Hagvöxtur ekki hraðari frá árinu 2007 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 09:57 Samkvæmt nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka mun verðbólga hjaðna á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Hagvöxtur á síðasta ári nam 7,2 prósentum og hefur ekki verið hraðari frá árinu 2007. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 2,2 prósent, sem er talsvert hægari vöxtur en í síðustu spá. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Segir þar að mestu muni um minni vöxt einkaneyslu og fjárfestingar. Útflutningsvöxtur vegi þá þyngst í hagvextinum í ár en hlutur innlendrar eftirspurnar verði talsvert minni en síðustu tvö ár. Greiningardeild bankans spáir 2,6 prósent hagvexti á næsta ári og 3,0 prósent vexti árið 2025. „Útlit er fyrir talsverðan bata í utanríkisviðskiptum eftir umtalsverðan viðskiptahalla síðustu ár. Hraður útflutningsvöxtur og hægari vöxtur eftirspurnar spila þar stórt hlutverk. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt öðrum þáttum renna stoðum undir gengi krónu,“ segir í spánni. Spá að verðbólga fari að hjaðna Þar er gert ráð fyrir að krónan verði um 5 prósentum sterkari í lok spátímans en hún var í ágúst. Þá segir að hægt og bítandi muni draga úr spennu á vinnumarkaði og horfur séu að kaupmáttur launa vaxi á ný strax á þessu ári. „Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans og útlit er fyrir að stýrivextir muni ná hámarki í 9,5% fyrir lok ársins. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á vordögum 2024 að því gefnu að verðbólga þróist í takti við spá okkar.“ Greiningardeild Íslandsbanka spáir að stýrivextir Seðlabankans nái hámarki í lok árs.VÍSIR/VILHELM Verðbólga mældist 7,7 prósent í ágúst og gerir ráð fyrir í spánni að hún haldist svipuð út árið. Eftir það taki hún að hjaðna hraðar. Innflutt verðbólga fari minnkandi og íbúðamarkaður sé að róast. „Við teljum að vægi þessara tveggja liða í verðbólgunni haldi áfram að minnka á næstunni en þess í stað að innlendar vörur og þjónusta, sem nú skýrir tæplega 4% af heildarverðbólgunni, fari að skýra stærri hluta heildarverðbólgunnar. Verðbólga sem á rót sína í hækkun á innlendum kostnaði gæti reynst ansi þrálát. Það er helsta ástæða þess að við teljum að verðbólga muni ekki ná 2,5% markmiðið Seðlabankans á spátímanum.“ Íbúðaverð hækkaði um 50 prósent á þremur árum Íbúðaverð hefur hækkað hratt undanfarin misseri og segir í spánni að á árunum 2020 til 2022 hafi verð á íbúðum hækkað um tæplega 50 prósent á landinu öllu. Segir að aðgerðir Seðlabankans til að róa íbúðamarkaðinn með tíðum vaxtahækkunum og hertum reglum um fasteignalán til neytenda hafi skilað sér. Síasta haust hafi farið að draga allhratt úr árshækkun íbúðaverðs. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Mest mældist hækkunin 25 prósent sumarið 2022 sem var jafnframt mesta hækkun í sextán ár. Í ágúst mældist árstakturinn rétt undir 2 prósentum og hefur ekki mælst hægari frá því í byrjun árs 2011. Húsnæði á landsbyggðinni hefur hækkað mest í verði undanfarið ár, eða um 4,3 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu hafa fjölbýli hækkað um ríflega 3,1 prósent og sérbýli um 0,7 prósent á sama tímabili. Þá sé framboð á íbúðamarkði nóg til að anna eftirspurn. Framboð hafi aukist jafnt og þétt og nú sé um 2.800 íbúðir á sölu á höfuðborgarsvæðinu en þegar minnst var um mitt síðasta ár voru þær um 500. Auk þess hefur hluti nýrra íbúða á markaði aukist jafnt og þétt. Rétt tæplega 3.000 nýjar íbúðir komu á markðinn í fyrra en á þessu ári hafa 2.300 nýjar íbúðir komið inn á amarkaðinn. Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Segir þar að mestu muni um minni vöxt einkaneyslu og fjárfestingar. Útflutningsvöxtur vegi þá þyngst í hagvextinum í ár en hlutur innlendrar eftirspurnar verði talsvert minni en síðustu tvö ár. Greiningardeild bankans spáir 2,6 prósent hagvexti á næsta ári og 3,0 prósent vexti árið 2025. „Útlit er fyrir talsverðan bata í utanríkisviðskiptum eftir umtalsverðan viðskiptahalla síðustu ár. Hraður útflutningsvöxtur og hægari vöxtur eftirspurnar spila þar stórt hlutverk. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt öðrum þáttum renna stoðum undir gengi krónu,“ segir í spánni. Spá að verðbólga fari að hjaðna Þar er gert ráð fyrir að krónan verði um 5 prósentum sterkari í lok spátímans en hún var í ágúst. Þá segir að hægt og bítandi muni draga úr spennu á vinnumarkaði og horfur séu að kaupmáttur launa vaxi á ný strax á þessu ári. „Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans og útlit er fyrir að stýrivextir muni ná hámarki í 9,5% fyrir lok ársins. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á vordögum 2024 að því gefnu að verðbólga þróist í takti við spá okkar.“ Greiningardeild Íslandsbanka spáir að stýrivextir Seðlabankans nái hámarki í lok árs.VÍSIR/VILHELM Verðbólga mældist 7,7 prósent í ágúst og gerir ráð fyrir í spánni að hún haldist svipuð út árið. Eftir það taki hún að hjaðna hraðar. Innflutt verðbólga fari minnkandi og íbúðamarkaður sé að róast. „Við teljum að vægi þessara tveggja liða í verðbólgunni haldi áfram að minnka á næstunni en þess í stað að innlendar vörur og þjónusta, sem nú skýrir tæplega 4% af heildarverðbólgunni, fari að skýra stærri hluta heildarverðbólgunnar. Verðbólga sem á rót sína í hækkun á innlendum kostnaði gæti reynst ansi þrálát. Það er helsta ástæða þess að við teljum að verðbólga muni ekki ná 2,5% markmiðið Seðlabankans á spátímanum.“ Íbúðaverð hækkaði um 50 prósent á þremur árum Íbúðaverð hefur hækkað hratt undanfarin misseri og segir í spánni að á árunum 2020 til 2022 hafi verð á íbúðum hækkað um tæplega 50 prósent á landinu öllu. Segir að aðgerðir Seðlabankans til að róa íbúðamarkaðinn með tíðum vaxtahækkunum og hertum reglum um fasteignalán til neytenda hafi skilað sér. Síasta haust hafi farið að draga allhratt úr árshækkun íbúðaverðs. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Mest mældist hækkunin 25 prósent sumarið 2022 sem var jafnframt mesta hækkun í sextán ár. Í ágúst mældist árstakturinn rétt undir 2 prósentum og hefur ekki mælst hægari frá því í byrjun árs 2011. Húsnæði á landsbyggðinni hefur hækkað mest í verði undanfarið ár, eða um 4,3 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu hafa fjölbýli hækkað um ríflega 3,1 prósent og sérbýli um 0,7 prósent á sama tímabili. Þá sé framboð á íbúðamarkði nóg til að anna eftirspurn. Framboð hafi aukist jafnt og þétt og nú sé um 2.800 íbúðir á sölu á höfuðborgarsvæðinu en þegar minnst var um mitt síðasta ár voru þær um 500. Auk þess hefur hluti nýrra íbúða á markaði aukist jafnt og þétt. Rétt tæplega 3.000 nýjar íbúðir komu á markðinn í fyrra en á þessu ári hafa 2.300 nýjar íbúðir komið inn á amarkaðinn.
Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira