Booking.com í tugmilljóna skuld við danska hótelrekendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 12:42 Booking.com hefur sagt að málið megi rekja til tæknilegra örðugleika. „Við höfum heyrt að það eru einhverjir aðilar sem eru ennþá að verða varir við þetta en við höfum ekki heyrt af því að vandamálið hafi aukist eða að það hafi batnað.“ Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um erfiðleika sem nokkrir íslenskir aðilar urðu fyrir í vor og sumar við að fá greiðslur frá Booking.com. „Það var aðeins í vor og í sumar að fólk var að tala um þetta,“ segir Jóhannes en í mörgum tilvikum hafi verið um minni aðila að ræða og málin því ekki endilega komið inn á borð samtakanna. Greiðslutafirnar komi þó verst niður á minni fyrirtækjunum þar sem þau mega síður við því að tekjur skili sér ekki. Vandamálið varðar greiðslur sem Booking.com innheimtir af viðskiptavinum vegna gistingar og þjónustu sem milligönguaðili en hafa ekki skilað sér til hótelrekenda og annarra þjónustuaðila. Mörg hundruð fyrirtæki hafa orðið fyrir áhrifum þessa í Danmörku í sumar og sum hafa ekki enn fengið greitt. Upphæðirnar nema milljónum Hagsmunasamtökin Horesta sendu kröfubréf á Booking.com á mánudag fyrir hönd þessara fyrirtækja og heimtuðu að greiðslum yrði komið í réttar hendur. Þau svör fengust að allir fengju borgað á morgun, föstudag, en hóteleigendur virðast fullir efasemda. „Við höfum nú fengið að heyra þetta í þrjá mánuði frá Booking.com. Þeir hafa ítrekað sagt að peningurinn sé á leiðinni. Þannig að við viljum sjá þetta gerast áður en við trúum þessu,“ segir Bella Hessellund, eigandi Skelby Præstegard í Gedser í samtali við DR. Hún á 120 þúsund danskar krónur, jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna, inni hjá síðunni og segist ekki munu fagna fyrr en hún sér að peningurinn hefur verið lagður inn á reikninginn sinn. Fleiri lýsa efasemdum um loforð Booking.com, meðal annarra stjórnarformaður Danske Hoteller, sem á og rekur 25 hótel í Danmörku. „Við höfum heyrt þetta stef síðustu fjórtán daga, að þetta sé að leystast, en ekkert hefur gerst,“ segir Erik Sophus Falck. Danske Hoteller á inni rúmar fimm milljónir danskar krónur hjá Booking.com. Svör Booking.com hafa verið á þá leið að um tæknilega örðugleika sé að ræða. „Við höfum fylgst með þessu og komið á framfæri athugasemdum,“ segir Jóhannes um stöðuna hér heima en ítrekar að fá þessara mála hafi komið inn á borð Samtaka ferðþjónustunnar. Bæði séu bókunarfyrirtækin með fulltrúa hér heima og þá eigi samtökin gott samráð við heildarsamtökin HOTREC. Danmörk Ferðalög Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um erfiðleika sem nokkrir íslenskir aðilar urðu fyrir í vor og sumar við að fá greiðslur frá Booking.com. „Það var aðeins í vor og í sumar að fólk var að tala um þetta,“ segir Jóhannes en í mörgum tilvikum hafi verið um minni aðila að ræða og málin því ekki endilega komið inn á borð samtakanna. Greiðslutafirnar komi þó verst niður á minni fyrirtækjunum þar sem þau mega síður við því að tekjur skili sér ekki. Vandamálið varðar greiðslur sem Booking.com innheimtir af viðskiptavinum vegna gistingar og þjónustu sem milligönguaðili en hafa ekki skilað sér til hótelrekenda og annarra þjónustuaðila. Mörg hundruð fyrirtæki hafa orðið fyrir áhrifum þessa í Danmörku í sumar og sum hafa ekki enn fengið greitt. Upphæðirnar nema milljónum Hagsmunasamtökin Horesta sendu kröfubréf á Booking.com á mánudag fyrir hönd þessara fyrirtækja og heimtuðu að greiðslum yrði komið í réttar hendur. Þau svör fengust að allir fengju borgað á morgun, föstudag, en hóteleigendur virðast fullir efasemda. „Við höfum nú fengið að heyra þetta í þrjá mánuði frá Booking.com. Þeir hafa ítrekað sagt að peningurinn sé á leiðinni. Þannig að við viljum sjá þetta gerast áður en við trúum þessu,“ segir Bella Hessellund, eigandi Skelby Præstegard í Gedser í samtali við DR. Hún á 120 þúsund danskar krónur, jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna, inni hjá síðunni og segist ekki munu fagna fyrr en hún sér að peningurinn hefur verið lagður inn á reikninginn sinn. Fleiri lýsa efasemdum um loforð Booking.com, meðal annarra stjórnarformaður Danske Hoteller, sem á og rekur 25 hótel í Danmörku. „Við höfum heyrt þetta stef síðustu fjórtán daga, að þetta sé að leystast, en ekkert hefur gerst,“ segir Erik Sophus Falck. Danske Hoteller á inni rúmar fimm milljónir danskar krónur hjá Booking.com. Svör Booking.com hafa verið á þá leið að um tæknilega örðugleika sé að ræða. „Við höfum fylgst með þessu og komið á framfæri athugasemdum,“ segir Jóhannes um stöðuna hér heima en ítrekar að fá þessara mála hafi komið inn á borð Samtaka ferðþjónustunnar. Bæði séu bókunarfyrirtækin með fulltrúa hér heima og þá eigi samtökin gott samráð við heildarsamtökin HOTREC.
Danmörk Ferðalög Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira