Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2023 09:01 Mohamed Salah og félagar í Liverpool töpuðu sínum fyrsta leik um helgina en þótti á sér brotið. Getty/Ryan Pierse Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool var fórnarlamb mistaka myndbandadómara um helgina þegar löglegt mark var dæmt af liðinu í tapleik á móti Tottenham. Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Liverpool var nýbúið að missa Curtis Jones af velli með rautt spjald þegar Luis Diaz kom liðinu í 1-0. Niðurstaða Varsjárinnar var hins vegar rangstæða og markið var dæmt af. Tottenham komst síðan yfir fljótlega í kjölfarið. Liverpool Football Club acknowledges PGMOL s admission of their failures last night. It is clear that the correct application of the laws of the game did not occur, resulting in sporting integrity being undermined.— Liverpool FC (@LFC) October 1, 2023 Þegar sönnunargögnin komu fram í dagsljósið var það ljóst öllum sem vildu sjá að Diaz var réttstæður og markið átti því að standa. Stuðningsmenn og fjölmiðlar hneyksluðust á ákvörðun myndbandadómarana en Liverpool endaði á því að tapa leiknum á sjálfsmarki á lokasekúndunum. Enska úrvalsdeildin hefur beðist formlega afsökunar á mistökum dómara sinna en Liverpool sættir sig ekki við að málið endi þar. Dómararnir sem voru í VAR-herberginu voru sendir í skammarkrókinn og teknir af næstu verkefnum en Liverpool vill leita réttar síns. Í yfirlýsingu félagsins segir að með þessu hafi verið grafið undir heiðarleika íþróttanna og Liverpool ætli að kanna hvað sé í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í þetta leiðinlega mál. Mannleg mistök voru skýringin á mistökunum en mynbandadómarinn taldi sig við vera staðfesta að ekki hafi verið rangstaða en ekki að það hafi verið rangstaða. Liverpool segir að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar sé óásættanleg og kallar eftir rannsókn með fullu gagnsæi. Key points from Liverpool's statement after PGMOL apologised for their mistake at the weekend "Exploring a range of options given clear need for escalation and resolution." pic.twitter.com/fwjqYSDmKy— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2023 Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool var fórnarlamb mistaka myndbandadómara um helgina þegar löglegt mark var dæmt af liðinu í tapleik á móti Tottenham. Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Liverpool var nýbúið að missa Curtis Jones af velli með rautt spjald þegar Luis Diaz kom liðinu í 1-0. Niðurstaða Varsjárinnar var hins vegar rangstæða og markið var dæmt af. Tottenham komst síðan yfir fljótlega í kjölfarið. Liverpool Football Club acknowledges PGMOL s admission of their failures last night. It is clear that the correct application of the laws of the game did not occur, resulting in sporting integrity being undermined.— Liverpool FC (@LFC) October 1, 2023 Þegar sönnunargögnin komu fram í dagsljósið var það ljóst öllum sem vildu sjá að Diaz var réttstæður og markið átti því að standa. Stuðningsmenn og fjölmiðlar hneyksluðust á ákvörðun myndbandadómarana en Liverpool endaði á því að tapa leiknum á sjálfsmarki á lokasekúndunum. Enska úrvalsdeildin hefur beðist formlega afsökunar á mistökum dómara sinna en Liverpool sættir sig ekki við að málið endi þar. Dómararnir sem voru í VAR-herberginu voru sendir í skammarkrókinn og teknir af næstu verkefnum en Liverpool vill leita réttar síns. Í yfirlýsingu félagsins segir að með þessu hafi verið grafið undir heiðarleika íþróttanna og Liverpool ætli að kanna hvað sé í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í þetta leiðinlega mál. Mannleg mistök voru skýringin á mistökunum en mynbandadómarinn taldi sig við vera staðfesta að ekki hafi verið rangstaða en ekki að það hafi verið rangstaða. Liverpool segir að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar sé óásættanleg og kallar eftir rannsókn með fullu gagnsæi. Key points from Liverpool's statement after PGMOL apologised for their mistake at the weekend "Exploring a range of options given clear need for escalation and resolution." pic.twitter.com/fwjqYSDmKy— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2023
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira