Innherji

Virðist vera „kapps­mál“ sumra verka­lýðs­fé­laga að tala upp verð­bólgu­væntingar

Hörður Ægisson skrifar
„Niðurstaða kjarasamninga í fyrra fór illa,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en á síðustu tólf mánuðum hefur launavísitalan hækkað um meira en tíu prósent. „Við erum því reiðubúin að bregðast við ef þörf krefur.“
„Niðurstaða kjarasamninga í fyrra fór illa,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en á síðustu tólf mánuðum hefur launavísitalan hækkað um meira en tíu prósent. „Við erum því reiðubúin að bregðast við ef þörf krefur.“ Vísir/Vilhelm

Greinendur og markaðsaðilar spáðu rangt fyrir um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar af því að þeir voru að einblína um of á skammtímamælikvarða en ekki heildarmyndina, að sögn seðlabankastjóra, sem segir það „einnar messu virði“ að leyfa talsvert háum raunvöxtum að vinna sitt verk. Óvænt ákvörðun um að halda vöxtunum óbreyttum var ekki gerð til að friða verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kjaraviðræðna en mikilvægt er að hún geri sér grein fyrir að það sé á „hennar valdi að flýta fyrir vaxtalækkunum.“ 


Tengdar fréttir

Seðlabankinn „staldrar við“ og á­kveður ó­vænt að halda vöxtum ó­breyttum

Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“

Verð­bólgu­á­lagið á markaði féll þótt bólgan hafi verið yfir spám grein­enda

Viðsnúningur varð á skuldabréfamarkaði þegar leið á daginn og fjárfestar sóttust eftir því að kaupa óverðtryggð ríkisskuldabréf í mikilli veltu sem varð til þess að verðbólguálagið, sem hefur hækkað mikið frá síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, lækkaði töluvert.  Skuldabréfafjárfestar virðast því sumir hverjir hafa átt von á enn verri verðbólgumælingu í morgun enda þótt hún hafi reynst hærri en greinendur gerðu ráð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×