Verkfalli handritshöfunda aflýst Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2023 08:53 Þó handritshöfundar hafi samið við framleiðendur eru leikarar enn í verkfalli. Hér má sjá þá Bob Odenkirk og Jack Black í kröfugöngu í Hollywood í gær. AP/Damian Dovarganes Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar. Fyrstu þættirnir sem snúa aftur verða líklega spjallþættirnir vestanhafs en það mun taka lengri tíma fyrir leikna þætti að snúa aftur, þar sem leikarar eru enn í verkfalli. Verkfall handritshöfunda stóð yfir í næstum því fimm mánuði en það hófst þann 2. maí. Meðal þess sem samningurinn felur í sér eru takmarkanir á því hvernig framleiðendur sjónvarpsefnis mega nota gervigreind til að skrifa handrit, lágmarksfjöldi handritshöfunda hjá sjónvarpsþáttum og bónusar sem tengjast áhorfi á streymisveitum, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Á að gilda til þriggja ára Samningurinn, sem gilda á til þriggja ára, felur einnig í sér hærra launaþrep milli samninga handritshöfunda hjá vinsælum þáttum og hærri greiðslur vegna áhorfs þátta erlendis. Þá fá handritshöfundar fimm prósenta launahækkun á fyrsta árinu, fjögurra prósenta hækkun á öðru ári og 3,5 prósent á því þriðja. Handritshöfundar hafa verið hvattir tl að taka áfram þátt í kröfugöngum leikara.AP/Richard Vogel Þegar kemur að gervigreind og notkun hennar segir samningurinn til um að framleiðendur mega ekki nota gervigreind til að skrifa efni sem byggir á upprunalegum skrifum handritshöfunda. Framleiðendum er einnig bannað að nota skrif handritshöfunda til að þjálfa gervigreind. Ekki má skikka handritshöfunda til að nota gervigreind en þeir mega gera það, sé það yfir höfuð leyft hjá fyrirtækinu sem þeir vinna fyrir. Fái þeir efni frá yfirmönnum sínum, sem skrifað er af gervigreind, verður að gera grein fyrir því. Leikarar áfram í verkfalli Eins og áður segir eru leikarar enn í verkfalli en AP fréttaveitan segir góðan hug í þeim eftir að handritshöfundar og framleiðendur komust að samkomulagi. Handritshöfundar hafa verið hvattir til að halda áfram að taka þátt í kröfugöngum leikara og standa með þeim. Í samtali við AP fréttaveituna í gærkvöldi sagði Matthew Weiner, sem skrifaði þættina Mad Men á sínum tíma, að verkfall handritshöfunda hefði aldrei gengið upp án stuðnings frá leikurum. Leikarar hefðu sýnt mikið hugrekki. Þegar rætt var við hann í gærkvöldi var hann í kröfugöngu leikara með vini sínum Noah Wyle, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í ER en þeir hafa gengið saman frá upphafi verkfallsins. Leikarar hafa gefið leiðtogum sínum heimild til að víkka verkfallið svo það nái einnig yfir tölvuleiki, haldi verkfallið áfram mikið lengur. Viðræður milli framleiðenda og leikara hafa ekki farið fram að undanförnu en búist er við því að það muni breytast eftir að samningar náðust við handritshöfunda. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Fyrstu þættirnir sem snúa aftur verða líklega spjallþættirnir vestanhafs en það mun taka lengri tíma fyrir leikna þætti að snúa aftur, þar sem leikarar eru enn í verkfalli. Verkfall handritshöfunda stóð yfir í næstum því fimm mánuði en það hófst þann 2. maí. Meðal þess sem samningurinn felur í sér eru takmarkanir á því hvernig framleiðendur sjónvarpsefnis mega nota gervigreind til að skrifa handrit, lágmarksfjöldi handritshöfunda hjá sjónvarpsþáttum og bónusar sem tengjast áhorfi á streymisveitum, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Á að gilda til þriggja ára Samningurinn, sem gilda á til þriggja ára, felur einnig í sér hærra launaþrep milli samninga handritshöfunda hjá vinsælum þáttum og hærri greiðslur vegna áhorfs þátta erlendis. Þá fá handritshöfundar fimm prósenta launahækkun á fyrsta árinu, fjögurra prósenta hækkun á öðru ári og 3,5 prósent á því þriðja. Handritshöfundar hafa verið hvattir tl að taka áfram þátt í kröfugöngum leikara.AP/Richard Vogel Þegar kemur að gervigreind og notkun hennar segir samningurinn til um að framleiðendur mega ekki nota gervigreind til að skrifa efni sem byggir á upprunalegum skrifum handritshöfunda. Framleiðendum er einnig bannað að nota skrif handritshöfunda til að þjálfa gervigreind. Ekki má skikka handritshöfunda til að nota gervigreind en þeir mega gera það, sé það yfir höfuð leyft hjá fyrirtækinu sem þeir vinna fyrir. Fái þeir efni frá yfirmönnum sínum, sem skrifað er af gervigreind, verður að gera grein fyrir því. Leikarar áfram í verkfalli Eins og áður segir eru leikarar enn í verkfalli en AP fréttaveitan segir góðan hug í þeim eftir að handritshöfundar og framleiðendur komust að samkomulagi. Handritshöfundar hafa verið hvattir til að halda áfram að taka þátt í kröfugöngum leikara og standa með þeim. Í samtali við AP fréttaveituna í gærkvöldi sagði Matthew Weiner, sem skrifaði þættina Mad Men á sínum tíma, að verkfall handritshöfunda hefði aldrei gengið upp án stuðnings frá leikurum. Leikarar hefðu sýnt mikið hugrekki. Þegar rætt var við hann í gærkvöldi var hann í kröfugöngu leikara með vini sínum Noah Wyle, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í ER en þeir hafa gengið saman frá upphafi verkfallsins. Leikarar hafa gefið leiðtogum sínum heimild til að víkka verkfallið svo það nái einnig yfir tölvuleiki, haldi verkfallið áfram mikið lengur. Viðræður milli framleiðenda og leikara hafa ekki farið fram að undanförnu en búist er við því að það muni breytast eftir að samningar náðust við handritshöfunda.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45