Stórtækar umbætur í fangelsismálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 27. september 2023 09:00 Framundan eru stórtækar umbætur í fangelsismálum hérlendis með það að markmiði að byggja upp fangelsi og fullnustukerfi sem sæmir nútímaþjóðfélagi, með bætt öryggi og aðstöðu til betrunar að leiðarljósi. Verkefnið er þríþætt; nýtt fangelsi á Litla Hrauni, fleiri fangapláss á Sogni og endurskoðun og stefnumótun fullnustulaga. Nýtt fangelsi á Litla Hrauni Fangelsið á Litla Hrauni er fyrir löngu orðið barn síns tíma enda komið til ára sinna, tekið í notkun árið 1929. Allar götur síðan hefur Litla Hraun verið stærsta fangelsi Íslands og sinnt mikilvægu hlutverki innan fullnustukerfisins. Síðasta vetur ákvað Alþingi að setja rúma tvo milljarða í endurbætur á Litla Hrauni. Við nánari skoðun var talið skynsamlegra að byggja nýtt fangelsi frá grunni við hlið núverandi fangelsis. Með nýju fangelsi munum við færa alla aðstöðu í nútímalegt horf þar sem áhersla verður á að tryggja öryggi fanga og alls starfsfólks sem starfar á Litla Hrauni. Tryggt verður að nauðsynlegar endurbætur verði gerðar á Litla Hrauni á byggingartíma nýs fangelsis enda er stefnt að því að full starfsemi verði í fangelsinu á meðan á byggingartíma stendur. Eins og staðan er í dag er ekki mögulegt að skipta fangahópum á Litla Hrauni upp með fullnægjandi hætti og getur það og hefur skapað mikla hættu auk þess sem ómögulegt er að hindra streymi fíkniefna og annarra ólögmætra muna inn í fangelsið. Einnig er vinnuumhverfi allra starfsmanna óviðunandi og mikilvægt að bæta það. Þá þarf fangelsisumhverfi að vera þannig að uppbyggilegt endurhæfingarstarf í samræmi við betrunarsjónarmið sé mögulegt. Því miður er það ekki raunin á Litla Hrauni. Stækkun á Sogni Á Sogni munum við fjölga plássum um 14 á næstu mánuðum. Með þessu erum við meðal annars að bregðast við ábendingum frá umboðsmanni Alþingi en í nýlegri skýrslu kom fram að staða kvenna í íslenskum fangelsum væri lakari en staða karla. Með breytingum á Sogni er verið að bæta stöðu kvenna í fangelsum og auka möguleika þeirra á að afplána í viðeigandi aðstæðum og með sambærilega möguleika til vistunar og karlar. Endurskoðun fullnustulaga Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins verður farið í endurskoðun fullnustulaga með áherslu á betrun og nútímalega nálgun. Þá er umrædd endurskoðun tímabær í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslna eftirlitsstofnana þingsins og alþjóðlegra eftirlitsstofnana. Við eigum ekki að sætta okkur við minna en nútímalegt fangelsi og fullnustukerfi sem sæmir nútímaþjóðfélagi. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Fangelsismál Árborg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Framundan eru stórtækar umbætur í fangelsismálum hérlendis með það að markmiði að byggja upp fangelsi og fullnustukerfi sem sæmir nútímaþjóðfélagi, með bætt öryggi og aðstöðu til betrunar að leiðarljósi. Verkefnið er þríþætt; nýtt fangelsi á Litla Hrauni, fleiri fangapláss á Sogni og endurskoðun og stefnumótun fullnustulaga. Nýtt fangelsi á Litla Hrauni Fangelsið á Litla Hrauni er fyrir löngu orðið barn síns tíma enda komið til ára sinna, tekið í notkun árið 1929. Allar götur síðan hefur Litla Hraun verið stærsta fangelsi Íslands og sinnt mikilvægu hlutverki innan fullnustukerfisins. Síðasta vetur ákvað Alþingi að setja rúma tvo milljarða í endurbætur á Litla Hrauni. Við nánari skoðun var talið skynsamlegra að byggja nýtt fangelsi frá grunni við hlið núverandi fangelsis. Með nýju fangelsi munum við færa alla aðstöðu í nútímalegt horf þar sem áhersla verður á að tryggja öryggi fanga og alls starfsfólks sem starfar á Litla Hrauni. Tryggt verður að nauðsynlegar endurbætur verði gerðar á Litla Hrauni á byggingartíma nýs fangelsis enda er stefnt að því að full starfsemi verði í fangelsinu á meðan á byggingartíma stendur. Eins og staðan er í dag er ekki mögulegt að skipta fangahópum á Litla Hrauni upp með fullnægjandi hætti og getur það og hefur skapað mikla hættu auk þess sem ómögulegt er að hindra streymi fíkniefna og annarra ólögmætra muna inn í fangelsið. Einnig er vinnuumhverfi allra starfsmanna óviðunandi og mikilvægt að bæta það. Þá þarf fangelsisumhverfi að vera þannig að uppbyggilegt endurhæfingarstarf í samræmi við betrunarsjónarmið sé mögulegt. Því miður er það ekki raunin á Litla Hrauni. Stækkun á Sogni Á Sogni munum við fjölga plássum um 14 á næstu mánuðum. Með þessu erum við meðal annars að bregðast við ábendingum frá umboðsmanni Alþingi en í nýlegri skýrslu kom fram að staða kvenna í íslenskum fangelsum væri lakari en staða karla. Með breytingum á Sogni er verið að bæta stöðu kvenna í fangelsum og auka möguleika þeirra á að afplána í viðeigandi aðstæðum og með sambærilega möguleika til vistunar og karlar. Endurskoðun fullnustulaga Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins verður farið í endurskoðun fullnustulaga með áherslu á betrun og nútímalega nálgun. Þá er umrædd endurskoðun tímabær í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslna eftirlitsstofnana þingsins og alþjóðlegra eftirlitsstofnana. Við eigum ekki að sætta okkur við minna en nútímalegt fangelsi og fullnustukerfi sem sæmir nútímaþjóðfélagi. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun