Þá er það #kennaravikan Magnús Þór Jónsson skrifar 2. október 2023 07:32 Þann 5. október ár hvert er haldið upp á Alþjóðadag kennara. Frá árinu 1994 hefur kennaradagurinn verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði UNESCO, UNICEF og Alþjóðasamtaka kennara EI (Education International). Innan alþjóðasamtakanna eru samtök evrópskra kennarafélaga, samtök sem bera skammstöfunina ETUCE, og er Kennarasamband Íslands virkt í starfi þeirra. ETUCE leggja að þessu sinni upp með að vikuna alla eigi kennarastarfið skilið athygli um leið og kynnt eru þau tíu meginatriði sem samtökin telja vera lykilatriði í starfi kennarans, mikilvæg til að starfið verði eftirsóknarvert, efli vellíðan og starfsanda sem leiðir af sér góðan árangur og auki gæði menntunar. Þau eru: 1.Tryggja faglegt sjálfstæði og akademískt frelsi skólafólks. 2.Hafa samvinnu og sameiningu að leiðarljósi við störf innan menntastofnana og ‐kerfa. 3.Bjóða mannsæmandi laun og koma í veg fyrir launamisrétti. 4.Tryggja góð og traust vinnuskilyrði og stuðla að velferð kennara. 5.Stýra vinnuálagi og vinnutímum. 6.Skapa vinnuumhverfi sem laðar að nýliða og stuðlar að því að starfsfólk haldist í starfi. 7.Tryggja rétt til vandaðrar kennaramenntunar án aðgreiningar og stöðugrar þróunar í starfi. 8.Fást við áskoranir á sviði jafnréttismála innan kennarastéttarinnar. 9.Stuðla að virkri og faglegri umræðu. 10.Valdefla kennarastéttina. Við hjá Kennarasambandi Íslands tökum virkan þátt í kennaravikunni og er hápunktur vikunnar Skólamálaþing okkar þann 4. október. Yfirskrift þingsins þetta árið er: „Með opnum örmum, hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna“, verkefni sem hefur stöðugt aukið vægi innan íslenskra skóla. Atriðin 10 frá ETUCE tala beint inn í íslenskan raunveruleika og í kennaravikunni er ætlun okkar hjá KÍ að varpa ljósi á þau á meðal félagsfólks okkar sem og í samfélaginu öllu. Við munum á netmiðlum okkar birta samtöl við lykilfólk í íslenskum stjórnmálum um tíu punkta ETUCE, á sama tíma og við skorum á alla kennara að ræða þau sín á milli á kaffistofunum og í sínu nærumhverfi, kennarastarfinu til heilla. Kennarastarfið er göfugt starf. Menntun er undirstaða hvers samfélags og það eru forréttindi að sinna því starfi að efla sitt samfélag. Í kennaravikunni treysti ég því að við sem sinnum því starfi eflum sýnileika starfsins okkar með fréttum af öllu því jákvæða sem býr í íslenskum skólum og á meðal nemenda okkar. Ég skora á okkur að nýta samfélagsmiðla á jákvæðan hátt, við leggjum upp með nota myllumerkið #kennaravikan í þeim fréttum sem við ætlum að birta næstu dagana og ég skora á kennara að nota það einnig á næstu dögum. Til hamingju með daginn á fimmtudaginn allir kennarar! Höfndur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Mest lesið Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. október ár hvert er haldið upp á Alþjóðadag kennara. Frá árinu 1994 hefur kennaradagurinn verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði UNESCO, UNICEF og Alþjóðasamtaka kennara EI (Education International). Innan alþjóðasamtakanna eru samtök evrópskra kennarafélaga, samtök sem bera skammstöfunina ETUCE, og er Kennarasamband Íslands virkt í starfi þeirra. ETUCE leggja að þessu sinni upp með að vikuna alla eigi kennarastarfið skilið athygli um leið og kynnt eru þau tíu meginatriði sem samtökin telja vera lykilatriði í starfi kennarans, mikilvæg til að starfið verði eftirsóknarvert, efli vellíðan og starfsanda sem leiðir af sér góðan árangur og auki gæði menntunar. Þau eru: 1.Tryggja faglegt sjálfstæði og akademískt frelsi skólafólks. 2.Hafa samvinnu og sameiningu að leiðarljósi við störf innan menntastofnana og ‐kerfa. 3.Bjóða mannsæmandi laun og koma í veg fyrir launamisrétti. 4.Tryggja góð og traust vinnuskilyrði og stuðla að velferð kennara. 5.Stýra vinnuálagi og vinnutímum. 6.Skapa vinnuumhverfi sem laðar að nýliða og stuðlar að því að starfsfólk haldist í starfi. 7.Tryggja rétt til vandaðrar kennaramenntunar án aðgreiningar og stöðugrar þróunar í starfi. 8.Fást við áskoranir á sviði jafnréttismála innan kennarastéttarinnar. 9.Stuðla að virkri og faglegri umræðu. 10.Valdefla kennarastéttina. Við hjá Kennarasambandi Íslands tökum virkan þátt í kennaravikunni og er hápunktur vikunnar Skólamálaþing okkar þann 4. október. Yfirskrift þingsins þetta árið er: „Með opnum örmum, hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna“, verkefni sem hefur stöðugt aukið vægi innan íslenskra skóla. Atriðin 10 frá ETUCE tala beint inn í íslenskan raunveruleika og í kennaravikunni er ætlun okkar hjá KÍ að varpa ljósi á þau á meðal félagsfólks okkar sem og í samfélaginu öllu. Við munum á netmiðlum okkar birta samtöl við lykilfólk í íslenskum stjórnmálum um tíu punkta ETUCE, á sama tíma og við skorum á alla kennara að ræða þau sín á milli á kaffistofunum og í sínu nærumhverfi, kennarastarfinu til heilla. Kennarastarfið er göfugt starf. Menntun er undirstaða hvers samfélags og það eru forréttindi að sinna því starfi að efla sitt samfélag. Í kennaravikunni treysti ég því að við sem sinnum því starfi eflum sýnileika starfsins okkar með fréttum af öllu því jákvæða sem býr í íslenskum skólum og á meðal nemenda okkar. Ég skora á okkur að nýta samfélagsmiðla á jákvæðan hátt, við leggjum upp með nota myllumerkið #kennaravikan í þeim fréttum sem við ætlum að birta næstu dagana og ég skora á kennara að nota það einnig á næstu dögum. Til hamingju með daginn á fimmtudaginn allir kennarar! Höfndur er formaður Kennarasambands Íslands
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun