Íslenski boltinn

KA og Keflavík hafa engu að keppa en geta ráðið því hvaða lið fellur úr Bestu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fylkir og ÍBV berjast fyrr lífi sínu í Bestu deild karla í dag og Eyjamenn þurfa á litlu kraftaverki að halda ætli þeir að bjarga sér.
Fylkir og ÍBV berjast fyrr lífi sínu í Bestu deild karla í dag og Eyjamenn þurfa á litlu kraftaverki að halda ætli þeir að bjarga sér. Vísir/Diego

Lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta fer næstum því öll fram í dag og það er mikil spenna á botninum þar sem fjögur lið eiga það enn á hættu að falla úr deildinni.

Eyjamenn sitja í fallsæti fyrir lokaumferðina ásamt föllnum Keflvíkingum en Fram, HK og Fylkir geta líka öll fallið úr deildinni í dag.

  • Leikir dagsins í neðri hluta Bestu deildarinnar:
  • 14.00 KA-HK (Beint á Stöð 2 Besta Deildin 3)
  • 14.00 Fylkir-Fram (Beint á Stöð 2 Besta Deildin)
  • 14.00 ÍBV-Keflavík (Beint á Stöð 2 Besta Deildin 2)

Lið Fram og HK eru þremur stigum á undan ÍBV og eru einnig með betri markatölu. Það þarf því mikið að gerast til að þau tvö falli en eins og sagan hefur sýnt sig þá geta ótrúlegir hlutir gerst í fallbaráttunni í lokaumferðinni.

Fylkir er einu stigi á eftir Fram og HK en tveimur stigum á undan ÍBV.

Fram, HK og Fylkir eru öll með örlögin í sínum höndum en Eyjamenn þurfa bæði að vinna sinn leik og treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum.

Eyjamenn fá Keflavík í heimsókn út í Eyjar en neðsta liðið er löngu fallið. Eyjamenn gætu þurfti að vinna stórt til þess að bjarga sér.

Liðin í fallhættu fyrir lokaumferðina:

Fram 27 stig (Markatala: -12)

Bjarga sér: Sigur eða jafntefli á móti Fylki.

Falla: Tapa fyrir Fylki, ÍBV vinnur sinn leik og eyðir sjö marka forskoti Fram í markatölu. HK tapar ekki stórt.

+

HK 27 stig (Markatala: -13)

Bjarga sér: Sigur eða jafntefli á móti KA.

Falla: Tapa fyrir KA, ÍBV vinnur sinn leik og eyðir sex marka forskoti HK í markatölu. Fram tapar ekki stórt.

+

Fylkir 26 stig (Markatala: -16)

Bjarga sér: Sigur á Fram. Jafntefli ef ÍBV vinnur ekki með meira en tveimur mörkum.

Falla: Tapa fyrir Fylki og ÍBV vinnur sinn leik. Gera jafntefli, ÍBV vinnur og eyðir þriggja marka forskoti Fylkis í markatölu.

+

ÍBV 24 stig (Markatala: -19)

Bjarga sér: Sigur á móti Keflavík og Fram tapar. Geta líka náð HK og Fram að stigum en þurfa þá að vinna upp gott forskot þeirra í markatölu.

Falla: Ná ekki að vinna Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×