Lífi fatlaðs fólks slegið á frest Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Silja Steinunnardóttir skrifa 5. október 2023 07:00 Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin! Fjölgun samninga staðið í stað Fyrsta árið eftir lögfestinguna kom vissulega svolítill kippur í fjölgun NPA samninga en árin þar á eftir stóð fjöldi samninga í raun í stað. Í lok síðsta árs voru NPA samningar 89 talsins í stað þeirra 172 sem kveðið hafði verið á um í lögum. Í desember í fyrra voru svo sett ný lög þar sem lofað var allt að 50 nýjum samningum í ár og að fjöldi NPA samninga skyldi vera orðinn allt að 172 í lok næsta árs, 2024. Hingað til hafa hins vegar eingöngu borist óstaðfestar fréttir af 20 nýjum NPA samningum á þessu ári en ekki 50 eins og lofað var. Fatlað fólk upplifir sig nánast í stofufangelsi Á meðan NPA samningum fjölgar lítið sem ekkert, bíður fatlað fólk. Það bíður og er tilneytt til að slá svo mörgu í sínu lífi á frest og upplifir nánast að það búi í stofufangelsi á meðan. Það bíður eftir því að fá samþykki fyrir NPA eða eftir því að fá sinn NPA samning gerðan virkan. Það bíður eftir því að geta ráðið sjálft yfir sínu lífi í stað þess að lúta klukku og hentisemi annarrar þjónustu á vegum sveitarfélaganna. Það bíður með að stunda vinnu og fara í nám. Það sleppir því að fara út að leika með börnunum sínum. Það sleppir því að fara út á meðal fólks, því hver á að aðstoða það ef það þarf að fara á salernið? Það bíður iðulega í mörg ár eftir því að fá NPA. Það bíður og á meðan rennur lífið hjá. Aukin þátttaka í samfélaginu og bætt líðan með NPA Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 2016 kom m.a. eftirfarandi í ljós: NPA notendur voru margfalt líklegri til að stunda vinnu heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru ríflega tvisvar sinnum líklegri til að stunda nám en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru tæplega þrisvar sinnum líklegri til að búa í húsnæði á eigin vegum og einungis 9% NPA notenda bjuggu í félagslegu húsnæði á móti 44% fatlaðs fólks í samanburðarhópnum. Þá eru ekki talin áhrif NPA á líðan og lífsfyllingu fatlaðs fólks. NPA notendur lögðust mun sjaldnar inn á spítala eða leituðu til bráðamóttökunnar heldur en fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur sögðust mun sjaldnar vera leiðir heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi og engir þeirra sögðust alltaf vera leiðir. NPA notendur urðu sjaldnar fyrir ofbeldi og var t.d. sjaldnar öskrað á þá heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur voru miklu líklegri til að telja sig hafa stjórn á eigin lífi og því hvað þeir gera og hvenær, heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. Loks ber að nefna jákvæð áhrif NPA á líf aðstandenda fatlaðs fólks með NPA. Almennt voru aðstandendur NPA notenda líklegri en aðstandendur í samanburðarhópi, til að telja að NPA styddi við fjölskyldulíf, að NPA auðveldaði notandanum að lifa sjálfstæðu lífi, að ólíklegra væri að þeir hefðu áhyggjur af þjónustu við NPA notandann og áfram mætti telja. Tryggjum sjálfsögð mannréttindi! Stjórnvöldum ber að fylgja lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við sem samfélag hljótum að vilja tryggja fólki sjálfsögð mannréttindi og byggja inngilt samfélag þar sem öll eru þátttakendur! Bíðum ekki lengur. Fjölgið NPA samningum í takt við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar og Silja Steinunnardóttir samskiptastýra miðstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin! Fjölgun samninga staðið í stað Fyrsta árið eftir lögfestinguna kom vissulega svolítill kippur í fjölgun NPA samninga en árin þar á eftir stóð fjöldi samninga í raun í stað. Í lok síðsta árs voru NPA samningar 89 talsins í stað þeirra 172 sem kveðið hafði verið á um í lögum. Í desember í fyrra voru svo sett ný lög þar sem lofað var allt að 50 nýjum samningum í ár og að fjöldi NPA samninga skyldi vera orðinn allt að 172 í lok næsta árs, 2024. Hingað til hafa hins vegar eingöngu borist óstaðfestar fréttir af 20 nýjum NPA samningum á þessu ári en ekki 50 eins og lofað var. Fatlað fólk upplifir sig nánast í stofufangelsi Á meðan NPA samningum fjölgar lítið sem ekkert, bíður fatlað fólk. Það bíður og er tilneytt til að slá svo mörgu í sínu lífi á frest og upplifir nánast að það búi í stofufangelsi á meðan. Það bíður eftir því að fá samþykki fyrir NPA eða eftir því að fá sinn NPA samning gerðan virkan. Það bíður eftir því að geta ráðið sjálft yfir sínu lífi í stað þess að lúta klukku og hentisemi annarrar þjónustu á vegum sveitarfélaganna. Það bíður með að stunda vinnu og fara í nám. Það sleppir því að fara út að leika með börnunum sínum. Það sleppir því að fara út á meðal fólks, því hver á að aðstoða það ef það þarf að fara á salernið? Það bíður iðulega í mörg ár eftir því að fá NPA. Það bíður og á meðan rennur lífið hjá. Aukin þátttaka í samfélaginu og bætt líðan með NPA Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 2016 kom m.a. eftirfarandi í ljós: NPA notendur voru margfalt líklegri til að stunda vinnu heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru ríflega tvisvar sinnum líklegri til að stunda nám en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru tæplega þrisvar sinnum líklegri til að búa í húsnæði á eigin vegum og einungis 9% NPA notenda bjuggu í félagslegu húsnæði á móti 44% fatlaðs fólks í samanburðarhópnum. Þá eru ekki talin áhrif NPA á líðan og lífsfyllingu fatlaðs fólks. NPA notendur lögðust mun sjaldnar inn á spítala eða leituðu til bráðamóttökunnar heldur en fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur sögðust mun sjaldnar vera leiðir heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi og engir þeirra sögðust alltaf vera leiðir. NPA notendur urðu sjaldnar fyrir ofbeldi og var t.d. sjaldnar öskrað á þá heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur voru miklu líklegri til að telja sig hafa stjórn á eigin lífi og því hvað þeir gera og hvenær, heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. Loks ber að nefna jákvæð áhrif NPA á líf aðstandenda fatlaðs fólks með NPA. Almennt voru aðstandendur NPA notenda líklegri en aðstandendur í samanburðarhópi, til að telja að NPA styddi við fjölskyldulíf, að NPA auðveldaði notandanum að lifa sjálfstæðu lífi, að ólíklegra væri að þeir hefðu áhyggjur af þjónustu við NPA notandann og áfram mætti telja. Tryggjum sjálfsögð mannréttindi! Stjórnvöldum ber að fylgja lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við sem samfélag hljótum að vilja tryggja fólki sjálfsögð mannréttindi og byggja inngilt samfélag þar sem öll eru þátttakendur! Bíðum ekki lengur. Fjölgið NPA samningum í takt við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar og Silja Steinunnardóttir samskiptastýra miðstöðvarinnar.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun