Valur tók á móti Breiðablik í lokaumferð Bestu-deildar kvenna í gær. Úrslit leiksins skiptu Valskonur litlu máli þar sem liðið hafði þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, en Breiðablik þurfti helst sigur til að tryggja sér annað sæti deildarinnar.
Blikar unnu að lokum 1-0 útisigur með marki frá Katrínu Ásbjörnsdóttur, en það voru þó Valskonur sem fögnuðu manna mest í leikslok.
Diego, ljósmyndari Vísis, var á vellinum í gær og fangaði stemninguna þegar skjöldurinn frægi fór á loft.





