María Rut verður framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2023 10:51 María Rut Reynisdóttir hefur mikla reynslu af störfum í íslensku tónlistarlífi. Stjórn Tónlistarmiðstöðvar Íslands hefur ráðið Maríu Rut Reynisdóttur, skrifstofustjóra menningarmála hjá Reykjavíkurborg sem framkvæmdastjóra nýrrar Tónlistarmiðstöðvar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónlistarmiðstöð. Þar segir að Tónlistarmiðstöð sé stofnuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar. Með henni sé stigið stórt skref í áttina að því að veita listgreininni aukið vægi og til að greiða leið íslensks tónlistarfólks, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin var formlega stofnuð þann 15. ágúst síðastliðinn. María Rut hefur frá árinu 2008 helgað sig störfum í listum og menningu, einkum tónlist, og hefur víðtæka reynslu sem menningarstjórnandi og sérfræðingur í menningarmálum. María var umboðsmaður Ásgeirs Trausta árin 2012-2017 og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna um fjögurra ára skeið. Árið 2017 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg og leiddi starf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur á mótunarárum verkefnisins eða frá 2017 til 2022. Hún starfar nú sem skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. „Það er einstaklega spennandi áskorun að fá að leiða nýja Tónlistarmiðstöð og vinna að hag íslenskrar tónlistar um land allt sem og erlendis. Stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stórt skref fyrir íslenskt tónlistarlíf og þar sameinast Útón, Tónverkamiðstöð og hið nýja Inntón undir einum og sama hattinum þar sem unnið verður að því að efla allar hliðar tónlistarlífsins,“ segir María Rut. Hún hlakki til að taka til starfa. „Það er mikill fengur að fá Maríu Rut til að leiða starfsemina Hún hefur mikla yfirsýn yfir greinina og hún nýtur trausts þvert á stefnur og strauma,“ segir Einar Bárðarson formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvarinnar. Stjórn hennar skipa auk hans þau Sólrún Sumarliðadóttir, Ásmundur Jónsson, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Gunnar Hrafnsson, Páll Ragnar Pálsson og Sigrún Grendal. María sat í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss 2022 - 2023 og var um tíma sendiherra Norræna menningarsjóðsins hér á landi. María var annar tveggja höfunda skýrslunnar um áhrif Covid á íslenskan tónlistariðnað sem kom út árið 2020 og hún sat í starfshóp um stofnun tónlistarmiðstöðvar sem menningar- og viðskiptaráðherra skipaði árið 2021. María er útskrifaður KaosPilot frá KaosPilot-skólanum í Árósum í Danmörku (Enterprising leadership and creative project, process and business design) og er að auki með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Stofnaðilar Tónlistarmiðstöðvar eru STEF, Félag hljómplötuframleiðenda, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Tónskáldafélag Íslands, auk menningar- og viðskiptaráðherra f.h. ríkissjóðs. Öll félögin eiga fulltrúa í stjórninni. Tónlistarmiðstöð starfar samkvæmt nýjum tónlistarlögum, nr. 33/2023. Tónlist Vistaskipti Menning Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Þar segir að Tónlistarmiðstöð sé stofnuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar. Með henni sé stigið stórt skref í áttina að því að veita listgreininni aukið vægi og til að greiða leið íslensks tónlistarfólks, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin var formlega stofnuð þann 15. ágúst síðastliðinn. María Rut hefur frá árinu 2008 helgað sig störfum í listum og menningu, einkum tónlist, og hefur víðtæka reynslu sem menningarstjórnandi og sérfræðingur í menningarmálum. María var umboðsmaður Ásgeirs Trausta árin 2012-2017 og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna um fjögurra ára skeið. Árið 2017 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg og leiddi starf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur á mótunarárum verkefnisins eða frá 2017 til 2022. Hún starfar nú sem skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. „Það er einstaklega spennandi áskorun að fá að leiða nýja Tónlistarmiðstöð og vinna að hag íslenskrar tónlistar um land allt sem og erlendis. Stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stórt skref fyrir íslenskt tónlistarlíf og þar sameinast Útón, Tónverkamiðstöð og hið nýja Inntón undir einum og sama hattinum þar sem unnið verður að því að efla allar hliðar tónlistarlífsins,“ segir María Rut. Hún hlakki til að taka til starfa. „Það er mikill fengur að fá Maríu Rut til að leiða starfsemina Hún hefur mikla yfirsýn yfir greinina og hún nýtur trausts þvert á stefnur og strauma,“ segir Einar Bárðarson formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvarinnar. Stjórn hennar skipa auk hans þau Sólrún Sumarliðadóttir, Ásmundur Jónsson, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Gunnar Hrafnsson, Páll Ragnar Pálsson og Sigrún Grendal. María sat í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss 2022 - 2023 og var um tíma sendiherra Norræna menningarsjóðsins hér á landi. María var annar tveggja höfunda skýrslunnar um áhrif Covid á íslenskan tónlistariðnað sem kom út árið 2020 og hún sat í starfshóp um stofnun tónlistarmiðstöðvar sem menningar- og viðskiptaráðherra skipaði árið 2021. María er útskrifaður KaosPilot frá KaosPilot-skólanum í Árósum í Danmörku (Enterprising leadership and creative project, process and business design) og er að auki með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Stofnaðilar Tónlistarmiðstöðvar eru STEF, Félag hljómplötuframleiðenda, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Tónskáldafélag Íslands, auk menningar- og viðskiptaráðherra f.h. ríkissjóðs. Öll félögin eiga fulltrúa í stjórninni. Tónlistarmiðstöð starfar samkvæmt nýjum tónlistarlögum, nr. 33/2023.
Tónlist Vistaskipti Menning Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira