Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. október 2023 17:01 Getty Images Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. Unnusta prestsins lét biskupinn vita Unnusta prestsins fór á biskupsskrifstofuna í Melilla, sem er spænsk nýlenda í Marokkó, í byrjun janúar, til þess að tilkynna að hún væri unnusta hans sem og til að láta vita af því að hún hefði fundið harðan disk á heimili prestsins þar sem væru upptökur af honum í samförum við konur sem ekki virtust vera með meðvitund. Engin viðbrögð, bara færður til í starfi Einu viðbrögð biskupsins voru að færa prestinn til í starfi. Hann var fluttur til lítilla bæja á Suður-Spáni og þar með taldi biskup sig ekki þurfa að aðhafast frekar. Biskupinn heldur því fram að konan hafi alls ekki tilkynnt um neinar myndbandaupptökur á hörðum diski, heldur eingöngu tjáð sér að hún og presturinn byggju saman. Presturinn var handtekinn í byrjun september, þá hafði unnustan fengið sig fullsadda af aðgerðaleysi kirkjunnar og lét lögregluna fá harða diskinn. Nokkrum dögum síðar svipti kirkjan hann hempunni og nú situr presturinn í gæsluvarðhaldi. Nauðgaði konunum í útilegum Svo virðist sem presturinn hafi verið hluti af trúarlegum vinahópi sem fór reglulega saman í útilegu. Þar notaði hann tækifærið til að byrla vinkonum sínum slævandi lyf og þegar þær höfðu misst meðvitund, þá nauðgaði hann þeim og tók verknaðinn upp á myndband. Þær segja allar að þær hafi ekki haft minnstu hugmynd um það sem gerðist. Lögreglan útilokar ekki að fórnarlömbin séu fleiri. Þessi kynferðisglæpur innan veggja spænsku kirkjunnar er einungis sá nýjasti af hundruðum slíkra á síðustu árum og áratugum sem flett hefur verið ofan af á síðustu misserum. Fordæmdi sjálfur glæpi innan kirkjunnar Presturinn sem nú hefur verið gómaður sagði sjálfur í blaðaviðtali fyrir tæpum áratug, þá rúmlega tvítugur guðfræðinemi að það væri fagnaðarefni að kirkjan væri loksins farin að taka á kynferðisglæpum kirkjunnar manna. Þeir væru smánarblettur á kirkjunni og mikilvægt væri að taka á þeim af hörku. Spánn Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira
Unnusta prestsins lét biskupinn vita Unnusta prestsins fór á biskupsskrifstofuna í Melilla, sem er spænsk nýlenda í Marokkó, í byrjun janúar, til þess að tilkynna að hún væri unnusta hans sem og til að láta vita af því að hún hefði fundið harðan disk á heimili prestsins þar sem væru upptökur af honum í samförum við konur sem ekki virtust vera með meðvitund. Engin viðbrögð, bara færður til í starfi Einu viðbrögð biskupsins voru að færa prestinn til í starfi. Hann var fluttur til lítilla bæja á Suður-Spáni og þar með taldi biskup sig ekki þurfa að aðhafast frekar. Biskupinn heldur því fram að konan hafi alls ekki tilkynnt um neinar myndbandaupptökur á hörðum diski, heldur eingöngu tjáð sér að hún og presturinn byggju saman. Presturinn var handtekinn í byrjun september, þá hafði unnustan fengið sig fullsadda af aðgerðaleysi kirkjunnar og lét lögregluna fá harða diskinn. Nokkrum dögum síðar svipti kirkjan hann hempunni og nú situr presturinn í gæsluvarðhaldi. Nauðgaði konunum í útilegum Svo virðist sem presturinn hafi verið hluti af trúarlegum vinahópi sem fór reglulega saman í útilegu. Þar notaði hann tækifærið til að byrla vinkonum sínum slævandi lyf og þegar þær höfðu misst meðvitund, þá nauðgaði hann þeim og tók verknaðinn upp á myndband. Þær segja allar að þær hafi ekki haft minnstu hugmynd um það sem gerðist. Lögreglan útilokar ekki að fórnarlömbin séu fleiri. Þessi kynferðisglæpur innan veggja spænsku kirkjunnar er einungis sá nýjasti af hundruðum slíkra á síðustu árum og áratugum sem flett hefur verið ofan af á síðustu misserum. Fordæmdi sjálfur glæpi innan kirkjunnar Presturinn sem nú hefur verið gómaður sagði sjálfur í blaðaviðtali fyrir tæpum áratug, þá rúmlega tvítugur guðfræðinemi að það væri fagnaðarefni að kirkjan væri loksins farin að taka á kynferðisglæpum kirkjunnar manna. Þeir væru smánarblettur á kirkjunni og mikilvægt væri að taka á þeim af hörku.
Spánn Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira