Allir fótboltastrákar á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 22:31 Strákarnir í Utah skólanum voru mjög sáttir með daginn. @utahfootball Skólaliðin í ameríska fótboltanum eru risastór auglýsing fyrir skólana enda háskólafótboltinn gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum. Leikmenn hafa í gegnum tíðina ekki fengið neitt þótt skólarnir hafi grætt mikið á liðum sínum. Nú er að verða breyting á því. Fótboltalið Utah skólans, Utah Utes football, hefur staðið sig vel á tímabilinu til þessa en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína. Fyrsta tapið leit reyndar dagsins ljós um síðustu helgi en það breytti ekki því að skólinn færði leikmönnum sínum „gjöf“ í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball) Þetta var reyndar engin venjuleg gjöf. Allir leikmenn liðsins á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum. Þeir fá reyndar ekki að eiga bílinn heldur greiðir skólinn fyrir leigusamning á þeim og tryggingar honum tengdum. Strákarnir mega nota bílinn eins og sinn eigin á meðan þeir eru á skólastyrk hjá Utah skólanum. Leikmenn á skólastyrk fá þegar allt upp í hendurnar sem tengist skólanum eins og mat, skólagögn og íþróttavörur. Nú ákvað skólinn líka að passa upp á það að leikmennirnir ættu ekki í neinum vandræðum með að skila sér á æfingar liðsins. Pallbíllinn sem strákarnir fengu var Dodge Ram 1500. Það var skemmtileg stund þegar þjálfari liðsins sagði strákunum að þeir væru að fá bílinn og minnti helst á þátt með Oprah Winfrey. Hér fyrir neðan má sjá hvernig strákarnir brugðust við. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball) Bílar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Fótboltalið Utah skólans, Utah Utes football, hefur staðið sig vel á tímabilinu til þessa en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína. Fyrsta tapið leit reyndar dagsins ljós um síðustu helgi en það breytti ekki því að skólinn færði leikmönnum sínum „gjöf“ í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball) Þetta var reyndar engin venjuleg gjöf. Allir leikmenn liðsins á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum. Þeir fá reyndar ekki að eiga bílinn heldur greiðir skólinn fyrir leigusamning á þeim og tryggingar honum tengdum. Strákarnir mega nota bílinn eins og sinn eigin á meðan þeir eru á skólastyrk hjá Utah skólanum. Leikmenn á skólastyrk fá þegar allt upp í hendurnar sem tengist skólanum eins og mat, skólagögn og íþróttavörur. Nú ákvað skólinn líka að passa upp á það að leikmennirnir ættu ekki í neinum vandræðum með að skila sér á æfingar liðsins. Pallbíllinn sem strákarnir fengu var Dodge Ram 1500. Það var skemmtileg stund þegar þjálfari liðsins sagði strákunum að þeir væru að fá bílinn og minnti helst á þátt með Oprah Winfrey. Hér fyrir neðan má sjá hvernig strákarnir brugðust við. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball)
Bílar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira