Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika Jódís Skúladóttir skrifar 26. september 2023 16:31 Það viðrar ekki vel til fiskeldis þessa dagana. Hver fréttin rekur aðra af slysasleppingum úr kvíum, umhverfisslysum fiskeldisfyrirtækja! Þetta er fordæmalaust og meira að segja forsvarsmenn fyrirtækjanna sjálfra viðurkenna að þetta getur ekki gengið svona áfram. Við sjáum nú varnaðarorð svo margra, til dæmis þeirrar er þetta ritar, raungerast. Við erum að tala um umhverfisslys af mjög alvarlegri sort. Líffræðilegur fjölbreytileiki er í uppnámi, verndun villtra íslenskra laxastofna er í hættu. Fyrirtækin bera mikla ábyrgð og þau þurfa að axla hana með einhverjum hætti. Stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum En við getum auðvitað ekki skellt allri ábyrgð á fyrirtækin, líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar um umgjörð sjókvíaeldis við Íslandstrendur sýndi okkur með svo skýrum hætti í byrjun árs. Hér ríkti hálfgert stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum þegar norsku fiskeldisfyrirtækin voru fyrst að hasla sér völl. Lobbíisminn fyrir fiskeldi var slíkur að öll umgjörð um fiskeldi var unnin á of miklum hraða sem leiddi til mikilla brotalama í regluverkinu eins og fyrrnefnd skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir svo skýrt í ljós. Af þessu þurfum við öll að læra og vaða ekki af stað í öðrum atvinnugreinum af jafn illa ígrunduðu máli og af sama hraða og stjórnleysi og gert var í fiskeldinu og þá langar mig sérstaklega að nefna orkugeirann. Matvælaráðherra gerir betur Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú í fyrsta sinn síðan að fiskeldi fór að skjóta hér rótum höfum við ráðherra í þessum málaflokki, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem er virkilega umhugað um að hér sé vandað til verka. Það var eitt af hennar fyrstu verkum í embætti að óska eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar auk þess sem hún boðaði, í fyrsta sinn, stefnumótun um lagareldi á Íslandi. Þessi stefnumótun verður birt í samráðsgátt stjórnvalda von bráðar. Landeldi er framtíðin Það verður ekki litið fram hjá því að fiskeldi hefur orðið mikla efnahagslega þýðingu. Bæði staðbundið á Austfjörðum og Vestfjörðum en líka fyrir þjóðarbúið allt. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að tryggja það að fiskeldi sé stundað í sátt við samfélög og náttúru. En að mínu mati eiga eldislaxar helst ekki að vera í sjókvíum yfirhöfuð. Mjög illa hefur gengið að tryggja öryggi og verndun náttúru í kringum sjókvíaeldi. Landeldi er framtíðin. En meðan eldi er leyft í opnum sjókvíum verða rekstraraðilar að tryggja öryggið og bera ábyrgð á því. Við verðum að geta treyst því að bæði innra og ytra eftirlit sé í lagi. Stjórnvöld bera ábyrgð á regluverkinu og þar skilar ráðherra málaflokksins ekki auðu. Matvælaráðherra mun leggja fyrir þingið í vetur heildarendurskoðun á lögum um fiskeldi og hefur lagt það til að fjármunum verði veitt bæði til Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu til að bæta það eftirlit sem hér er augljóslega nauðsynlegt. Enginn getur skellt skollaeyrum við lengur Ég hef aftur og ítrekað fjallað um fiskeldi síðan ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum. Ég vildi óska að þegar við kölluðum varnaðarorð fyrir nokkrum árum, þegar félög voru stofnuð og sérfræðingar bentu á brotalamir, að fleiri hlustað. Það er sorglegt á að horfa hversu freklega hefur verið vegið að líffræðilegum fjölbreytileika og þannig íslenska laxastofninum og í ljósi nýjustu vendinga getur enginn skellt skollaeyrum við lengur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Fiskeldi Vinstri græn Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það viðrar ekki vel til fiskeldis þessa dagana. Hver fréttin rekur aðra af slysasleppingum úr kvíum, umhverfisslysum fiskeldisfyrirtækja! Þetta er fordæmalaust og meira að segja forsvarsmenn fyrirtækjanna sjálfra viðurkenna að þetta getur ekki gengið svona áfram. Við sjáum nú varnaðarorð svo margra, til dæmis þeirrar er þetta ritar, raungerast. Við erum að tala um umhverfisslys af mjög alvarlegri sort. Líffræðilegur fjölbreytileiki er í uppnámi, verndun villtra íslenskra laxastofna er í hættu. Fyrirtækin bera mikla ábyrgð og þau þurfa að axla hana með einhverjum hætti. Stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum En við getum auðvitað ekki skellt allri ábyrgð á fyrirtækin, líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar um umgjörð sjókvíaeldis við Íslandstrendur sýndi okkur með svo skýrum hætti í byrjun árs. Hér ríkti hálfgert stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum þegar norsku fiskeldisfyrirtækin voru fyrst að hasla sér völl. Lobbíisminn fyrir fiskeldi var slíkur að öll umgjörð um fiskeldi var unnin á of miklum hraða sem leiddi til mikilla brotalama í regluverkinu eins og fyrrnefnd skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir svo skýrt í ljós. Af þessu þurfum við öll að læra og vaða ekki af stað í öðrum atvinnugreinum af jafn illa ígrunduðu máli og af sama hraða og stjórnleysi og gert var í fiskeldinu og þá langar mig sérstaklega að nefna orkugeirann. Matvælaráðherra gerir betur Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú í fyrsta sinn síðan að fiskeldi fór að skjóta hér rótum höfum við ráðherra í þessum málaflokki, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem er virkilega umhugað um að hér sé vandað til verka. Það var eitt af hennar fyrstu verkum í embætti að óska eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar auk þess sem hún boðaði, í fyrsta sinn, stefnumótun um lagareldi á Íslandi. Þessi stefnumótun verður birt í samráðsgátt stjórnvalda von bráðar. Landeldi er framtíðin Það verður ekki litið fram hjá því að fiskeldi hefur orðið mikla efnahagslega þýðingu. Bæði staðbundið á Austfjörðum og Vestfjörðum en líka fyrir þjóðarbúið allt. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að tryggja það að fiskeldi sé stundað í sátt við samfélög og náttúru. En að mínu mati eiga eldislaxar helst ekki að vera í sjókvíum yfirhöfuð. Mjög illa hefur gengið að tryggja öryggi og verndun náttúru í kringum sjókvíaeldi. Landeldi er framtíðin. En meðan eldi er leyft í opnum sjókvíum verða rekstraraðilar að tryggja öryggið og bera ábyrgð á því. Við verðum að geta treyst því að bæði innra og ytra eftirlit sé í lagi. Stjórnvöld bera ábyrgð á regluverkinu og þar skilar ráðherra málaflokksins ekki auðu. Matvælaráðherra mun leggja fyrir þingið í vetur heildarendurskoðun á lögum um fiskeldi og hefur lagt það til að fjármunum verði veitt bæði til Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu til að bæta það eftirlit sem hér er augljóslega nauðsynlegt. Enginn getur skellt skollaeyrum við lengur Ég hef aftur og ítrekað fjallað um fiskeldi síðan ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum. Ég vildi óska að þegar við kölluðum varnaðarorð fyrir nokkrum árum, þegar félög voru stofnuð og sérfræðingar bentu á brotalamir, að fleiri hlustað. Það er sorglegt á að horfa hversu freklega hefur verið vegið að líffræðilegum fjölbreytileika og þannig íslenska laxastofninum og í ljósi nýjustu vendinga getur enginn skellt skollaeyrum við lengur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun