Skóreimum stolið á Höfn í Hornafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2023 20:05 Stígvéla- og skómaður á Höfn í Hornafirði, Hrafn Margeir Heimisson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Höfn í Hornafirði kippa sér ekkert upp við öll stígvélin og skóna sem íbúi á staðnum er með sýnis á steinvegg við garð sinn en ferðamenn, sem sækja staðinn heim verða alltaf jafn hissa og mynda stígvélin og skóna í gríð og erg. Reimunum er þó oft stolið. Hér erum við að tala um Hafnarbraut 26 á Höfn þar sem Hrafn Margeir Heimisson sjómaður býr. Stígvélin og skórnir í garðinum hans vekja alltaf mikla athygli þó heimamenn séu hættir að kippa sér upp við uppátæki Hrafns. En hvaðan koma allir skórnir? „Ég átti nú suma og svo hefur annað verið skilið eftir hér og fólk bætt þannig við söfnunina hjá mér, það eru þó mest gönguskór,“ segir Hrafn Margeir og bætir við. „Svo eru nú einhverjir sem fjarlægja alltaf eitthvað, það hverfa stígvél og skór annars slagið og svo bætist í hópinn annars staðar.“ En hvernig datt þér þetta í hug? „Það vantaði bara bút hér í girðinguna og þess vegna var þetta upplagt. Stígvélin og skórnir vekja alltaf mikla athygli hjá ferðamönnunum, þeim finnst gaman að taka myndir af þessu,“ segir Hrafn Margeir. Stígvélin eru litskrúðug og vekja alltaf mikla athygli, eins og skórnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafn segist oft hafa lent í því að reimunum úr skónum á veggnum er stolið. „Já, þær hverfa alltaf eitthvað en nú er ég byrjaður að líma reimarnar ef ég set nýja skó á vegginn.“ Hrafn hefur oft lent í því að reimunum er stolið úr skónum en nú er hann farin að líma þær fastar til að bregðast við þjófnaðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En má fólk koma með skóna sína og setja hérna? „Ég er ekkert að mælast til þess, ég á fullan kassa af skóm, ef ég vil eitthvað, ég þarf að fara að grisja í þessu hjá mér,“ segir Hrafn Margeir glottandi. En hvað finnst bæjarbúum um þetta ? „Ég hef svo sem ekkert spurt að því en það er misjafnt hvað fólki finnst fallegt. Ég hef gaman að því að vera öðruvísi en aðrir.“ Hrafn segist ekkert kippa sér við það þegar fólk er að mynda skótauið á veggnum og hann er ánægður með alla þá ferðamenn, sem sækja Höfn heim. „Það er fínt, ég veit ekki hvernig við værum stödd ef þeir væru ekki hérna til að hressa upp á fjárhaginn, þeir bjarga öllu“, segir Hrafn Margeir, íbúi á Höfn. Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Hér erum við að tala um Hafnarbraut 26 á Höfn þar sem Hrafn Margeir Heimisson sjómaður býr. Stígvélin og skórnir í garðinum hans vekja alltaf mikla athygli þó heimamenn séu hættir að kippa sér upp við uppátæki Hrafns. En hvaðan koma allir skórnir? „Ég átti nú suma og svo hefur annað verið skilið eftir hér og fólk bætt þannig við söfnunina hjá mér, það eru þó mest gönguskór,“ segir Hrafn Margeir og bætir við. „Svo eru nú einhverjir sem fjarlægja alltaf eitthvað, það hverfa stígvél og skór annars slagið og svo bætist í hópinn annars staðar.“ En hvernig datt þér þetta í hug? „Það vantaði bara bút hér í girðinguna og þess vegna var þetta upplagt. Stígvélin og skórnir vekja alltaf mikla athygli hjá ferðamönnunum, þeim finnst gaman að taka myndir af þessu,“ segir Hrafn Margeir. Stígvélin eru litskrúðug og vekja alltaf mikla athygli, eins og skórnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafn segist oft hafa lent í því að reimunum úr skónum á veggnum er stolið. „Já, þær hverfa alltaf eitthvað en nú er ég byrjaður að líma reimarnar ef ég set nýja skó á vegginn.“ Hrafn hefur oft lent í því að reimunum er stolið úr skónum en nú er hann farin að líma þær fastar til að bregðast við þjófnaðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En má fólk koma með skóna sína og setja hérna? „Ég er ekkert að mælast til þess, ég á fullan kassa af skóm, ef ég vil eitthvað, ég þarf að fara að grisja í þessu hjá mér,“ segir Hrafn Margeir glottandi. En hvað finnst bæjarbúum um þetta ? „Ég hef svo sem ekkert spurt að því en það er misjafnt hvað fólki finnst fallegt. Ég hef gaman að því að vera öðruvísi en aðrir.“ Hrafn segist ekkert kippa sér við það þegar fólk er að mynda skótauið á veggnum og hann er ánægður með alla þá ferðamenn, sem sækja Höfn heim. „Það er fínt, ég veit ekki hvernig við værum stödd ef þeir væru ekki hérna til að hressa upp á fjárhaginn, þeir bjarga öllu“, segir Hrafn Margeir, íbúi á Höfn.
Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira