Hinn grimmi húsbóndi Jón Ingi Hákonarson skrifar 2. október 2023 08:01 Ég held að það sé bara best að þið takið verðtryggt lán, já og lengið í lánunum. Þetta eru ráðleggingar Seðlabankastjóra til millistéttarinnar. Það gengur bara svo vel í efnahagslífinu að við ráðum ekki neitt við neitt, við erum fórnalömb velgengninnar. Hér er einmitt kjarni málsins, millistéttin borgar alltaf brúsann hvort heldur gangi vel eða illa. Millistéttin borgaði fyrir Hrunið með því að tapa nánast öllu eigin fé, með því að greiða hærri vexti, hærra verð fyrir matarkörfuna, hærri skatta og margir misstu heimili sín. Undanfarið höfum við búið við mikið þensluástand í atvinnulífinu. Þenslan kallar á mikinn mannafla sem eykur umsvif og þar með hagvöxt en hagvöxtur á Íslandi, þegar horft er til hagvaxtar á hvern íbúa, er hann með því minnsta sem gerist eða 0,7% og þetta gerist í tæplega 8% veðbólgu og 9% stýrivaxtastigi. Við erum með öðrum orðum að keyra ansi hratt á sumardekkjum í hálku. Bílstjórinn segir að hraðinn og hálkan komi sér ekki við og aðstoðarbílstjórinn er búinn að missa trúna á bremsubúnaði bílsins. Þessi bíltúr getur bara endað á einn veg og það er úti í skurði. Bílstjórinn vonar að skurðurinn verði mjúkur, millistéttin í aftursætinu spennir beltin og bíður þess sem koma skal. Flestar efnahagsbólur byrja á fasteignamarkaði, sáum það þegar síðasta bóla sprakk 2008. Í dag eru afleiðingar hagstjórnarinnar þær að húsnæðisskortur verður hér viðvarandi vandamál um langt skeið. Þetta getur bara endað á einn veg og það er með ósköpum. Allt tal um annað er bull í bala þegar stefna stjórnvalda er að gera ekki neitt en vona það besta. Millistéttin mun á endanum borga brúsann, hún mun borga fyrir þetta með fátækt á efri árum því hún sér enga leið út úr vandanum en að fara að ráðum Seðlabankastjóra og lengja í lánum sínum og greiða afborganir af láninu sínu fram í andlátið. Draumurinn um gluggapóstslaust ævikvöld fjarlægist með degi hverjum. Krónan er grimmur húsbóndi og heimtar sitt. Hún heldur fólki í hárri greiðslubyrði allt of lengi. Það eru grimm örlög allt of margra að falla úr millistétt í fátækt eða þrældóm á efri árum. Millistéttin hefur alltaf borgað brúsann, efsta lag samfélagsins hefur tök á því að forða verðmætum sínum áður en skellurinn kemur. Efsta lagið flýgur brott á vængjum vænna skúffufyrirtækja, vitandi vits að millistéttin mun standa sína plikt og taka svo vel á móti erlendum gjaldeyri frá efsta laginu þegar allt er farið í skrúfuna. Og svo hefst hringrásin aftur……………….og aftur…………….og aftur…………………. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Athugasemd ritstjórnar: Í upprunalegri útgáfu greinarinnar var fyrsta setning greinarinnar í gæsalöppum. Gæsalappirnar hafa verið fjarlægðar þar sem ekki hafi verið um beina tilvísun að ræða, heldur hafi höfundur verið að vísa í inntak orða seðlabankastjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að það sé bara best að þið takið verðtryggt lán, já og lengið í lánunum. Þetta eru ráðleggingar Seðlabankastjóra til millistéttarinnar. Það gengur bara svo vel í efnahagslífinu að við ráðum ekki neitt við neitt, við erum fórnalömb velgengninnar. Hér er einmitt kjarni málsins, millistéttin borgar alltaf brúsann hvort heldur gangi vel eða illa. Millistéttin borgaði fyrir Hrunið með því að tapa nánast öllu eigin fé, með því að greiða hærri vexti, hærra verð fyrir matarkörfuna, hærri skatta og margir misstu heimili sín. Undanfarið höfum við búið við mikið þensluástand í atvinnulífinu. Þenslan kallar á mikinn mannafla sem eykur umsvif og þar með hagvöxt en hagvöxtur á Íslandi, þegar horft er til hagvaxtar á hvern íbúa, er hann með því minnsta sem gerist eða 0,7% og þetta gerist í tæplega 8% veðbólgu og 9% stýrivaxtastigi. Við erum með öðrum orðum að keyra ansi hratt á sumardekkjum í hálku. Bílstjórinn segir að hraðinn og hálkan komi sér ekki við og aðstoðarbílstjórinn er búinn að missa trúna á bremsubúnaði bílsins. Þessi bíltúr getur bara endað á einn veg og það er úti í skurði. Bílstjórinn vonar að skurðurinn verði mjúkur, millistéttin í aftursætinu spennir beltin og bíður þess sem koma skal. Flestar efnahagsbólur byrja á fasteignamarkaði, sáum það þegar síðasta bóla sprakk 2008. Í dag eru afleiðingar hagstjórnarinnar þær að húsnæðisskortur verður hér viðvarandi vandamál um langt skeið. Þetta getur bara endað á einn veg og það er með ósköpum. Allt tal um annað er bull í bala þegar stefna stjórnvalda er að gera ekki neitt en vona það besta. Millistéttin mun á endanum borga brúsann, hún mun borga fyrir þetta með fátækt á efri árum því hún sér enga leið út úr vandanum en að fara að ráðum Seðlabankastjóra og lengja í lánum sínum og greiða afborganir af láninu sínu fram í andlátið. Draumurinn um gluggapóstslaust ævikvöld fjarlægist með degi hverjum. Krónan er grimmur húsbóndi og heimtar sitt. Hún heldur fólki í hárri greiðslubyrði allt of lengi. Það eru grimm örlög allt of margra að falla úr millistétt í fátækt eða þrældóm á efri árum. Millistéttin hefur alltaf borgað brúsann, efsta lag samfélagsins hefur tök á því að forða verðmætum sínum áður en skellurinn kemur. Efsta lagið flýgur brott á vængjum vænna skúffufyrirtækja, vitandi vits að millistéttin mun standa sína plikt og taka svo vel á móti erlendum gjaldeyri frá efsta laginu þegar allt er farið í skrúfuna. Og svo hefst hringrásin aftur……………….og aftur…………….og aftur…………………. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Athugasemd ritstjórnar: Í upprunalegri útgáfu greinarinnar var fyrsta setning greinarinnar í gæsalöppum. Gæsalappirnar hafa verið fjarlægðar þar sem ekki hafi verið um beina tilvísun að ræða, heldur hafi höfundur verið að vísa í inntak orða seðlabankastjóra.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun