætlum að fara að gefa eitthvað eftir núna þá erum við að svíkja okkur sjálfa“ sagði Sölvi að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54 Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34
Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54
Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti