Skokkarinn lagði Reykjavíkurborg með minnsta mun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2023 16:14 Hringtorg við Ánanaust í Vesturbæ Reykjavíkur. Hlaupastígurinn var hluti af hlaupaleið mannsins úr vinnunni. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Reykjavíkurborgar á rétt á slysabótum vegna slyss sem varð þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni. Þrír dómarar Hæstaréttar voru á þessari skoðun en tveir á móti. Þótt skokkarinn hefði ekki farið stystu leið heim þá hefði hún ekki verið úr hófi löng og réttlætanleg þar sem leiðin var um göngustíga. Það var árið 2018 sem ekið var á starfsmanninn á gangbraut við Ánanaust nærri Granda í Reykjavík. Hann hafði gert samgöngusamning við Reykjavíkurborg sem fól í sér að hann lofaði að nota vistvænan samgöngumáta á leið til og frá vinnu. Starfsmaðurinn kaus að ganga til vinnu frá heimili sínu á Hagamel og í vinnuna í Laugardal. Á heimleiðinni skokkaði hann rúmlega níu kílómetra leið frá vinnustaðnum í Laugardal, eftir göngustíg á Sæbraut, út á Eiðistorg á Seltjarnarnesi og svo þaðan að heimili sínu við Hagamel. Borgin taldi leiðina óeðlilega Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Reykjavíkurborg taldi manninn ekki geta talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili heldur verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í frítíma. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Sératkvæði dómara Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að greiða bæri starfsmanninum bætur á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir í starfi þar sem talið var að hann hefði verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis þegar hann varð fyrir slysinu. Enda hafi leiðin sem hann hljóp ekki verið úr hófi löng og ekkert rof orðið á ferð hans. Gefa yrði þeim sem kjósa að hlaupa eða ganga milli vinnustaðar og heimilis svigrúm til að velja sér leið sem henti þeim ferðamáta. Það kæmi ekki fram í reglum um slys að starfsmenn borgarinnar yrðu að velja stystu eða beinustu leið. Starfsmaðurinn hefði kosið að hlaupa á göngu- og hlaupastígum fremur en gangstéttum umferðargatna. Tveir dómenda, Benedikt Bogason og Karl Axelsson, skiluðu sératkvæði og töldu að slysið hefði verið réttilega gert upp á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir utan starfs þar sem sú leið sem starfsmaðurinn kaus að fara hefði ekki verið nauðsynlegur liður í ferð hans milli vinnustaðar og heimilis. Dómsmál Vinnuslys Reykjavík Hlaup Tryggingar Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira
Það var árið 2018 sem ekið var á starfsmanninn á gangbraut við Ánanaust nærri Granda í Reykjavík. Hann hafði gert samgöngusamning við Reykjavíkurborg sem fól í sér að hann lofaði að nota vistvænan samgöngumáta á leið til og frá vinnu. Starfsmaðurinn kaus að ganga til vinnu frá heimili sínu á Hagamel og í vinnuna í Laugardal. Á heimleiðinni skokkaði hann rúmlega níu kílómetra leið frá vinnustaðnum í Laugardal, eftir göngustíg á Sæbraut, út á Eiðistorg á Seltjarnarnesi og svo þaðan að heimili sínu við Hagamel. Borgin taldi leiðina óeðlilega Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Reykjavíkurborg taldi manninn ekki geta talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili heldur verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í frítíma. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Sératkvæði dómara Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að greiða bæri starfsmanninum bætur á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir í starfi þar sem talið var að hann hefði verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis þegar hann varð fyrir slysinu. Enda hafi leiðin sem hann hljóp ekki verið úr hófi löng og ekkert rof orðið á ferð hans. Gefa yrði þeim sem kjósa að hlaupa eða ganga milli vinnustaðar og heimilis svigrúm til að velja sér leið sem henti þeim ferðamáta. Það kæmi ekki fram í reglum um slys að starfsmenn borgarinnar yrðu að velja stystu eða beinustu leið. Starfsmaðurinn hefði kosið að hlaupa á göngu- og hlaupastígum fremur en gangstéttum umferðargatna. Tveir dómenda, Benedikt Bogason og Karl Axelsson, skiluðu sératkvæði og töldu að slysið hefði verið réttilega gert upp á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir utan starfs þar sem sú leið sem starfsmaðurinn kaus að fara hefði ekki verið nauðsynlegur liður í ferð hans milli vinnustaðar og heimilis.
Dómsmál Vinnuslys Reykjavík Hlaup Tryggingar Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira