Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. september 2023 20:52 Neyðarástandi hefur einnig verið lýst yfir á Long Island eyjunni og Husdon Valley svæðinu. AP Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust. Ríkisstjóri New York lýsti ástandinu sem skapaðist í borginni í gær sem lífshættulegu. Rigningarveðrið var enda með ólíkindum . Hálfgerðar ár mynduðust á götum og samgöngur voru í algjörum lamasessi. Eins og Íslendingur sem búið hefur í borginni um langt skeið reyndi á eigin skinni í gær. „Ég fór í klippingu í miðri borg, ég bý í Brooklyn. Það var næstum því þriggja tíma ferðalag. Eitthvað sem hefði átt að vera fjörutíu mínútur. Það var bara rosalegt flóð alls staðar,“ segir Stefán Jóhann Sigurðsson, íbúi í New York-borg. „Við þurfum að þræða götur sem þú venjulega ferð ekki, bara til þessað komast yfir í borgina. Og það var fullt af svæðum sem var lokað og náttúrlega umferðin hræðileg eftir því,“ bætir hann við. „Og maður hefur bara séð myndir og vídeó frá vinum og kunningjum þar sem heimili hafa flætt, húsnæði ónýtt, bílar sem fljóta bara í ám sem voru áður götur, sem er svolítið súrrealískt að sjá.“ Úrkoma í New York mældist sums staðar upp undir tuttugu sentímetra í gær og loka þurfti flugstöð á La Guardia flugvellinum um tíma eftir að flæddi inn í hana. Stefán segir New York búa uggandi og fólkið sé sannarlega tíðrætt um loftslagsbreytingar þessa dagana. „Ég held að fólk, vonandi, átti sig betur og betur á því að svona veðurofsi getur hitt fólk hvar sem er og hvenær sem er og það sést að við erum ekkert endilega sérstaklega vel undirbúin undanfarinn áratug. Það hefur ekkert hitt okkur eins harkalega og þessi rigning í gær,“ segir Stefán að lokum. Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29. september 2023 22:43 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Ríkisstjóri New York lýsti ástandinu sem skapaðist í borginni í gær sem lífshættulegu. Rigningarveðrið var enda með ólíkindum . Hálfgerðar ár mynduðust á götum og samgöngur voru í algjörum lamasessi. Eins og Íslendingur sem búið hefur í borginni um langt skeið reyndi á eigin skinni í gær. „Ég fór í klippingu í miðri borg, ég bý í Brooklyn. Það var næstum því þriggja tíma ferðalag. Eitthvað sem hefði átt að vera fjörutíu mínútur. Það var bara rosalegt flóð alls staðar,“ segir Stefán Jóhann Sigurðsson, íbúi í New York-borg. „Við þurfum að þræða götur sem þú venjulega ferð ekki, bara til þessað komast yfir í borgina. Og það var fullt af svæðum sem var lokað og náttúrlega umferðin hræðileg eftir því,“ bætir hann við. „Og maður hefur bara séð myndir og vídeó frá vinum og kunningjum þar sem heimili hafa flætt, húsnæði ónýtt, bílar sem fljóta bara í ám sem voru áður götur, sem er svolítið súrrealískt að sjá.“ Úrkoma í New York mældist sums staðar upp undir tuttugu sentímetra í gær og loka þurfti flugstöð á La Guardia flugvellinum um tíma eftir að flæddi inn í hana. Stefán segir New York búa uggandi og fólkið sé sannarlega tíðrætt um loftslagsbreytingar þessa dagana. „Ég held að fólk, vonandi, átti sig betur og betur á því að svona veðurofsi getur hitt fólk hvar sem er og hvenær sem er og það sést að við erum ekkert endilega sérstaklega vel undirbúin undanfarinn áratug. Það hefur ekkert hitt okkur eins harkalega og þessi rigning í gær,“ segir Stefán að lokum.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29. september 2023 22:43 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29. september 2023 22:43