Bílabrunarnir á Akureyri: Karlmaður kærður fyrir hótanir í garð sakbornings Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. október 2023 19:05 Tveir bílabrunar urðu á Akureyri um miðjan september. Grunað er að um íkveikjur ræði. Vísir/Vilhelm Foreldrar sautján ára stráks sem grunaður er um eina af tveimur meintum íkveikjum á Akureyri um miðjan september hafa kært karlmann fyrir hótanir í garð stráksins í aðdraganda brunanna. Eigendur bíla sem urðu fyrri íkveikjunni að bráð hafa enn ekki verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Aðfaranótt 8. september var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um eldsvoða í bifreið í Naustahverfi. Sjö klukkustundum síðar var tilkynnt um annan bílaruna í sama hverfi. Lögregla handtók fimm manns í tengslum við málið, en talið er að um íkveikjur ræði. Í tilkynningu sagðist lögregla sjá fram á umfangsmikla rannsókn. Lögreglan á Norðurlandi Eystra staðfesti við RÚV, sem greindi fyrst frá, að tveimur þeirra sem handteknir voru var sleppt daginn eftir og hinir þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einn þeirra er sautján ára drengur en hann var vistaður í úrræði á vegum barnaverndar. Drengurinn er grunaður um aðild að fyrri íkveikjunni en samkvæmt verjanda hans neitar hann sök. Sigurður Freyr Sigurðsson, verjandi stráksins, staðfesti í samtali við Vísi að enginn þeirra bíleigenda sem urðu fyrir fyrri brunanum hafi verið boðaðir í skýrslutöku og að bíll í eigu foreldra drengsins hafi brunnið. Foreldrarnir hafi nú engar upplýsingar um gang mála. Þá staðfesti hann að foreldrar drengsins hafi lagt fram kæru á hendur karlmanns fyrir hótanir í garð hans í aðdraganda brunans. Hótanirnar hafi bæði komið fram í samfélagsmiðlafærslu og í símtölum. Maðurinn á að hafa birt mynd af drengnum og sagt eitthvað í þá átt að hann ætti stefnumót með honum. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra sagði lögreglu hafa talað við alla sem málið snertir, í samtali við RÚV. Þá gat hann ekki tjáð sig um hvort lögregla ætti eftir að boða einhvern í skýrslutöku á ný. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Aðfaranótt 8. september var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um eldsvoða í bifreið í Naustahverfi. Sjö klukkustundum síðar var tilkynnt um annan bílaruna í sama hverfi. Lögregla handtók fimm manns í tengslum við málið, en talið er að um íkveikjur ræði. Í tilkynningu sagðist lögregla sjá fram á umfangsmikla rannsókn. Lögreglan á Norðurlandi Eystra staðfesti við RÚV, sem greindi fyrst frá, að tveimur þeirra sem handteknir voru var sleppt daginn eftir og hinir þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einn þeirra er sautján ára drengur en hann var vistaður í úrræði á vegum barnaverndar. Drengurinn er grunaður um aðild að fyrri íkveikjunni en samkvæmt verjanda hans neitar hann sök. Sigurður Freyr Sigurðsson, verjandi stráksins, staðfesti í samtali við Vísi að enginn þeirra bíleigenda sem urðu fyrir fyrri brunanum hafi verið boðaðir í skýrslutöku og að bíll í eigu foreldra drengsins hafi brunnið. Foreldrarnir hafi nú engar upplýsingar um gang mála. Þá staðfesti hann að foreldrar drengsins hafi lagt fram kæru á hendur karlmanns fyrir hótanir í garð hans í aðdraganda brunans. Hótanirnar hafi bæði komið fram í samfélagsmiðlafærslu og í símtölum. Maðurinn á að hafa birt mynd af drengnum og sagt eitthvað í þá átt að hann ætti stefnumót með honum. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra sagði lögreglu hafa talað við alla sem málið snertir, í samtali við RÚV. Þá gat hann ekki tjáð sig um hvort lögregla ætti eftir að boða einhvern í skýrslutöku á ný.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira