Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna í ræðunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. október 2023 19:01 Fimmtán ár eru liðin frá því að Geir bað Guð að blessa Ísland. visir Fimmtán ár eru liðin frá því að Geir H Haarde þáverandi forstætisráðherra Íslands bað Guð að blessa Ísland vegna hruns íslensku bankanna. Þá um kvöldið, 6. október 2008, samþykkti Alþingi fordæmalaus lög, neyðarlögin, sem veittu Fjármálaeftirlitinu víðtækar heimildir til að taka yfir starfsemi bankanna og veita innstæðum forgang yfir aðrar kröfur. „Ég hef nú aldrei haldið sérstaklega upp á þennan dag,“ segir Geir H. Haarde um tímamótin. Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fyrrnefnd neyðarlög það merkilega við daginn. Ætlunin með ræðunni hafi verið að búa fólk undir setningu neyðarlaganna. Geir var forsætisráðherra á árunum 2006 til 2009. Hann var síðar dæmdur af fjölskipuðum Landsdómi fyrir að brjóta gegn ákvæði í stjórnarskrá um ráðherraábyrgð. Síðan þá hafa nokkrir þingmenn beðið Geir afsökunar á því hvernig staðið var að þeirri málssókn. „Og svo hvernig spilaðist úr hlutunum þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem við lentum í. Við samþykktum lögin þarna um kvöldið og ríkisstjórnin, sem þá var Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, fékk stuðning Framsóknarflokksins við að koma þessum lögum á hraðferð í gegnum þingið. Tveir aðrir flokkar, Vinstri grænir og Frjálslyndir sátu hjá.“ Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna Landsbankinn fór á hliðina sama kvöld, Glitnir næsta dag og Kaupþing þar á eftir. „Það voru mjög alvarlegir atburðir þarna í uppsiglingu sem ég var að gefa fólki hugmynd um í þessari ræðu, án þess þó að ég væri að segja það berum orðum að það væri að verða hér bankahrun, að þeir væru að fara í gjaldþrot. Vegna þess að þá hefði mér verið kennt um það. Maður varð að sigla þarna milli skers og báru í þessu,“ segir Geir í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni hér að neðan. „Það hefur verið snúið út úr lokaorðunum í þessu, sem voru bara falleg kveðjuorð. Ýmsir andstæðingar mínir, til þessa dags, eru að velta sér upp úr þeim en þau voru auðvitað ekki aðalatriði þessarar ræðu. Heldur var þetta boðskapur til þjóðarinnar að hér færu mjög alvarlegir hlutir í hönd og það hefði náðst samkomulag um að koma þessum lögum í gegnum þingið um kvöldið.“ Hann segir stóra atriðið í lögunum hafa verið breyting á röð kröfuhafa. Innstæðueigendur voru settir í forgang eins og áður segir. Lánardrottnar bankanna komu því þar á eftir, erlendir sjóðir og fjármálastofnanir. Ekki ástæða til að óttast annað bankahrun „Ríkið tók ekki á sig skellinn vegna þess að bankarnir fóru í gjaldþrot, enda voru þeir einkafyrirtæki,“ segir Geir. Hann var spurður út í það efnahagsástand sem hefur myndast hér á landi á síðustu mánuðum og hvort landsmenn ættu að óttast það í ljósi sögunnar og þeirrar staðreyndar að hér varð hrun. „Ég held að það sé ekki nein ástæða til að óttast hér bankahrun,“ svaraði Geir. Varúðarráðstafanir hafi verið gerðar í kjölfar hrunsins til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Nú hafi hins vegar myndast verðbólguskot sem Íslendingar eru vanir, segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Hann sagðist vonast til þess að skynsamlegir kjarasamningar náist í vetur en vildi ekki blanda sér nánar í þau mál. „Ég er hættur,“ sagði Geir. Eins og áður segir má hlusta á viðtalið við hann í spilaranum að ofan Í ritröðinni Tíu ár frá hruni má nálgast upprifjanir og fréttaskýringar tengdar afmæli efnahagshrunsins á Íslandi. Alþingi Hrunið Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
„Ég hef nú aldrei haldið sérstaklega upp á þennan dag,“ segir Geir H. Haarde um tímamótin. Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fyrrnefnd neyðarlög það merkilega við daginn. Ætlunin með ræðunni hafi verið að búa fólk undir setningu neyðarlaganna. Geir var forsætisráðherra á árunum 2006 til 2009. Hann var síðar dæmdur af fjölskipuðum Landsdómi fyrir að brjóta gegn ákvæði í stjórnarskrá um ráðherraábyrgð. Síðan þá hafa nokkrir þingmenn beðið Geir afsökunar á því hvernig staðið var að þeirri málssókn. „Og svo hvernig spilaðist úr hlutunum þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem við lentum í. Við samþykktum lögin þarna um kvöldið og ríkisstjórnin, sem þá var Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, fékk stuðning Framsóknarflokksins við að koma þessum lögum á hraðferð í gegnum þingið. Tveir aðrir flokkar, Vinstri grænir og Frjálslyndir sátu hjá.“ Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna Landsbankinn fór á hliðina sama kvöld, Glitnir næsta dag og Kaupþing þar á eftir. „Það voru mjög alvarlegir atburðir þarna í uppsiglingu sem ég var að gefa fólki hugmynd um í þessari ræðu, án þess þó að ég væri að segja það berum orðum að það væri að verða hér bankahrun, að þeir væru að fara í gjaldþrot. Vegna þess að þá hefði mér verið kennt um það. Maður varð að sigla þarna milli skers og báru í þessu,“ segir Geir í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni hér að neðan. „Það hefur verið snúið út úr lokaorðunum í þessu, sem voru bara falleg kveðjuorð. Ýmsir andstæðingar mínir, til þessa dags, eru að velta sér upp úr þeim en þau voru auðvitað ekki aðalatriði þessarar ræðu. Heldur var þetta boðskapur til þjóðarinnar að hér færu mjög alvarlegir hlutir í hönd og það hefði náðst samkomulag um að koma þessum lögum í gegnum þingið um kvöldið.“ Hann segir stóra atriðið í lögunum hafa verið breyting á röð kröfuhafa. Innstæðueigendur voru settir í forgang eins og áður segir. Lánardrottnar bankanna komu því þar á eftir, erlendir sjóðir og fjármálastofnanir. Ekki ástæða til að óttast annað bankahrun „Ríkið tók ekki á sig skellinn vegna þess að bankarnir fóru í gjaldþrot, enda voru þeir einkafyrirtæki,“ segir Geir. Hann var spurður út í það efnahagsástand sem hefur myndast hér á landi á síðustu mánuðum og hvort landsmenn ættu að óttast það í ljósi sögunnar og þeirrar staðreyndar að hér varð hrun. „Ég held að það sé ekki nein ástæða til að óttast hér bankahrun,“ svaraði Geir. Varúðarráðstafanir hafi verið gerðar í kjölfar hrunsins til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Nú hafi hins vegar myndast verðbólguskot sem Íslendingar eru vanir, segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Hann sagðist vonast til þess að skynsamlegir kjarasamningar náist í vetur en vildi ekki blanda sér nánar í þau mál. „Ég er hættur,“ sagði Geir. Eins og áður segir má hlusta á viðtalið við hann í spilaranum að ofan Í ritröðinni Tíu ár frá hruni má nálgast upprifjanir og fréttaskýringar tengdar afmæli efnahagshrunsins á Íslandi.
Alþingi Hrunið Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent