Samstaða í stað samsæriskenninga Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. september 2023 14:00 Um þessar mundir steðja raunverulegar ógnir að Vesturlöndum, meðal annars frá vopnaskaki Pútíns í Úkraínu og auknum umsvifum kínverskra yfirvalda í Evrópu. Þótt Vesturlandabúar hafi ærið tilefni til að þétta raðirnar, er langt um liðið síðan vestrænt samfélag var jafn sundrað. Það einkennist í auknum mæli af hugmyndafræðilega einangruðum afkimum og skotgrafastjórnmálum. Þessi þróun er reyndar ekki ný af nálinni. Undanfarna áratugi hafa andvestræn alræðisríki markvisst beitt upplýsingahernaði gegn Vesturlöndum. Mikið af áróðri þeirra rekur uppruna sinn til yfirvalda í Rússlandi. En vestrænir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eru einnig meðsekir í útbreiðslu hans. Þeir hafa átt sinn þátt í að skapa umræðuhefð sem er fjandsamleg málamiðlunum og elur á sundrung. Algrímar samfélagsmiðlanna magna öfgaraddir á meðan skynsemisraddir eru kaffærðar. Í þessu óreiðukennda umhverfi er að ákveðnu leyti skiljanlegt að fólk leiðist út á braut samsæriskenninga. Fjölskyldum sundrað Í mörgum samsæriskenningum má finna stök sannleikskorn. En í höndum samsæriskenningafólks er þessum kornum undantekningarlaust hnoðað saman við óstaðfestar og beinlínis rangar upplýsingar. Afleiðingin er sú að kenningarnar eru ekki til þess fallnar að valda vitundarvakningu heldur sundrung.Þrátt fyrir að vera hugmyndafræðilegs eðlis geta þær engu að síður haft raunveruleg og samfélagslega skaðleg áhrif. Ég hef áður skrifað umhvernig þær geta bókstaflega stofnað samfélagshópum í lífshættu. En samsæriskenningar geta einnig haft lúmskari áhrif. Þær hafa meðal annars sundrað vinahópum og fjölskyldum. Stofnaðir hafa verið stuðningshópar fyrir aðstandendur þeirra sem hafa orðið gagnteknir af samsæriskenningum. En hvers vegna ná samsæriskenningar tangarhaldi á ákveðnum einstaklingum? Svarið er að samsæriskenningar eru sérsniðnar til að hafa áhrif á frumstæð varnarviðbrögð heilans. Þessi viðbrögð eru heilbrigð upp að ákveðnu marki, en hjá sumum virðast þau vera öðrum kenndum yfirsterkari. Auk þess getur hópþrýstingur og félagsleg viðurkenning viðhaldið trúnni á samsæriskenningar. Hafi einstaklingur tileinkað sér slíkar kenningar gæti honum reynst erfitt að fylla upp í tómarúmið sem myndast þegar hann segir skilið við þær. Leiðin til baka Margir tengja samsæriskenningar eingöngu við hægri-öfgamenn en staðreyndin er sú að þær er einnig að finna meðal vinstri-öfgamanna. Fyrir um áratug síðan var ég hallur undir ýmsar samsæriskenningar sem nutu vinsælda á vinstri vængnum. En smám saman rann upp fyrir mér að sannleiksgildi þessara kenninga var lítið sem ekkert og að þær höfðu haft neikvæð áhrif á andlega líðan mína. Það var lítil furða því þær ólu á tortryggni og neikvæðni gagnvart öðrum samfélagshópum. Til að losna undan áhrifum þeirra þurfti ég að yfirgefa bergmálshellana sem ég hafði dvalið í. Árið 2016 eyddi ég reikningum mínum á samfélagsmiðlum og byrjaði á nýjum grunni. Í stað reyfarakenndra myndskeiða á Youtube og svipuðum síðum fór ég að afla mér heimilda í virtum fræðiritum. Til dæmis varð ég fljótt mikill aðdáandi alfræðibókarinnar Encyclopædia Britannica, sem hefur verið stöðugt uppfærð frá árinu 1768 og hefur að geyma fjöldann allan af ritrýndum fræðigreinum. Ég er einnig dyggur lesandi Ground News sem safnar sambærilegum fréttum frá ólíkum fréttamiðlum og tiltekur hvort þeir hafi hægri- eða vinstrisveiflu. Þessi breyting krafðist sjálfsaga, en hún hefur einungis haft jákvæð áhrif á líf mitt. Lokaorð Þrátt fyrir sundrungina sem einkennir Vesturlönd um þessar mundir er enn fullt tilefni til bjartsýni. Til dæmis eru lífsgæði og mannréttindi hvergi meiri en á Vesturlöndum. Frjáls fjölmiðlun, þrískipting ríkisvaldsins og fleiri aðalsmerki vestrænna ríkja eru eitur í beinum alræðisríkja sem neita þegnum sínum um slíkan munað. Þau þrá því ekkert heitar en að sjá Vesturlandabúa sóa velmegun sinni í skotgrafastjórnmál og samsæriskenningar. Það er hafið yfir allan vafa að fyrrnefnd alræðisríki hafi markvisst alið á þessari sundrung. Munum við koma þeim upp með það? Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir steðja raunverulegar ógnir að Vesturlöndum, meðal annars frá vopnaskaki Pútíns í Úkraínu og auknum umsvifum kínverskra yfirvalda í Evrópu. Þótt Vesturlandabúar hafi ærið tilefni til að þétta raðirnar, er langt um liðið síðan vestrænt samfélag var jafn sundrað. Það einkennist í auknum mæli af hugmyndafræðilega einangruðum afkimum og skotgrafastjórnmálum. Þessi þróun er reyndar ekki ný af nálinni. Undanfarna áratugi hafa andvestræn alræðisríki markvisst beitt upplýsingahernaði gegn Vesturlöndum. Mikið af áróðri þeirra rekur uppruna sinn til yfirvalda í Rússlandi. En vestrænir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eru einnig meðsekir í útbreiðslu hans. Þeir hafa átt sinn þátt í að skapa umræðuhefð sem er fjandsamleg málamiðlunum og elur á sundrung. Algrímar samfélagsmiðlanna magna öfgaraddir á meðan skynsemisraddir eru kaffærðar. Í þessu óreiðukennda umhverfi er að ákveðnu leyti skiljanlegt að fólk leiðist út á braut samsæriskenninga. Fjölskyldum sundrað Í mörgum samsæriskenningum má finna stök sannleikskorn. En í höndum samsæriskenningafólks er þessum kornum undantekningarlaust hnoðað saman við óstaðfestar og beinlínis rangar upplýsingar. Afleiðingin er sú að kenningarnar eru ekki til þess fallnar að valda vitundarvakningu heldur sundrung.Þrátt fyrir að vera hugmyndafræðilegs eðlis geta þær engu að síður haft raunveruleg og samfélagslega skaðleg áhrif. Ég hef áður skrifað umhvernig þær geta bókstaflega stofnað samfélagshópum í lífshættu. En samsæriskenningar geta einnig haft lúmskari áhrif. Þær hafa meðal annars sundrað vinahópum og fjölskyldum. Stofnaðir hafa verið stuðningshópar fyrir aðstandendur þeirra sem hafa orðið gagnteknir af samsæriskenningum. En hvers vegna ná samsæriskenningar tangarhaldi á ákveðnum einstaklingum? Svarið er að samsæriskenningar eru sérsniðnar til að hafa áhrif á frumstæð varnarviðbrögð heilans. Þessi viðbrögð eru heilbrigð upp að ákveðnu marki, en hjá sumum virðast þau vera öðrum kenndum yfirsterkari. Auk þess getur hópþrýstingur og félagsleg viðurkenning viðhaldið trúnni á samsæriskenningar. Hafi einstaklingur tileinkað sér slíkar kenningar gæti honum reynst erfitt að fylla upp í tómarúmið sem myndast þegar hann segir skilið við þær. Leiðin til baka Margir tengja samsæriskenningar eingöngu við hægri-öfgamenn en staðreyndin er sú að þær er einnig að finna meðal vinstri-öfgamanna. Fyrir um áratug síðan var ég hallur undir ýmsar samsæriskenningar sem nutu vinsælda á vinstri vængnum. En smám saman rann upp fyrir mér að sannleiksgildi þessara kenninga var lítið sem ekkert og að þær höfðu haft neikvæð áhrif á andlega líðan mína. Það var lítil furða því þær ólu á tortryggni og neikvæðni gagnvart öðrum samfélagshópum. Til að losna undan áhrifum þeirra þurfti ég að yfirgefa bergmálshellana sem ég hafði dvalið í. Árið 2016 eyddi ég reikningum mínum á samfélagsmiðlum og byrjaði á nýjum grunni. Í stað reyfarakenndra myndskeiða á Youtube og svipuðum síðum fór ég að afla mér heimilda í virtum fræðiritum. Til dæmis varð ég fljótt mikill aðdáandi alfræðibókarinnar Encyclopædia Britannica, sem hefur verið stöðugt uppfærð frá árinu 1768 og hefur að geyma fjöldann allan af ritrýndum fræðigreinum. Ég er einnig dyggur lesandi Ground News sem safnar sambærilegum fréttum frá ólíkum fréttamiðlum og tiltekur hvort þeir hafi hægri- eða vinstrisveiflu. Þessi breyting krafðist sjálfsaga, en hún hefur einungis haft jákvæð áhrif á líf mitt. Lokaorð Þrátt fyrir sundrungina sem einkennir Vesturlönd um þessar mundir er enn fullt tilefni til bjartsýni. Til dæmis eru lífsgæði og mannréttindi hvergi meiri en á Vesturlöndum. Frjáls fjölmiðlun, þrískipting ríkisvaldsins og fleiri aðalsmerki vestrænna ríkja eru eitur í beinum alræðisríkja sem neita þegnum sínum um slíkan munað. Þau þrá því ekkert heitar en að sjá Vesturlandabúa sóa velmegun sinni í skotgrafastjórnmál og samsæriskenningar. Það er hafið yfir allan vafa að fyrrnefnd alræðisríki hafi markvisst alið á þessari sundrung. Munum við koma þeim upp með það? Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar