Bestu vinkonurnar eru sextíu geitur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. september 2023 21:01 Lovísa Rós segir að geiturnar séu bestu vinir sínir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Geitabóndi í nágrenni við Höfn í Hornafirði segir fátt skemmtilegra en að umgangast geiturnar sínar því þær séu svo uppátækjasamar og stríðnar. Bóndinn hvetur fólk til að fá sér geitur því þær séu svo góðir vinir manns. Á bænum Háhóli rétt hjá Höfn eru hjónin á bænum með um 60 geitur og 9 hafra, en það eru þau Lovísa Rósa og Jón Kjartansson. „Þær eru ótrúlega miklir karakterar hver og ein og svo eru þær yfirleitt gæfar og forvitnar og uppátækjasamar og stríðnar svolítið. Ég held að það sé nefnilega það, sem gerir þær svo skemmtilegar, þessi uppátækjasemi og stríðnin og hvað þær eru oft erfiðar. Þær eru ekki fyrir óþolinmóða því maður þarf oft að elta þær svolítið,” segir Lovísa Rós og bætir við. „Þetta eru 60 bestu vinkonur mínar, það er svolítið svoleiðis.” Lovísu finnst svo frábært hvað geiturnar hjálpast mikið að og eru góðar við hvor aðra til dæmis með litlu kiðin þegar sá tími er. „Þær eru oft að passa svona ef maður getur sagt sem svo fyrir hverja aðra. Oft er ein geit kannski með 15 kiðlinga í kringum sig og hinar eru einhvers staðar á beit. Og þegar systur hittast þá knúsast þær svolítið svona og eins mæðgur og svona, þær fylgjast í hópum voðalega mikið enda eru þetta hópdýr. Það er oft sami hópurinn, svona klíkuskapur pínu, þannig að þetta eru voðalega skemmtileg dýr,” segir Lovísa Rós hlæjandi. Lovísa og Jón framleiða líka ýmsar geitavörur eins og sápur, sem eru aðallega búnar til úr geitamör og svo er það geitafiðan eða öðru nafni kasmírull, sem næst af geitunum. Lovísa Rós og Jón Kjartansson, maður hennar eru með 60 geitur á Háhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er líka hægt að fá geitakjöt á Háhóli. „Það sem er sérstakt við geitakjötið er að það er miklu, miklu minni fita á því en til dæmis lambakjöti.” En ætti fólk almennt að fá sér geitur? „Ég held það, ég skil bara ekki af hverju allir eigi ekki geit, þetta eru eiginlega bara þannig dýr, vinir manns, algjörir,” segir Lovísa Rós, geitabóndi á Háhóli rétt við Höfn í Hornafirði. Facebooksíða Háhóls Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
Á bænum Háhóli rétt hjá Höfn eru hjónin á bænum með um 60 geitur og 9 hafra, en það eru þau Lovísa Rósa og Jón Kjartansson. „Þær eru ótrúlega miklir karakterar hver og ein og svo eru þær yfirleitt gæfar og forvitnar og uppátækjasamar og stríðnar svolítið. Ég held að það sé nefnilega það, sem gerir þær svo skemmtilegar, þessi uppátækjasemi og stríðnin og hvað þær eru oft erfiðar. Þær eru ekki fyrir óþolinmóða því maður þarf oft að elta þær svolítið,” segir Lovísa Rós og bætir við. „Þetta eru 60 bestu vinkonur mínar, það er svolítið svoleiðis.” Lovísu finnst svo frábært hvað geiturnar hjálpast mikið að og eru góðar við hvor aðra til dæmis með litlu kiðin þegar sá tími er. „Þær eru oft að passa svona ef maður getur sagt sem svo fyrir hverja aðra. Oft er ein geit kannski með 15 kiðlinga í kringum sig og hinar eru einhvers staðar á beit. Og þegar systur hittast þá knúsast þær svolítið svona og eins mæðgur og svona, þær fylgjast í hópum voðalega mikið enda eru þetta hópdýr. Það er oft sami hópurinn, svona klíkuskapur pínu, þannig að þetta eru voðalega skemmtileg dýr,” segir Lovísa Rós hlæjandi. Lovísa og Jón framleiða líka ýmsar geitavörur eins og sápur, sem eru aðallega búnar til úr geitamör og svo er það geitafiðan eða öðru nafni kasmírull, sem næst af geitunum. Lovísa Rós og Jón Kjartansson, maður hennar eru með 60 geitur á Háhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er líka hægt að fá geitakjöt á Háhóli. „Það sem er sérstakt við geitakjötið er að það er miklu, miklu minni fita á því en til dæmis lambakjöti.” En ætti fólk almennt að fá sér geitur? „Ég held það, ég skil bara ekki af hverju allir eigi ekki geit, þetta eru eiginlega bara þannig dýr, vinir manns, algjörir,” segir Lovísa Rós, geitabóndi á Háhóli rétt við Höfn í Hornafirði. Facebooksíða Háhóls
Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira