Stelpurnar enn á ný settar til hliðar hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 09:00 Enska landsliðskonan Ella Toone gengur niðurlút framhjá bikarnum eftir úrslitaleik HM í sumar. Getty/Daniela Porcelli Yfirmenn Alþjóðaknattspyrnusambands eru búnir að ákveða var HM karla fer fram eftir sjö ár en enginn veit enn hvar stelpurnar eiga keppa um heimsmeistaratitilinn næst. Kvennafótboltinn er í mikilli sókn í heiminum eins og sést á frábæri mætingu á leiki sem fara nú loksins fram mun oftar á stóru leikvöngum félaganna. Heimsmeistaramót kvenna fékk sviðsljósið í sumar og áhorfendametin falla víðs vegar um heiminn. Í gær var tilkynnt hvaða þjóðir muni halda HM 2030 eða þarnæstu heimsmeistarakeppni karlanna. HM 2026 hjá körlunum fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en HM 2030 verður haldið á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess að opnunarleikirnir þrír verða spilaðir í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmæli heimsmeistarakeppninnar. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Allt í góðu með það. Vandamálið er bara að það er enn ekki búið að ákveða hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna fer fram. Það er ekkert skrítið að sumir hafi bent á þessa fáránlegu staðreynd. HM var haldið í Ástralíu og Nýja Sjálandi í sumar og fer næst fram árið 2027. En hvar? Fjögur framboð hafa verið borin undir FIFA en það verður ekki fyrr en 8. desember sem þau verða lögð formlega fram. Belgía, Þýskaland og Holland vilja halda mótið saman. Brasilía og Suður-Afríka vilja bæði halda mótið en frekar stutt er síðan þau héldu karlamótið, Suður-Afríka 2010 og Brasilía 2014. Mexíkó og Bandaríkin vilja líka halda mótið saman. Það mun síðan ekki koma í ljós fyrr en 17. maí á næsta ári hvar HM kvenna 2027 mun fara fram en þá fer fram ársþing FIFA. Það er ótrúlegt að sjö mánuðum eftir að ákveðið hvar HM karla eftir sjö ár fari fram verður enn ekki ljóst hvar HM eftir rúm þrjú ár fari fram hjá konunum. FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Kvennafótboltinn er í mikilli sókn í heiminum eins og sést á frábæri mætingu á leiki sem fara nú loksins fram mun oftar á stóru leikvöngum félaganna. Heimsmeistaramót kvenna fékk sviðsljósið í sumar og áhorfendametin falla víðs vegar um heiminn. Í gær var tilkynnt hvaða þjóðir muni halda HM 2030 eða þarnæstu heimsmeistarakeppni karlanna. HM 2026 hjá körlunum fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en HM 2030 verður haldið á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess að opnunarleikirnir þrír verða spilaðir í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmæli heimsmeistarakeppninnar. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Allt í góðu með það. Vandamálið er bara að það er enn ekki búið að ákveða hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna fer fram. Það er ekkert skrítið að sumir hafi bent á þessa fáránlegu staðreynd. HM var haldið í Ástralíu og Nýja Sjálandi í sumar og fer næst fram árið 2027. En hvar? Fjögur framboð hafa verið borin undir FIFA en það verður ekki fyrr en 8. desember sem þau verða lögð formlega fram. Belgía, Þýskaland og Holland vilja halda mótið saman. Brasilía og Suður-Afríka vilja bæði halda mótið en frekar stutt er síðan þau héldu karlamótið, Suður-Afríka 2010 og Brasilía 2014. Mexíkó og Bandaríkin vilja líka halda mótið saman. Það mun síðan ekki koma í ljós fyrr en 17. maí á næsta ári hvar HM kvenna 2027 mun fara fram en þá fer fram ársþing FIFA. Það er ótrúlegt að sjö mánuðum eftir að ákveðið hvar HM karla eftir sjö ár fari fram verður enn ekki ljóst hvar HM eftir rúm þrjú ár fari fram hjá konunum.
FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti