Áfram gakk og gefum íslensku séns Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 4. október 2023 07:31 Ekki er loku fyrir það skotið að þú hafir orðið þess áskynja að átakið Gefum íslensku séns-íslenskuvænt samfélag stóð að margvíslegum viðburðum í sumar sem leið. Dagskrá átaksins var nokkuð fjölbreytt. Þátttaka í viðburðum átaksins var, eins og gengur og gerist, misgóð. Það var enda erfitt að etja kappi við veðurblíðuna því margir viðburðanna áttu sér stað innandyra. Það er vel skiljanlegt að ekki hafi alltaf múgur og margmenni mætt. Markmiðið var að hafa sem mest í boði svo þátttökutækifærin væru ærin. Við vildum gefa sem flestum séns á að taka þátt. Augnamiðið var og er að leitast við að blanda saman hópum móðurmálshafa, þeirra sem kunna góð skil á íslensku og þeim sem læra málið og búa til vettvang þar sem málið er notað og það án þess að eitthvað liggi endilega undir. Og aðaláherslan hefir alltaf verið á móðurmálshafann, að freista þess að leiða honum fyrir sjónir hvað máltileinkun felur í sér og eyða ranghugmyndum eins og til dæmis þeim að tungumál lærist bara í skóla eða á námskeiðum, að móðurmálshafinn og þá oft maki aðila sem vill læra málið sé stikkfrír eða geti ekkert gert til að hjálpa til við máltileinkunina. Við trúum því nefnilega og teljum okkur meira að segja vita það með vissu að tungumál lærist ekki nema samfélagið verði eins konar kennslustofa, eða framlenging á kennslustofunni, þar sem íslensku er almennt haldið að fólki, þar sem fólk fær þau skilaboð að gott sé að kunna skil á málinu og hjálp við það. Í fyrra unnum við með hugtakið almannakennari, hugtak sem runnið er undar rifjum Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða. Gengið var út frá þeim punkti að öllum sé unnt að veita liðsinni og það án sérfræðikunnáttu í íslenskri málfræði. Í grunninn veitir maður mesta aðstoð með því að haga máli sínu út frá getu þess sem lærir, maður endurtekur, endurorðar, notar hendur og fætur og þar fram eftir götunum. Lykilorð í þessu samhengi er auðvitað þolinmæði. Slík nálgun er enn í forgrunni ásamt því auðvitað að gefa allra handa íslensku séns, ekki bara þeirri sem fylgir stöðlum. Því ekki má gleymast að vegamikill hluti þess að læra mál er að gera mistök. Að gera mistök er nefnilega í fínu lagi, að beygja rangt, bera ekki rétt fram eða notast við óvenjulega orðaröð er barasta alveg ókei komist skilaboðin til leiðar. Og svo er alltaf möguleiki á því að læra af mistökum sínum. Alltént er deginum ljósara að íslenska lærist ekki eða æfist ekki sé hún ekki notuð og þurfa því tækifæri að vera til staðar. Gefum íslensku séns ætlar klárlega að halda áfram að leitast við að skapa þau tækifæri og vonast til þess að þú veitir átakinu hjálp með því einu að mæta og gefa tíma þinn. Allir viðburðir átaksins hafa verið ókeypis og stefnt er að því að svo megi áfram verða. Um þessar undir erum við að leggja drög að viðburðum þótt ekki sé komin endanleg mynd á þá. En hér er allavega það sem á sér stað á næstunni. 9. október: Þriðja rýmið í Bókasafninu. Öruggt rými til að spjalla á íslensku. Móðurmálshafa, málhafar og málnemar spjalla. 13. október: Kynning á Gefum íslensku séns í samkomuhúsinu í Trékyllisvík í Árneshreppi 19. október: Hraðíslenska á Dokkunni. Hér þarf að skrá sig til leiks með að senda póst á islenska(hja)uw.is 25. október: Villtu vera almannakennari? Hvað þarf ég að gera til að vera almannakennari. Fyrirlestur og spjall. 10. nóvember: Nágrannar – Úkraína. Kynning á Úkraínu með Rauða krossinum. Staðsetning og tímasetning kynnt síðar. 16. nóvember: Hnallþórukaffi: Dagur íslenskrar tungu. Staðsetning, dagskrá og tími auglýst síðar. 23. nóvember: Spurðu um málfræði. Einkum ætlað almannakennurum sem vilja hjálpa þeim sem læra málið en eiga erfitt með að útskýra málfræðina. 1. desember: Meðferðarleg skrif með Gretu Lietuvninkaitė Šuscickė á íslensku Næsta víst er að sitthvað muni bætast í hópinn. Næsta víst er að Gefum íslensku séns er komið til að vera eitthvað áfram og vonandi auðnast átakinu að dreifast um Vestfirði alla svo og landið allt eins og ljúfur vorboði. Vel má og hafa orð á því að margvíslegar fyrirspurnir hafa borist um hvort hægt sé að afrita átakið eða hvort hægt væri að veita liðsinni við að koma einhverju áþekku á laggirnar annars staðar. Æ er vel tekið í slíkar fyrirspurnir enda er enginn höfundarréttur á átakinu og er öllum velkomið að apa eftir og taka það sem þá listir fullfrjálsri hendi. Ef þú hefir hugmyndir sem þú vilt koma á framfæri sendu okkur þá endilega línu á islenska(hjá)uw.is. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla - og menntamál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ekki er loku fyrir það skotið að þú hafir orðið þess áskynja að átakið Gefum íslensku séns-íslenskuvænt samfélag stóð að margvíslegum viðburðum í sumar sem leið. Dagskrá átaksins var nokkuð fjölbreytt. Þátttaka í viðburðum átaksins var, eins og gengur og gerist, misgóð. Það var enda erfitt að etja kappi við veðurblíðuna því margir viðburðanna áttu sér stað innandyra. Það er vel skiljanlegt að ekki hafi alltaf múgur og margmenni mætt. Markmiðið var að hafa sem mest í boði svo þátttökutækifærin væru ærin. Við vildum gefa sem flestum séns á að taka þátt. Augnamiðið var og er að leitast við að blanda saman hópum móðurmálshafa, þeirra sem kunna góð skil á íslensku og þeim sem læra málið og búa til vettvang þar sem málið er notað og það án þess að eitthvað liggi endilega undir. Og aðaláherslan hefir alltaf verið á móðurmálshafann, að freista þess að leiða honum fyrir sjónir hvað máltileinkun felur í sér og eyða ranghugmyndum eins og til dæmis þeim að tungumál lærist bara í skóla eða á námskeiðum, að móðurmálshafinn og þá oft maki aðila sem vill læra málið sé stikkfrír eða geti ekkert gert til að hjálpa til við máltileinkunina. Við trúum því nefnilega og teljum okkur meira að segja vita það með vissu að tungumál lærist ekki nema samfélagið verði eins konar kennslustofa, eða framlenging á kennslustofunni, þar sem íslensku er almennt haldið að fólki, þar sem fólk fær þau skilaboð að gott sé að kunna skil á málinu og hjálp við það. Í fyrra unnum við með hugtakið almannakennari, hugtak sem runnið er undar rifjum Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða. Gengið var út frá þeim punkti að öllum sé unnt að veita liðsinni og það án sérfræðikunnáttu í íslenskri málfræði. Í grunninn veitir maður mesta aðstoð með því að haga máli sínu út frá getu þess sem lærir, maður endurtekur, endurorðar, notar hendur og fætur og þar fram eftir götunum. Lykilorð í þessu samhengi er auðvitað þolinmæði. Slík nálgun er enn í forgrunni ásamt því auðvitað að gefa allra handa íslensku séns, ekki bara þeirri sem fylgir stöðlum. Því ekki má gleymast að vegamikill hluti þess að læra mál er að gera mistök. Að gera mistök er nefnilega í fínu lagi, að beygja rangt, bera ekki rétt fram eða notast við óvenjulega orðaröð er barasta alveg ókei komist skilaboðin til leiðar. Og svo er alltaf möguleiki á því að læra af mistökum sínum. Alltént er deginum ljósara að íslenska lærist ekki eða æfist ekki sé hún ekki notuð og þurfa því tækifæri að vera til staðar. Gefum íslensku séns ætlar klárlega að halda áfram að leitast við að skapa þau tækifæri og vonast til þess að þú veitir átakinu hjálp með því einu að mæta og gefa tíma þinn. Allir viðburðir átaksins hafa verið ókeypis og stefnt er að því að svo megi áfram verða. Um þessar undir erum við að leggja drög að viðburðum þótt ekki sé komin endanleg mynd á þá. En hér er allavega það sem á sér stað á næstunni. 9. október: Þriðja rýmið í Bókasafninu. Öruggt rými til að spjalla á íslensku. Móðurmálshafa, málhafar og málnemar spjalla. 13. október: Kynning á Gefum íslensku séns í samkomuhúsinu í Trékyllisvík í Árneshreppi 19. október: Hraðíslenska á Dokkunni. Hér þarf að skrá sig til leiks með að senda póst á islenska(hja)uw.is 25. október: Villtu vera almannakennari? Hvað þarf ég að gera til að vera almannakennari. Fyrirlestur og spjall. 10. nóvember: Nágrannar – Úkraína. Kynning á Úkraínu með Rauða krossinum. Staðsetning og tímasetning kynnt síðar. 16. nóvember: Hnallþórukaffi: Dagur íslenskrar tungu. Staðsetning, dagskrá og tími auglýst síðar. 23. nóvember: Spurðu um málfræði. Einkum ætlað almannakennurum sem vilja hjálpa þeim sem læra málið en eiga erfitt með að útskýra málfræðina. 1. desember: Meðferðarleg skrif með Gretu Lietuvninkaitė Šuscickė á íslensku Næsta víst er að sitthvað muni bætast í hópinn. Næsta víst er að Gefum íslensku séns er komið til að vera eitthvað áfram og vonandi auðnast átakinu að dreifast um Vestfirði alla svo og landið allt eins og ljúfur vorboði. Vel má og hafa orð á því að margvíslegar fyrirspurnir hafa borist um hvort hægt sé að afrita átakið eða hvort hægt væri að veita liðsinni við að koma einhverju áþekku á laggirnar annars staðar. Æ er vel tekið í slíkar fyrirspurnir enda er enginn höfundarréttur á átakinu og er öllum velkomið að apa eftir og taka það sem þá listir fullfrjálsri hendi. Ef þú hefir hugmyndir sem þú vilt koma á framfæri sendu okkur þá endilega línu á islenska(hjá)uw.is. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar