Lausagöngufé ærir íbúa Vestmannaeyja sem ætluðu að njóta efri áranna Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 07:00 Lausagöngufé í Heimaey hefur gert suma íbúa Vestmanneyjabæjar langþreytta. Féið er til að mynda sagt borða sumarblóm fólks Vísir/Vilhelm Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram. „Þetta ástand hefur verið viðvarandi í nokkur ár en nú í sumar hefur keyrt um þverbak og vart liðið sá dagur að ekki hafi þurft að stugga burt suðfé og þrífa skít og annan ófögnuð sem því fylgir,“ segir í bréfi íbúanna. „Þess utan hefur sama sauðfé étið sumarblóm og annan fróður á lóðum okkar. Þetta fé er allt í eigu fáeinna aðila sem virðast láta sér í léttu rúmi liggja hvernig fé þeirra hagar sér og ættu raunar ekki að hafa leyfi til búfjárhalds.“ Ástandið farið síversnandi Íbúarnir segjast hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna málsins og þau fengið svör um að gengið yrði í málið. Í bréfinu segir að svo virðist sem að það hafi verið gert og ástandið batnað. Síðan hafi það aftur versnað umtalsvert. „En síðan skipti í sama horfið og nú fyrstu vikurnar í september hefur ástandið farið síversnandi,“ segir í bréfinu. Bréfritarar segjast hafa talið þrjátíu til fjörutíu fjár víðsvegar um Heimaey, líkt og inni í Herjólfsdal og á golfvellinum. Þau segja því fleiri ekki hafa farið varhluta af vandamálinu. Til að mynda hafi formaður golfklúbbsins í Vestmannaeyjum lýsti yfir samstöðu með þeim, þar sem gera hafi þurft hlé á golfmótum vegna lausagöngufjársins. Og þá hafi starfsmenn flugvallarins þurft að reka fé af flugvallarsvæðinu. Þægileg dvöl á efri árum ómöguleg Fram kemur að bréfritararnir séu sumir á sínum efri árum, og segja þau að umrætt vandamál hafi gert drauminn um róleg efri ár erfiðari. „Þess skal hér getið að við erum flest á áttræðis- og níræðisaldri og ætlun okkar flestra var, þegar við settumst að á sínum tíma hér fyrir ofan hraun, að eiga hér þægilega dvöl á efri árum. Það hefur ekki alveg gengið eftir sökum ólögmæts framferðis nokurra búfjáreigenda,“ segir í bréfinu. Þau krefjast þess að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum axli ábyrgð á málinu „og losi okkur og aðra bæjarbúa við þann ófögnið sem fylgir og sjái um smölun þessa fjár enda stutt í haustslátrun.“ Þá vilja bréfritarar líka að eigendur lausagöngufjársins verði svipt leyfi til búfjárhalds. Í bréfinu segir að starfsfólk flugvallarins í Vestmannaeyjum hafi þurft að koma lausagöngufé frá flugvallarsvæðinu. Hér má sjá fé skammt frá flugvellinum.Vísir/Vilhelm Bæjarráð tekur undir sjónarmiðin Líkt og áður segir var þetta bréf tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þar segir að ráðið hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og tekur fyllilega undir þau sjónarmið sem fram hafa komið. Ráðið hefur því falið umhverfis- og framkvæmdasviði að yfirfara öll þau leyfi sem búfjáreigendur þurfa að hafa. Í fundargerðinni segir að þeir búfjárbændur sem ekki hafi tilskilin leyfi eða hafa ekki fylgt reglum um búfjárhald í Vestmannaeyjum muni ekki fá leyfir til að stunda áframhaldandi búfjárbúskap á landi Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarráð leggur ríka áherslu á að þeir sem hafa leyfi þurfi að fylgja öllum reglum og skilmálum til hins ítrasta svo ekki komi aftur upp það ófremdarástand sem verið hefur undanfarna mánuði,“ segir í fundargeðinni. Vestmannaeyjar Landbúnaður Nágrannadeilur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Þetta ástand hefur verið viðvarandi í nokkur ár en nú í sumar hefur keyrt um þverbak og vart liðið sá dagur að ekki hafi þurft að stugga burt suðfé og þrífa skít og annan ófögnuð sem því fylgir,“ segir í bréfi íbúanna. „Þess utan hefur sama sauðfé étið sumarblóm og annan fróður á lóðum okkar. Þetta fé er allt í eigu fáeinna aðila sem virðast láta sér í léttu rúmi liggja hvernig fé þeirra hagar sér og ættu raunar ekki að hafa leyfi til búfjárhalds.“ Ástandið farið síversnandi Íbúarnir segjast hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna málsins og þau fengið svör um að gengið yrði í málið. Í bréfinu segir að svo virðist sem að það hafi verið gert og ástandið batnað. Síðan hafi það aftur versnað umtalsvert. „En síðan skipti í sama horfið og nú fyrstu vikurnar í september hefur ástandið farið síversnandi,“ segir í bréfinu. Bréfritarar segjast hafa talið þrjátíu til fjörutíu fjár víðsvegar um Heimaey, líkt og inni í Herjólfsdal og á golfvellinum. Þau segja því fleiri ekki hafa farið varhluta af vandamálinu. Til að mynda hafi formaður golfklúbbsins í Vestmannaeyjum lýsti yfir samstöðu með þeim, þar sem gera hafi þurft hlé á golfmótum vegna lausagöngufjársins. Og þá hafi starfsmenn flugvallarins þurft að reka fé af flugvallarsvæðinu. Þægileg dvöl á efri árum ómöguleg Fram kemur að bréfritararnir séu sumir á sínum efri árum, og segja þau að umrætt vandamál hafi gert drauminn um róleg efri ár erfiðari. „Þess skal hér getið að við erum flest á áttræðis- og níræðisaldri og ætlun okkar flestra var, þegar við settumst að á sínum tíma hér fyrir ofan hraun, að eiga hér þægilega dvöl á efri árum. Það hefur ekki alveg gengið eftir sökum ólögmæts framferðis nokurra búfjáreigenda,“ segir í bréfinu. Þau krefjast þess að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum axli ábyrgð á málinu „og losi okkur og aðra bæjarbúa við þann ófögnið sem fylgir og sjái um smölun þessa fjár enda stutt í haustslátrun.“ Þá vilja bréfritarar líka að eigendur lausagöngufjársins verði svipt leyfi til búfjárhalds. Í bréfinu segir að starfsfólk flugvallarins í Vestmannaeyjum hafi þurft að koma lausagöngufé frá flugvallarsvæðinu. Hér má sjá fé skammt frá flugvellinum.Vísir/Vilhelm Bæjarráð tekur undir sjónarmiðin Líkt og áður segir var þetta bréf tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þar segir að ráðið hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og tekur fyllilega undir þau sjónarmið sem fram hafa komið. Ráðið hefur því falið umhverfis- og framkvæmdasviði að yfirfara öll þau leyfi sem búfjáreigendur þurfa að hafa. Í fundargerðinni segir að þeir búfjárbændur sem ekki hafi tilskilin leyfi eða hafa ekki fylgt reglum um búfjárhald í Vestmannaeyjum muni ekki fá leyfir til að stunda áframhaldandi búfjárbúskap á landi Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarráð leggur ríka áherslu á að þeir sem hafa leyfi þurfi að fylgja öllum reglum og skilmálum til hins ítrasta svo ekki komi aftur upp það ófremdarástand sem verið hefur undanfarna mánuði,“ segir í fundargeðinni.
Vestmannaeyjar Landbúnaður Nágrannadeilur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda