Messi sagði ungum leikmanni Inter að ganga meira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2023 23:31 Messi er þekktur fyrir að spara hlaupin fyrir þau augnablik þegar hann er með boltann við tærnar. Lintao Zhang/Getty Images Lionel Messi er án alls efa einn albesti knattspyrnumaður sögunnar og mögulega einn besti íþróttamaður sögunnar sömuleiðis. Það kom því verulega á óvart þegar David Beckham opinberaði hvaða ráð Messi gaf ungum leikmönnum Inter Miami á dögunum. Messi sagði ungum leikmönnum Inter að ganga meira Hinn 36 ára gamli Messi spilar með Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum eftir að hafa gert garðinn frægan í Katalóníu áður en haldið var til Parísar. Undir lok veru sinnar hjá Barcelona, sem og með landsliði Argentínu, var Messi talinn ganga fullmikið á meðan leik stóð. Það kom þó ekki að sök þar sem Barcelona vann hvern titilinn á fætur öðrum þökk sé hetjudáðum Messi. Sömu sögu var ekki að segja um landsliðsferil hans, það er fyrr en í desember á síðasta ári. Þá var Messi mættu til París Saint-Germain og farinn að ganga enn meira á meðan leik stóð. Hann hélt því áfram með landsliðinu en það kom ekki að sök þar sem Argentína fór alla leið og stóð uppi sem heimsmeistari eftir ævintýralegan sigur á Frakklandi í úrslitum. The coldest walk in football history #Messi pic.twitter.com/4gGr1VdkQi— Ankur (@AnkurMessi_) August 18, 2023 Það var svo síðasta sumar sem Messi fór til Inter á Miami. Hann hefur spilað frábærlega með liðinu og lyft því verulega upp. Hann er þó enn gangandi á meðan leik stendur og það var einmitt ráð hans til ungra leikmanna, að ganga meira. Þetta opinberaði David Beckham, einn af eigendum félagins. Beckham sagði að einn af efnilegustu leikmönnum liðsins hafi verið spurður út í hvað væri besta ráð sem Messi hefði gefið honum. „Hann sagði mér að ganga meira, þá sér maður leikinn betur,“ á Messi að hafa sagt við drenginn. David Beckham says that Messi told one of the academy kids to 'walk more, because you see more' pic.twitter.com/S1UxEcUPY7— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Beckham sá fyndnu hliðina á þessu en vonast þó eflaust eftir að drengirnir í akademíu félagsins hætti ekki alfarið að hlaupa því það er ljóst að lið vinna ekki marga fótboltaleiki ef allir leikmenn liðsins spila á gönguhraða. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Messi sagði ungum leikmönnum Inter að ganga meira Hinn 36 ára gamli Messi spilar með Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum eftir að hafa gert garðinn frægan í Katalóníu áður en haldið var til Parísar. Undir lok veru sinnar hjá Barcelona, sem og með landsliði Argentínu, var Messi talinn ganga fullmikið á meðan leik stóð. Það kom þó ekki að sök þar sem Barcelona vann hvern titilinn á fætur öðrum þökk sé hetjudáðum Messi. Sömu sögu var ekki að segja um landsliðsferil hans, það er fyrr en í desember á síðasta ári. Þá var Messi mættu til París Saint-Germain og farinn að ganga enn meira á meðan leik stóð. Hann hélt því áfram með landsliðinu en það kom ekki að sök þar sem Argentína fór alla leið og stóð uppi sem heimsmeistari eftir ævintýralegan sigur á Frakklandi í úrslitum. The coldest walk in football history #Messi pic.twitter.com/4gGr1VdkQi— Ankur (@AnkurMessi_) August 18, 2023 Það var svo síðasta sumar sem Messi fór til Inter á Miami. Hann hefur spilað frábærlega með liðinu og lyft því verulega upp. Hann er þó enn gangandi á meðan leik stendur og það var einmitt ráð hans til ungra leikmanna, að ganga meira. Þetta opinberaði David Beckham, einn af eigendum félagins. Beckham sagði að einn af efnilegustu leikmönnum liðsins hafi verið spurður út í hvað væri besta ráð sem Messi hefði gefið honum. „Hann sagði mér að ganga meira, þá sér maður leikinn betur,“ á Messi að hafa sagt við drenginn. David Beckham says that Messi told one of the academy kids to 'walk more, because you see more' pic.twitter.com/S1UxEcUPY7— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Beckham sá fyndnu hliðina á þessu en vonast þó eflaust eftir að drengirnir í akademíu félagsins hætti ekki alfarið að hlaupa því það er ljóst að lið vinna ekki marga fótboltaleiki ef allir leikmenn liðsins spila á gönguhraða.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira