Nýja hetjan í Madrid: „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2023 13:31 Jude Bellingham fagnar einu marka sinna fyrir Real Madrid. EPA-EFE/David Borrat Jude Bellingham hefur byrjað frábærlega með liði Real Madrid en enski miðjumaðurinn var enn á ný á skotskónum með Real liðinu í Meistaradeildinni í gær. Bellingham var bæði með mark og stoðsendingu í 3-2 sigri á ítölsku meisturunum í Napoli en hvað eftir annað hefur hann tryggt sínu liði sigur í upphafi leiktíðar. Carlo Ancelotti: "Bellingham is incredible. And what surprises me about Jude Bellingham is that he is only 20 years old!"."His quality, maturity and character are incredible for his age". pic.twitter.com/5wkF3xACyY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 4, 2023 Bellingham er nú kominn með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum á tímabilinu og hann er miðjumaður. Markið sem hann skoraði á móti Napoli í gær var af betri gerðinni og eru sumir á því að það verði tilnefnt til Puskas verðlaunanna sem flottasta mark ársins. Bellingham fékk boltann fjörutíu metra frá marki, fór fram hjá mörgum varnarmönnum Napoli og skoraði síðan með laglegu skoti. Real keypti hann á 103 milljónir evra frá Borussia Dortmund í sumar en þessi tuttugu ára leikmaður hefur heldur betur staðið undir þeim verðmiða. Spænsku miðlarnir voru líka að missa sig í aðdáun sinni í morgun. „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ hljómaði ein og „Þetta var eins og Maradona“ hljómaði önnur. „Ég hafði trú á sjálfum mér en ég vissi ekki að þetta yrði svona gott. Ég á teyminu og liðsfélögunum mikið að þakka,“ sagði Jude Bellingham eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í samanburð við Diego Maradona þá var Bellingham fljótur að tala hlutina niður. „Það er aðeins of mikið. Þetta var flott mark. Af því sem ég hef séð á YouTube og í heimildarmyndum þá hafði hann aðeins meiri gæði en ég, eða miklu meiri réttara sagt. Ég er bara að reyna að skila til liðsins með hætti Jude,“ sagði Bellingham. „Þetta er kannski eitt af mínum bestu mörkum. Við vorum að mæta frábæru liði og á frábærum leikvangi. Mikilvægast er að vinna leikinn og að ég náði að skila mínu þar,“ sagði Bellingham. Read more on Real Madrid's new star man https://t.co/HkK2aQA4Zj— BBC Sport (@BBCSport) October 4, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Sjá meira
Bellingham var bæði með mark og stoðsendingu í 3-2 sigri á ítölsku meisturunum í Napoli en hvað eftir annað hefur hann tryggt sínu liði sigur í upphafi leiktíðar. Carlo Ancelotti: "Bellingham is incredible. And what surprises me about Jude Bellingham is that he is only 20 years old!"."His quality, maturity and character are incredible for his age". pic.twitter.com/5wkF3xACyY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 4, 2023 Bellingham er nú kominn með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum á tímabilinu og hann er miðjumaður. Markið sem hann skoraði á móti Napoli í gær var af betri gerðinni og eru sumir á því að það verði tilnefnt til Puskas verðlaunanna sem flottasta mark ársins. Bellingham fékk boltann fjörutíu metra frá marki, fór fram hjá mörgum varnarmönnum Napoli og skoraði síðan með laglegu skoti. Real keypti hann á 103 milljónir evra frá Borussia Dortmund í sumar en þessi tuttugu ára leikmaður hefur heldur betur staðið undir þeim verðmiða. Spænsku miðlarnir voru líka að missa sig í aðdáun sinni í morgun. „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ hljómaði ein og „Þetta var eins og Maradona“ hljómaði önnur. „Ég hafði trú á sjálfum mér en ég vissi ekki að þetta yrði svona gott. Ég á teyminu og liðsfélögunum mikið að þakka,“ sagði Jude Bellingham eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í samanburð við Diego Maradona þá var Bellingham fljótur að tala hlutina niður. „Það er aðeins of mikið. Þetta var flott mark. Af því sem ég hef séð á YouTube og í heimildarmyndum þá hafði hann aðeins meiri gæði en ég, eða miklu meiri réttara sagt. Ég er bara að reyna að skila til liðsins með hætti Jude,“ sagði Bellingham. „Þetta er kannski eitt af mínum bestu mörkum. Við vorum að mæta frábæru liði og á frábærum leikvangi. Mikilvægast er að vinna leikinn og að ég náði að skila mínu þar,“ sagði Bellingham. Read more on Real Madrid's new star man https://t.co/HkK2aQA4Zj— BBC Sport (@BBCSport) October 4, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn