Jysk-skiltin komin upp og Rúmfatalagerinn heyrir sögunni til Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 12:55 Jysk-merkingunum var komið upp við verslun Rúmfatalagersins við Smáratorg og víðar í morgun. Aðsend Rúmfatalagerinn heyrir nú sögunni til en nafnbreytingin, þar sem nafninu var skipt út fyrir Jysk, átti sér stað í dag. Í tilkynningu segir að um sé að ræða síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. Greint var frá því í sumar að til stæði að slaufa nafninu Rúmfatalagerinn sem hefur verið í notkun frá því að verslanirnar opnuðu hér á landi 1987. Haft er eftir Birni Inga Vilhjálmssyni framkvæmdastjóra að með því að taka upp Jysk-nafnið sé verið að við enn frekar þá vegferð sem fyrirtækið hafi verið í á síðustu árum. „Fyrirtækið hefur breyst gríðarlega frá opnun árið 1987 og er í dag svo svo miklu, miklu meira en lager af rúmfötum. Það er deginum ljósara að nafnið endurspeglar ekki lengur það mikla og góða vöruúrval sem við bjóðum upp á og það liggja mikil tækifæri í að endurnýja vörumerkið okkar og byggja upp nýja ímynd af fyrirtækinu til framtíðar. Rúmfatalagerinn býður upp á mikið af fallegum vörum fyrir öll herbergi heimilisins og nafnbreytingin styður áherslur okkar á aðrar vörur en rúmföt,“ segir Björn Ingi. Rúmfatalagerinn hóf starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við Jysk sem stofnað var 1979.Aðsend Hann segir nafnbreytinguna vissulega stóra áskorun og örugglega ekki óumdeilda. „En við teljum þetta vera rétt og jákvætt skref fyrir okkur og viðskiptavini okkar og tengslin við Jysk sem er leiðandi á heimsvísu verða ennþá sterkari.“ Um fyrirtækið segir að Jysk hafi verið stofnað árið 1979 sem lágvöruverðsverslun undir nafninu Jysk Sengetøjslager og að Rúmfatalagerinn hafi hafið starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við Jysk. „Allt frá stofnun hefur félagið verið í nánu samstarfi við JYSK í Danmörku sem hefur vaxið í að verða alþjóðleg verslanakeðja sem rekur yfir 3.200 verslanir í 50 löndum víðsvegar um heiminn. Á síðustu árum hefur JYSK látið af notkun nafnsins Sengetøjslager þar sem það er ekki lengur lýsandi fyrir starfsemina og er breytingin á Íslandi loka skrefið í því ferli. Verslun Íslensk tunga Tímamót Tengdar fréttir Rúmfatalagerinn verður JYSK Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. 9. ágúst 2023 09:58 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Í tilkynningu segir að um sé að ræða síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. Greint var frá því í sumar að til stæði að slaufa nafninu Rúmfatalagerinn sem hefur verið í notkun frá því að verslanirnar opnuðu hér á landi 1987. Haft er eftir Birni Inga Vilhjálmssyni framkvæmdastjóra að með því að taka upp Jysk-nafnið sé verið að við enn frekar þá vegferð sem fyrirtækið hafi verið í á síðustu árum. „Fyrirtækið hefur breyst gríðarlega frá opnun árið 1987 og er í dag svo svo miklu, miklu meira en lager af rúmfötum. Það er deginum ljósara að nafnið endurspeglar ekki lengur það mikla og góða vöruúrval sem við bjóðum upp á og það liggja mikil tækifæri í að endurnýja vörumerkið okkar og byggja upp nýja ímynd af fyrirtækinu til framtíðar. Rúmfatalagerinn býður upp á mikið af fallegum vörum fyrir öll herbergi heimilisins og nafnbreytingin styður áherslur okkar á aðrar vörur en rúmföt,“ segir Björn Ingi. Rúmfatalagerinn hóf starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við Jysk sem stofnað var 1979.Aðsend Hann segir nafnbreytinguna vissulega stóra áskorun og örugglega ekki óumdeilda. „En við teljum þetta vera rétt og jákvætt skref fyrir okkur og viðskiptavini okkar og tengslin við Jysk sem er leiðandi á heimsvísu verða ennþá sterkari.“ Um fyrirtækið segir að Jysk hafi verið stofnað árið 1979 sem lágvöruverðsverslun undir nafninu Jysk Sengetøjslager og að Rúmfatalagerinn hafi hafið starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við Jysk. „Allt frá stofnun hefur félagið verið í nánu samstarfi við JYSK í Danmörku sem hefur vaxið í að verða alþjóðleg verslanakeðja sem rekur yfir 3.200 verslanir í 50 löndum víðsvegar um heiminn. Á síðustu árum hefur JYSK látið af notkun nafnsins Sengetøjslager þar sem það er ekki lengur lýsandi fyrir starfsemina og er breytingin á Íslandi loka skrefið í því ferli.
Verslun Íslensk tunga Tímamót Tengdar fréttir Rúmfatalagerinn verður JYSK Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. 9. ágúst 2023 09:58 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Rúmfatalagerinn verður JYSK Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. 9. ágúst 2023 09:58