Jón Steinar tekur upp hanskann Sævar Þór Jónsson skrifar 29. september 2023 07:31 Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. Fréttaflutningurinn var í raun viðtal við brotaþola í málinu en málið varðaði gróft og ítrekað ofbeldi í nánu sambandi. Þess má geta að dómurinn vakti athygli fleiri fjölmiðla og var fjallað um hann á nokkrum stöðum. Umfjöllun RÚV var meira í ætt við það sem kalla má umfjöllun af mannlegum toga (e. human interest) heldur en beinn fréttaflutningur. Gagnrýni Jóns Steinars laut að því að umfjöllunin hafi verið einhliða út frá upplifun og sjónarhóli brotaþola, ekki hafi verið gætt þess að fjalla um forsendur dómsins, einkum ástæður þess að sakborningi var ekki dæmd refsing og, eins og hann sjálfur komst að orði, hafi sjálfsagt flestir talið að mannvonsku dómarans hafi verið um að kenna að manninum var ekki refsað. Kastaði Jón Steinar meira að segja fram þeirri spurningu hvort þetta félli undir það sem kallað er æsifréttamennska. Með þessu finnst mér verið að slá ryki í augu lesenda og beina sjónum þeirra frá því sem viðtalið er raunverulega að fjalla um, sem er bágborin staða brotaþola í réttarvörslukerfinu. Þótt Hæstaréttardómarinn fyrrverandi hafi séð sig knúinn til þess að taka upp hanskann fyrir fyrrverandi kollega og benda á forsendur þess að refsing var ekki dæmd, þá finnst mér það ekki vera aðalatriðið. Dómarinn dæmir eftir lögunum en álitaefnið er hvort lögin séu rétt og sanngjörn. Eða nánar tiltekið í þessu tilviki hvort réttarstaða brotaþola, einkum í ofbeldis- og kynferðisbrotum, sé nægilega tryggði í núgildandi lögum. Upprunalega voru mannréttindi lögfest í því skyni að vernda borgarana fyrir afskiptum ríkisvaldsins. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar lýðveldisins Íslands er af sömu rót sprottinn. Í þeim anda þróuðust reglur um réttláta málsmeðferð fyrir dómi en fókus þeirra reglna hefur frá upphafi verið á réttarstöðu þess aðila sem borinn er sökum og að hann fái réttláta meðferð. Sakborningur á rétt á verjanda, aðgang að gögnum, hann getur fengið niðurstöðu neðra dómstigs endurskoðaða af öðru dómstigi o.s.frv. Þessar reglur eiga auðvitað rétt á sér og eru óumdeildar. Þolendur afbrota aftur á móti njóta ekki sömu stöðu í réttarvörslukerfinu. Staða þeirra er takmörkuð og sýnir aðstöðu þeirra oft lítinn skilning. Brotaþolar eru ekki aðilar að sakamáli og njóta þarf af leiðandi ekki sömu réttinda og sökunautur. Brotaþoli hefur ekki sama rétt til aðgangs að gögnum málsins, hann má heldur ekki tjá sig munnlega fyrir dómi um kröfur ákæruvaldsins og hendur hans eru að mestu leyti bundnar við einkaréttarlegar kröfur hans, hafi hann þær á annað borð uppi. Hér er verið að tala um bótakröfu sem að réttargæslumenn brotaþola gera öllu jafna. Þá hefur brotaþoli almennt lítið um það að segja hvort ákæra sé gefin út eða hvort sýknudómi í héraði sé áfrýjað til æðri dóms. Upplifun brotaþola er oft sú að þeir hafi lítið vægi og enn minni áhrif á meðferð sakamála – máls sem snýst um atvik í lífi brotaþolans sjálfs og sem hefur, einkum í tilviki ofbeldis- og kynferðisbrota, haft áhrif á líf hans með afgerandi hætti. Þolandinn er vanmáttugur og bjargráðalaus. Ekki bætir út skák að miskabætur til handa brotaþolum eru afar lágar hér á landi. Upplifun brotaþola getur því stundum verið sú að þeir séu afgangsstærð í réttarvörslukerfinu og þeir upplifa hvorki sanngirni né að réttlætið hafi náð fram að ganga. Annar fyrrverandi Hæstaréttardómari, Hjördís Björk Hákonardóttir, skrifaði um traust til dómstóla í aðsendri grein sem birtist í Kjarnanum árið 2020. Tilefnið var mæling þjóðarpúls Gallups á trausti almennings til dómstóla. Þótt Hjördísi hafi þótt niðurstöður þjóðarpúlsins óverðskuldaðar þá tók hún fram að ásýnd hafi áhrif á traust og ásýnd skipti máli. Í því samhengi vísar hún til orðanna að ekki sé fullnægjandi að réttlætis sé í raun gætt heldur verði það einnig að sjást. Í maí 2019 gerði Hildar Fjólu Antonsdóttur greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola sem unnin var fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í greinargerðinni var vakið máls á framangreindum atriðum og gerðar tillögur til úrbóta. Sumt af því hefur gengið eftir en ekki allt. Það er afar brýnt að áfram verði unnið að úrbótum á þessu sviði. Lögin eiga að tryggja réttlæti og traust almennings til dómstóla helst í hendur við það hversu réttlætið er sýnilegt. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Dómstólar Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. Fréttaflutningurinn var í raun viðtal við brotaþola í málinu en málið varðaði gróft og ítrekað ofbeldi í nánu sambandi. Þess má geta að dómurinn vakti athygli fleiri fjölmiðla og var fjallað um hann á nokkrum stöðum. Umfjöllun RÚV var meira í ætt við það sem kalla má umfjöllun af mannlegum toga (e. human interest) heldur en beinn fréttaflutningur. Gagnrýni Jóns Steinars laut að því að umfjöllunin hafi verið einhliða út frá upplifun og sjónarhóli brotaþola, ekki hafi verið gætt þess að fjalla um forsendur dómsins, einkum ástæður þess að sakborningi var ekki dæmd refsing og, eins og hann sjálfur komst að orði, hafi sjálfsagt flestir talið að mannvonsku dómarans hafi verið um að kenna að manninum var ekki refsað. Kastaði Jón Steinar meira að segja fram þeirri spurningu hvort þetta félli undir það sem kallað er æsifréttamennska. Með þessu finnst mér verið að slá ryki í augu lesenda og beina sjónum þeirra frá því sem viðtalið er raunverulega að fjalla um, sem er bágborin staða brotaþola í réttarvörslukerfinu. Þótt Hæstaréttardómarinn fyrrverandi hafi séð sig knúinn til þess að taka upp hanskann fyrir fyrrverandi kollega og benda á forsendur þess að refsing var ekki dæmd, þá finnst mér það ekki vera aðalatriðið. Dómarinn dæmir eftir lögunum en álitaefnið er hvort lögin séu rétt og sanngjörn. Eða nánar tiltekið í þessu tilviki hvort réttarstaða brotaþola, einkum í ofbeldis- og kynferðisbrotum, sé nægilega tryggði í núgildandi lögum. Upprunalega voru mannréttindi lögfest í því skyni að vernda borgarana fyrir afskiptum ríkisvaldsins. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar lýðveldisins Íslands er af sömu rót sprottinn. Í þeim anda þróuðust reglur um réttláta málsmeðferð fyrir dómi en fókus þeirra reglna hefur frá upphafi verið á réttarstöðu þess aðila sem borinn er sökum og að hann fái réttláta meðferð. Sakborningur á rétt á verjanda, aðgang að gögnum, hann getur fengið niðurstöðu neðra dómstigs endurskoðaða af öðru dómstigi o.s.frv. Þessar reglur eiga auðvitað rétt á sér og eru óumdeildar. Þolendur afbrota aftur á móti njóta ekki sömu stöðu í réttarvörslukerfinu. Staða þeirra er takmörkuð og sýnir aðstöðu þeirra oft lítinn skilning. Brotaþolar eru ekki aðilar að sakamáli og njóta þarf af leiðandi ekki sömu réttinda og sökunautur. Brotaþoli hefur ekki sama rétt til aðgangs að gögnum málsins, hann má heldur ekki tjá sig munnlega fyrir dómi um kröfur ákæruvaldsins og hendur hans eru að mestu leyti bundnar við einkaréttarlegar kröfur hans, hafi hann þær á annað borð uppi. Hér er verið að tala um bótakröfu sem að réttargæslumenn brotaþola gera öllu jafna. Þá hefur brotaþoli almennt lítið um það að segja hvort ákæra sé gefin út eða hvort sýknudómi í héraði sé áfrýjað til æðri dóms. Upplifun brotaþola er oft sú að þeir hafi lítið vægi og enn minni áhrif á meðferð sakamála – máls sem snýst um atvik í lífi brotaþolans sjálfs og sem hefur, einkum í tilviki ofbeldis- og kynferðisbrota, haft áhrif á líf hans með afgerandi hætti. Þolandinn er vanmáttugur og bjargráðalaus. Ekki bætir út skák að miskabætur til handa brotaþolum eru afar lágar hér á landi. Upplifun brotaþola getur því stundum verið sú að þeir séu afgangsstærð í réttarvörslukerfinu og þeir upplifa hvorki sanngirni né að réttlætið hafi náð fram að ganga. Annar fyrrverandi Hæstaréttardómari, Hjördís Björk Hákonardóttir, skrifaði um traust til dómstóla í aðsendri grein sem birtist í Kjarnanum árið 2020. Tilefnið var mæling þjóðarpúls Gallups á trausti almennings til dómstóla. Þótt Hjördísi hafi þótt niðurstöður þjóðarpúlsins óverðskuldaðar þá tók hún fram að ásýnd hafi áhrif á traust og ásýnd skipti máli. Í því samhengi vísar hún til orðanna að ekki sé fullnægjandi að réttlætis sé í raun gætt heldur verði það einnig að sjást. Í maí 2019 gerði Hildar Fjólu Antonsdóttur greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola sem unnin var fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í greinargerðinni var vakið máls á framangreindum atriðum og gerðar tillögur til úrbóta. Sumt af því hefur gengið eftir en ekki allt. Það er afar brýnt að áfram verði unnið að úrbótum á þessu sviði. Lögin eiga að tryggja réttlæti og traust almennings til dómstóla helst í hendur við það hversu réttlætið er sýnilegt. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar