Sólargeislinn Amanda í Holtagörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2023 11:15 Amanda Rós Zhang nýtur mikilla vinsælda meðal viðskiptavina Bónuss í Holtagörðum. Amanda Rós Zhang hefur unnið í Bónus í tólf ár og er þekkt fyrir glaðværð og þýtt viðmót á kassanum í Holtagörðum, þar sem hún mætir viðskiptavinum ávallt með sólskinsbros á vör. Við mæltum okkur mót við Amöndu á kassanum í Íslandi í dag í fyrradag. Þeir sem leggja leið sína í búðina að staðaldri þekkja eflaust flestir hina lágvöxnu og upplitsdjörfu Amöndu í sjón - hafa jafnvel oft spjallað við hana um daginn og veginn. Amanda er 54 ára og býr í Breiðholti með syni sínum og kærustu hans. Hún á einnig ættleidda dóttur sem býr í Kína, sem á barn - og Amanda því orðin amma. Amanda kom til Íslands skömmu eftir aldamót með þáverandi manni sínum en leiðir þeirra skildu. „Sumt fólk er bara vandamál!“ segir Amanda kímin. Það hafi þó alls ekki alltaf verið auðvelt að búa á Íslandi. En hún tileinkaði sér snemma ákveðna lífsspeki sem hefur reynst henni vel í leik og starfi; að taka öllum sem hún hittir með opnum örmum, elska náungann og einblína alltaf á það góða. „Þú ert Jesús, ég er Búdda. Ég læri mikið af Búdda. Læri að vera góður, opin, elska fólk. Ef þú ert góður við fólk, þá er fólk líka gott við þig. Ef þú brosir fyrir fólk, þá brosir fólk líka fyrir þig,“ segir Amanda. Brot úr viðtalinu við Amöndu úr Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Annað brot úr þættinum, þar sem fjallað var um sviplegt andlát Jóa, afgreiðslumanns í Krónunni, og undurfallega minningargrein sem skrifuð var um hann má svo horfa á hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Verslun Ísland í dag Tengdar fréttir Engillinn á afgreiðslukassanum „Ég bara varð að gera þetta,“ segir Viktor Ólason, markaðsstjóri úr Hafnarfirði og höfundur minningargreinar, sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Þar minntist Viktor brosmilds afgreiðslumanns í Krónunni, Jóhannesar Sævars Ársælssonar, sem hafði mikil áhrif á hann. Við kynntumst þeim Viktori og Jóa heitnum í Íslandi í dag í gær. 29. september 2023 10:31 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Þeir sem leggja leið sína í búðina að staðaldri þekkja eflaust flestir hina lágvöxnu og upplitsdjörfu Amöndu í sjón - hafa jafnvel oft spjallað við hana um daginn og veginn. Amanda er 54 ára og býr í Breiðholti með syni sínum og kærustu hans. Hún á einnig ættleidda dóttur sem býr í Kína, sem á barn - og Amanda því orðin amma. Amanda kom til Íslands skömmu eftir aldamót með þáverandi manni sínum en leiðir þeirra skildu. „Sumt fólk er bara vandamál!“ segir Amanda kímin. Það hafi þó alls ekki alltaf verið auðvelt að búa á Íslandi. En hún tileinkaði sér snemma ákveðna lífsspeki sem hefur reynst henni vel í leik og starfi; að taka öllum sem hún hittir með opnum örmum, elska náungann og einblína alltaf á það góða. „Þú ert Jesús, ég er Búdda. Ég læri mikið af Búdda. Læri að vera góður, opin, elska fólk. Ef þú ert góður við fólk, þá er fólk líka gott við þig. Ef þú brosir fyrir fólk, þá brosir fólk líka fyrir þig,“ segir Amanda. Brot úr viðtalinu við Amöndu úr Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Annað brot úr þættinum, þar sem fjallað var um sviplegt andlát Jóa, afgreiðslumanns í Krónunni, og undurfallega minningargrein sem skrifuð var um hann má svo horfa á hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+.
Verslun Ísland í dag Tengdar fréttir Engillinn á afgreiðslukassanum „Ég bara varð að gera þetta,“ segir Viktor Ólason, markaðsstjóri úr Hafnarfirði og höfundur minningargreinar, sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Þar minntist Viktor brosmilds afgreiðslumanns í Krónunni, Jóhannesar Sævars Ársælssonar, sem hafði mikil áhrif á hann. Við kynntumst þeim Viktori og Jóa heitnum í Íslandi í dag í gær. 29. september 2023 10:31 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Engillinn á afgreiðslukassanum „Ég bara varð að gera þetta,“ segir Viktor Ólason, markaðsstjóri úr Hafnarfirði og höfundur minningargreinar, sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Þar minntist Viktor brosmilds afgreiðslumanns í Krónunni, Jóhannesar Sævars Ársælssonar, sem hafði mikil áhrif á hann. Við kynntumst þeim Viktori og Jóa heitnum í Íslandi í dag í gær. 29. september 2023 10:31