Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður rætt við þingmann Pírata sem er afar gagnrýninn á fyrirhugaðar breytingar á lögum um útlendinga. 

Þá heyrum við í Breka Karlssyni formanni Neytendasamtakanna sem segir að ekki þurfi fleiri lög eða reglur um fjármálakerfið heldur betra og aukið eftirlit.

Einnig fjöllum við um kvennaverkfallið sem boðað hefur verið eftir þrjár vikur, eða á kvennafrídaginn 24. október.

Að auki verður rætt við heilbrigðisráðherra sem segir að aðstoð við stækkandi hóp ungmenna sem fer ótímabært á örorku hafi verið brotakennd en að nýr samningur um aukna þjónustu marki mikil tímamót.

Og í heimi íþróttanna er það helst að frétta að Elísabet Gunnarsdóttir tilkynnti um starfslok sín hjá Kristianstad í gær og Stjarnan tryggði sér Evrópusæti í gær með sigri á Íslandsmeisturunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×