Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. september 2023 20:52 Neyðarástandi hefur einnig verið lýst yfir á Long Island eyjunni og Husdon Valley svæðinu. AP Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust. Ríkisstjóri New York lýsti ástandinu sem skapaðist í borginni í gær sem lífshættulegu. Rigningarveðrið var enda með ólíkindum . Hálfgerðar ár mynduðust á götum og samgöngur voru í algjörum lamasessi. Eins og Íslendingur sem búið hefur í borginni um langt skeið reyndi á eigin skinni í gær. „Ég fór í klippingu í miðri borg, ég bý í Brooklyn. Það var næstum því þriggja tíma ferðalag. Eitthvað sem hefði átt að vera fjörutíu mínútur. Það var bara rosalegt flóð alls staðar,“ segir Stefán Jóhann Sigurðsson, íbúi í New York-borg. „Við þurfum að þræða götur sem þú venjulega ferð ekki, bara til þessað komast yfir í borgina. Og það var fullt af svæðum sem var lokað og náttúrlega umferðin hræðileg eftir því,“ bætir hann við. „Og maður hefur bara séð myndir og vídeó frá vinum og kunningjum þar sem heimili hafa flætt, húsnæði ónýtt, bílar sem fljóta bara í ám sem voru áður götur, sem er svolítið súrrealískt að sjá.“ Úrkoma í New York mældist sums staðar upp undir tuttugu sentímetra í gær og loka þurfti flugstöð á La Guardia flugvellinum um tíma eftir að flæddi inn í hana. Stefán segir New York búa uggandi og fólkið sé sannarlega tíðrætt um loftslagsbreytingar þessa dagana. „Ég held að fólk, vonandi, átti sig betur og betur á því að svona veðurofsi getur hitt fólk hvar sem er og hvenær sem er og það sést að við erum ekkert endilega sérstaklega vel undirbúin undanfarinn áratug. Það hefur ekkert hitt okkur eins harkalega og þessi rigning í gær,“ segir Stefán að lokum. Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29. september 2023 22:43 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Ríkisstjóri New York lýsti ástandinu sem skapaðist í borginni í gær sem lífshættulegu. Rigningarveðrið var enda með ólíkindum . Hálfgerðar ár mynduðust á götum og samgöngur voru í algjörum lamasessi. Eins og Íslendingur sem búið hefur í borginni um langt skeið reyndi á eigin skinni í gær. „Ég fór í klippingu í miðri borg, ég bý í Brooklyn. Það var næstum því þriggja tíma ferðalag. Eitthvað sem hefði átt að vera fjörutíu mínútur. Það var bara rosalegt flóð alls staðar,“ segir Stefán Jóhann Sigurðsson, íbúi í New York-borg. „Við þurfum að þræða götur sem þú venjulega ferð ekki, bara til þessað komast yfir í borgina. Og það var fullt af svæðum sem var lokað og náttúrlega umferðin hræðileg eftir því,“ bætir hann við. „Og maður hefur bara séð myndir og vídeó frá vinum og kunningjum þar sem heimili hafa flætt, húsnæði ónýtt, bílar sem fljóta bara í ám sem voru áður götur, sem er svolítið súrrealískt að sjá.“ Úrkoma í New York mældist sums staðar upp undir tuttugu sentímetra í gær og loka þurfti flugstöð á La Guardia flugvellinum um tíma eftir að flæddi inn í hana. Stefán segir New York búa uggandi og fólkið sé sannarlega tíðrætt um loftslagsbreytingar þessa dagana. „Ég held að fólk, vonandi, átti sig betur og betur á því að svona veðurofsi getur hitt fólk hvar sem er og hvenær sem er og það sést að við erum ekkert endilega sérstaklega vel undirbúin undanfarinn áratug. Það hefur ekkert hitt okkur eins harkalega og þessi rigning í gær,“ segir Stefán að lokum.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29. september 2023 22:43 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29. september 2023 22:43