Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. október 2023 07:38 Viktor Orban og Charles Michel. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. Ljóst er að brestir eru að myndast í samstöðu svokallaðra bandamanna Úkraínu en vestanhafs talar hópur Repúblikana um að nóg sé komið af fjáraustri og þá hóf Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, daginn á því að birta myndskeið á Facebook þar sem hann gagnrýnir aukinn stuðning við Úkraínu. Orban beindi spjótum sínum að „möppudýrum“ Brussel og sagðist hvorki styðja áform Evrópusambandsins hvað varðaði Úkraínu né varðandi flóttafólk. Hann sagði að Ungverjaland myndi ekki styðja fyrirliggjandi tillögur um endurskoðun fjárhagsáætlunar sambandsins. Möguleg innganga Úkraínumanna í Evrópusambandið hefur verið mikið í umræðunni og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði fundinn í Granada meðal annars mikilvægan vegna þess að hann markaði upphaf viðræðna um langtímaáætlun sambandsins. Evrópusambandið þyrfti að vera undirbúið undir það að stækka en í drögum að yfirlýsingu leiðtoganna segir að á sama tíma verði þau ríki sem vonast til að ganga í sambandið að leggja aukinn kraft í þær úrbætur sem aðild krefst. Þar sé ekki síst horft til umbóta á dómskerfum ríkjanna. Hvað varðar málefni flóttafólks eru leiðtogarnir sagðir munu lýsa því yfir að það eigi ekki að vera undir smyglurum komið hverjir fá að koma inn á svæðið og hverjir ekki. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ungverjaland Flóttamenn Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Ljóst er að brestir eru að myndast í samstöðu svokallaðra bandamanna Úkraínu en vestanhafs talar hópur Repúblikana um að nóg sé komið af fjáraustri og þá hóf Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, daginn á því að birta myndskeið á Facebook þar sem hann gagnrýnir aukinn stuðning við Úkraínu. Orban beindi spjótum sínum að „möppudýrum“ Brussel og sagðist hvorki styðja áform Evrópusambandsins hvað varðaði Úkraínu né varðandi flóttafólk. Hann sagði að Ungverjaland myndi ekki styðja fyrirliggjandi tillögur um endurskoðun fjárhagsáætlunar sambandsins. Möguleg innganga Úkraínumanna í Evrópusambandið hefur verið mikið í umræðunni og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði fundinn í Granada meðal annars mikilvægan vegna þess að hann markaði upphaf viðræðna um langtímaáætlun sambandsins. Evrópusambandið þyrfti að vera undirbúið undir það að stækka en í drögum að yfirlýsingu leiðtoganna segir að á sama tíma verði þau ríki sem vonast til að ganga í sambandið að leggja aukinn kraft í þær úrbætur sem aðild krefst. Þar sé ekki síst horft til umbóta á dómskerfum ríkjanna. Hvað varðar málefni flóttafólks eru leiðtogarnir sagðir munu lýsa því yfir að það eigi ekki að vera undir smyglurum komið hverjir fá að koma inn á svæðið og hverjir ekki. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ungverjaland Flóttamenn Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira