Fimm ár, svefnlausar nætur en vonandi endapunktur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 16:53 Ragnhildur Eik segir blendnar tilfinningar fylgja niðurstöðu Landsréttar. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Eik Árnadóttir, lögmaður og brotaþoli í máli Jóhannesar Tryggvasonar, segir að sér sé létt eftir tíðindi úr Landsrétti í dag. Dómur yfir Jóhannesi var þyngdur og hann dæmdur í átján mánaða fangelsi í stað tólf og til þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. „Þetta er að sjálfsögðu léttir. Þessu fylgir að sumu leyti líka skrítin tilfinning. Þetta er spennufall, að sumu leyti smá tómleiki. Manni finnst eins og þetta ættu að vera einhverskonar endalok en eftir situr þetta allt saman í manni einhvern veginn,“ segir Ragnhildur í samtali við Vísi. Hún tekur fram að hún fagni niðurstöðu Landsréttar. Þetta hafi verið það sem hún vonaðist eftir, þó hún hafi samt alltaf líka óttast það versta. „Ég vona að ég geti sett ákveðinn punkt fyrir aftan þetta núna. Það eru fimm ár síðan ég kærði þetta og þetta er búið að vera rosalega langur tími, með rosalega mikilli baráttu,“ segir Ragnhildur. Hún segist vera eftir sig á þessari stundu. Dagarnir áður en dómur hafi verið kveðinn upp hafi verið sér erfiðir. „Ég hef aðallega átt erfitt með að sofa, svona þegar maður veit að þessi dómur er að koma. En ég vona að ég muni geta lokað á það og haldið áfram og að ég þurfi ekki að velta mér endalaust upp úr þessu eisn og þetta er búið að vera svolítið undanfarin ár,“ segir Ragnhildur. „Ég bjóst einhvern veginn við því að maður myndi hrópa húrra og að allt yrði frábært. Svo er allt í einu raunveruleikinn bara smá öðruvísi. Þannig að maður er kannski bara svolítið eftir sig. En nú ætla ég bara að njóta með fjölskyldunni og vona að þetta setji ákveðinn punkt í þetta fyrir mig.“ Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 12. janúar 2023 15:35 Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33 „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
„Þetta er að sjálfsögðu léttir. Þessu fylgir að sumu leyti líka skrítin tilfinning. Þetta er spennufall, að sumu leyti smá tómleiki. Manni finnst eins og þetta ættu að vera einhverskonar endalok en eftir situr þetta allt saman í manni einhvern veginn,“ segir Ragnhildur í samtali við Vísi. Hún tekur fram að hún fagni niðurstöðu Landsréttar. Þetta hafi verið það sem hún vonaðist eftir, þó hún hafi samt alltaf líka óttast það versta. „Ég vona að ég geti sett ákveðinn punkt fyrir aftan þetta núna. Það eru fimm ár síðan ég kærði þetta og þetta er búið að vera rosalega langur tími, með rosalega mikilli baráttu,“ segir Ragnhildur. Hún segist vera eftir sig á þessari stundu. Dagarnir áður en dómur hafi verið kveðinn upp hafi verið sér erfiðir. „Ég hef aðallega átt erfitt með að sofa, svona þegar maður veit að þessi dómur er að koma. En ég vona að ég muni geta lokað á það og haldið áfram og að ég þurfi ekki að velta mér endalaust upp úr þessu eisn og þetta er búið að vera svolítið undanfarin ár,“ segir Ragnhildur. „Ég bjóst einhvern veginn við því að maður myndi hrópa húrra og að allt yrði frábært. Svo er allt í einu raunveruleikinn bara smá öðruvísi. Þannig að maður er kannski bara svolítið eftir sig. En nú ætla ég bara að njóta með fjölskyldunni og vona að þetta setji ákveðinn punkt í þetta fyrir mig.“
Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 12. janúar 2023 15:35 Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33 „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 12. janúar 2023 15:35
Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33
„Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00