VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. október 2023 10:00 Luis Diaz skoraði fyrsta mark leiks Liverpool og Tottenham í gær en það var dæmt af. Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. Tottenham vann Liverpool 2-1 á heimavelli í gær í leik þar sem tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Þegar staðan var enn markalaus í fyrri hálfleik og aðeins eitt rautt spjald var farið á loft tókst Luis Diaz að koma gestunum frá Liverpool yfir. Sjá má í endursýningu að markið var með öllu löglegt en línuvörður á vellinum flaggaði leikmanninn rangstæðan. Dómarasamtökin sendu frá sér yfirlýsingu strax eftir leik þar sem viðurkennt var að mistök hefðu átt sér stað, dómarar í VAR herberginu hefðu átt að stíga inn og leyfa markið. Nú er hins vegar komin sú flétta í málið að Darren England, VAR dómari leiksins, hélt að markið hefði staðið. Þ.e.a.s. hann vissi ekki að línuvörðurinn hefði dæmt rangstöðu og stóð í þeirri trú að Liverpool væri búið að skora og ekkert meir þyrfti um það að segja. PGMOL now saying lines were drawn, checking protocol was carried out correctly, but Darren England lost sight of the on-field decision thinking a goal had been given and thus upheld it with a quick ‘check complete’.This makes things way worse because when the goal subsequently… pic.twitter.com/wfRjKKBtsL— Ben Jacobs (@JacobsBen) September 30, 2023 Hann sendi því skilaboð niður á völl að búið væri að skoða atvikið og leikur ætti að halda áfram. Það er algjörlega óljóst hvers vegna hann ákvað ekki að stöðva leikinn strax og hann áttaði sig á mistökum sínum, eða hvort hann hafi ekki leyfi til þess að leiðrétta mistök strax eftir á. Í reglugerðinni segir að VAR má ekki stöðva leik nema um sé að ræða mistök þar sem vitlaus leikmaður fékk spjald eða mögulegt rautt spjald vegna brots sem dómari missti af. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Tottenham vann Liverpool 2-1 á heimavelli í gær í leik þar sem tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Þegar staðan var enn markalaus í fyrri hálfleik og aðeins eitt rautt spjald var farið á loft tókst Luis Diaz að koma gestunum frá Liverpool yfir. Sjá má í endursýningu að markið var með öllu löglegt en línuvörður á vellinum flaggaði leikmanninn rangstæðan. Dómarasamtökin sendu frá sér yfirlýsingu strax eftir leik þar sem viðurkennt var að mistök hefðu átt sér stað, dómarar í VAR herberginu hefðu átt að stíga inn og leyfa markið. Nú er hins vegar komin sú flétta í málið að Darren England, VAR dómari leiksins, hélt að markið hefði staðið. Þ.e.a.s. hann vissi ekki að línuvörðurinn hefði dæmt rangstöðu og stóð í þeirri trú að Liverpool væri búið að skora og ekkert meir þyrfti um það að segja. PGMOL now saying lines were drawn, checking protocol was carried out correctly, but Darren England lost sight of the on-field decision thinking a goal had been given and thus upheld it with a quick ‘check complete’.This makes things way worse because when the goal subsequently… pic.twitter.com/wfRjKKBtsL— Ben Jacobs (@JacobsBen) September 30, 2023 Hann sendi því skilaboð niður á völl að búið væri að skoða atvikið og leikur ætti að halda áfram. Það er algjörlega óljóst hvers vegna hann ákvað ekki að stöðva leikinn strax og hann áttaði sig á mistökum sínum, eða hvort hann hafi ekki leyfi til þess að leiðrétta mistök strax eftir á. Í reglugerðinni segir að VAR má ekki stöðva leik nema um sé að ræða mistök þar sem vitlaus leikmaður fékk spjald eða mögulegt rautt spjald vegna brots sem dómari missti af.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45