„Við erum að fara að mæta í þennan leil til að vinna hann eins og alla hina og ef það þýðir að Fylkir falli þá verður að hafa það.“
„Við unnum síðasta leik okkar sem kom okkur í þessa stöðu sem við erum í sem er góð en það er mögulegt að við föllum þannig við mætum tilbúnir.“
Ragnar vill ekki meina að hann eigi erfitt með að mæta uppeldisfélaginu sínu í svona leik.
„Nei eins og er þá er ég ekkert að hugsa um það. Við mætum í þennan leik eins og hvern annan og ég er bara að einblína á okkar lið , ég er þjálfari Fram núna og þess vegna er öll athygli mín á því.“
„Ef við vinnum þá og þeir falla þá er það í rauninni þeim að kenna en það er ekki það sem ég vil, að sjá Fylki falla úr þessari deild,“ endaði Ragnar á að segja.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.