Segir Onana geta orðið einn besta markvörð í heimi Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 23:33 Erik Ten Hag stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/Getty Erik Ten Hag segist ekki smeykur um að missa starf sitt sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir tap liðsins gegn Galatasaray í Meistaradeildinni. Ten Hag stendur við bakið á markverðinum Andre Onana sem gerði slæm mistök í leiknum. United missti 2-1 forystu sína í leiknum niður í 3-2 tap en Brasilíumaðurinn Casemiro fékk rautt spjald í stöðunni 2-2 eftir slæm mistök Andre Onana í marki United. Manchester United hefur nú tapað sex af sínum fyrstu tíu leikjum á tímabilinu en þetta er versta byrjun félagsins síðan árið 1986. Staða þeirra í Meistaradeildinni er sömuleiðis slæm enda liðið búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlakeppninni. Chance of qualifying out of Group A after GW2 of the UEFA Champions League: 98.7% - Bayern Munich 57.8% - Galatasaray 40% - Manchester United 13.3% - København Pressure starting to mount. pic.twitter.com/lR3eapWhex— StatmanJames (@JamesStatman) October 4, 2023 Erik Ten Hag knattspyrnustjóri liðsins segir enga afsökun að finna fyrir slæmu gengi sinna manna en hann segir alla innan félagsins vera að vinna að sama markmiðinu. „Síðasta tímabil: Stórkostleg og frábært, meira en við gátum búist við,“ sagði Ten Hag aðspurður hvort hann óttaðist að missa starf sitt. „Við vissum að í þessu verkefni gætu komið minni tímabil þar sem gengi illa. Akkúrat núna erum við í vandræðum eins og allir sjá en við munum komast út úr þeim saman. Við erum að berjast saman, við stöndum saman og erum á bakvið hvern annan. Það er ég, stjórnendur, liðið. Við berjumst allir saman.“ „Hann mun koma til baka“ Andre Onana var keyptur til United fyrir tímabilið en hann var á mála hjá Ajax þegar Ten Hag réð ríkjum þar. Onana hefur ekki farið vel af stað í búningi United og til dæmis gert dýrkeypt mistök í báðum Meistaradeildarleikjum United til þessa. „Við erum ánægð með markvarðahópinn okkar, klárlega með Andre. Hann hefur spilað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, í fyrra spilaði hann úrslitaleikinn. Hann er með getuna til að verða einn af bestu markvörðum í heimi.“ „Hann hefur sýnt það og mun gera það áfram. Við höfum nú þegar séð hæfileika hans í leikjum og karakterinn hans þegar hann gerir mistök. Hann mun koma til baka og ég er viss um að hann mun gera það í næstu leikjum.“ Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
United missti 2-1 forystu sína í leiknum niður í 3-2 tap en Brasilíumaðurinn Casemiro fékk rautt spjald í stöðunni 2-2 eftir slæm mistök Andre Onana í marki United. Manchester United hefur nú tapað sex af sínum fyrstu tíu leikjum á tímabilinu en þetta er versta byrjun félagsins síðan árið 1986. Staða þeirra í Meistaradeildinni er sömuleiðis slæm enda liðið búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlakeppninni. Chance of qualifying out of Group A after GW2 of the UEFA Champions League: 98.7% - Bayern Munich 57.8% - Galatasaray 40% - Manchester United 13.3% - København Pressure starting to mount. pic.twitter.com/lR3eapWhex— StatmanJames (@JamesStatman) October 4, 2023 Erik Ten Hag knattspyrnustjóri liðsins segir enga afsökun að finna fyrir slæmu gengi sinna manna en hann segir alla innan félagsins vera að vinna að sama markmiðinu. „Síðasta tímabil: Stórkostleg og frábært, meira en við gátum búist við,“ sagði Ten Hag aðspurður hvort hann óttaðist að missa starf sitt. „Við vissum að í þessu verkefni gætu komið minni tímabil þar sem gengi illa. Akkúrat núna erum við í vandræðum eins og allir sjá en við munum komast út úr þeim saman. Við erum að berjast saman, við stöndum saman og erum á bakvið hvern annan. Það er ég, stjórnendur, liðið. Við berjumst allir saman.“ „Hann mun koma til baka“ Andre Onana var keyptur til United fyrir tímabilið en hann var á mála hjá Ajax þegar Ten Hag réð ríkjum þar. Onana hefur ekki farið vel af stað í búningi United og til dæmis gert dýrkeypt mistök í báðum Meistaradeildarleikjum United til þessa. „Við erum ánægð með markvarðahópinn okkar, klárlega með Andre. Hann hefur spilað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, í fyrra spilaði hann úrslitaleikinn. Hann er með getuna til að verða einn af bestu markvörðum í heimi.“ „Hann hefur sýnt það og mun gera það áfram. Við höfum nú þegar séð hæfileika hans í leikjum og karakterinn hans þegar hann gerir mistök. Hann mun koma til baka og ég er viss um að hann mun gera það í næstu leikjum.“
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira