Hún kom sínum konum á bragðið með fyrsta marki leiksins á 56. mínútu en öll þrjú mörk leiksins komu á sjö mínútna kafla.
Gestirnir jöfnuðu leikinn skömmu seinna en Cesilie Andreassen tryggði Rosenborg sigurinn á 63. mínútu.
Rosenborg er því komið í úrslitaleik norska bikarsins þar sem liðið mætir annað hvort Ingibjörgu Sigurðardóttur og félögum í Vålerenga eða Lyn en seinni undanúrslitaleikurinn hefst nú innan stundar.