„Alltaf verið draumur minn að stýra KR“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. október 2023 17:35 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var afar svekktur eftir tap gegn KR 4-3. Óskar fór einnig yfir það hvort hann væri að taka við Haugesund. „Leikurinn fór ekkert endilega frá okkur í uppbótartíma. Mér fannst við bjóða þessu heim í seinni hálfleik og mér fannst við flatir. Við buðum KR upp á að gefa boltann út á kannt og koma honum fyrir sem þeir eru mjög góðir í og kunna það liða best. Þegar við erum ekki með hungrið til að vinna boltann og hungrið til þess að klára þennan leik þá fer svona.“ „Þetta hefur verið saga okkar í deildinni. Við höfum ekki náð að klára leiki og haft drifkraftinn til þess. Frammistaðan í seinni hálfleik var óboðleg.“ Óskar Hrafn er orðaður við Haugesund og sagði að hann hafi átt samtöl við þá og hann er hungraður í að þjálfa erlendis. „Það er ekkert stórkostlegt í gangi. Ég hef heyrt í þessum mönnum og átt spjall við þá en það er ekki komið lengra en það.“ „Auðvitað vill maður alltaf taka eitt skref í viðbót og það verður að vera rétt og það er ekki auðvelt fyrir íslenska þjálfara að komast erlendis. Reynslan hefur sýnt að það er flókið og erfitt. Það á við um mig eins og leikmennina að það er nauðsynlegt að hafa hungur til staðar til þess að taka næsta skref og það er drifkrafturinn sem keyrir mann áfram bæði mig og leikmennina og alla aðra í kringum þetta.“ „Ég er með tvö ár eftir af samningnum mínum við Breiðablik og ég held mig við það þangað til að annað kemur í ljós.“ Klippa: Alltaf verið draumurinn minn að stýra KR Óskar er uppalinn KR-ingur og var spurður hvort hann hafi áhuga á þjálfarastarfi KR. „Ég er KR-ingur og bjó fyrstu 23 ár ævi minnar í blokkunum hérna við völlinn. Auðvitað hefur alltaf verið draumur minn að stýra KR en hvenær og hvort það gerist. Núna eru menn að kveðja frábæran þjálfara og ég sé á eftir honum sem KR-ingur en mér finnst ótímabært að tala um það samningsbundinn Breiðabliki en ég er KR-ingur og vill þessu félagi allt það besta,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. KR Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Sjá meira
„Leikurinn fór ekkert endilega frá okkur í uppbótartíma. Mér fannst við bjóða þessu heim í seinni hálfleik og mér fannst við flatir. Við buðum KR upp á að gefa boltann út á kannt og koma honum fyrir sem þeir eru mjög góðir í og kunna það liða best. Þegar við erum ekki með hungrið til að vinna boltann og hungrið til þess að klára þennan leik þá fer svona.“ „Þetta hefur verið saga okkar í deildinni. Við höfum ekki náð að klára leiki og haft drifkraftinn til þess. Frammistaðan í seinni hálfleik var óboðleg.“ Óskar Hrafn er orðaður við Haugesund og sagði að hann hafi átt samtöl við þá og hann er hungraður í að þjálfa erlendis. „Það er ekkert stórkostlegt í gangi. Ég hef heyrt í þessum mönnum og átt spjall við þá en það er ekki komið lengra en það.“ „Auðvitað vill maður alltaf taka eitt skref í viðbót og það verður að vera rétt og það er ekki auðvelt fyrir íslenska þjálfara að komast erlendis. Reynslan hefur sýnt að það er flókið og erfitt. Það á við um mig eins og leikmennina að það er nauðsynlegt að hafa hungur til staðar til þess að taka næsta skref og það er drifkrafturinn sem keyrir mann áfram bæði mig og leikmennina og alla aðra í kringum þetta.“ „Ég er með tvö ár eftir af samningnum mínum við Breiðablik og ég held mig við það þangað til að annað kemur í ljós.“ Klippa: Alltaf verið draumurinn minn að stýra KR Óskar er uppalinn KR-ingur og var spurður hvort hann hafi áhuga á þjálfarastarfi KR. „Ég er KR-ingur og bjó fyrstu 23 ár ævi minnar í blokkunum hérna við völlinn. Auðvitað hefur alltaf verið draumur minn að stýra KR en hvenær og hvort það gerist. Núna eru menn að kveðja frábæran þjálfara og ég sé á eftir honum sem KR-ingur en mér finnst ótímabært að tala um það samningsbundinn Breiðabliki en ég er KR-ingur og vill þessu félagi allt það besta,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
KR Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Sjá meira