„Viljum viðhalda hungrinu“ Dagur Lárusson skrifar 7. október 2023 16:59 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni. vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum ánægður eftir frammistöðu síns líðs gegn Val í Bestu deild karla í dag þar sem Víkingur vann 5-1. „Þetta var alveg geggjað og fyrri hálfleikurinn líka þó svo að við hefðum getað nýtt okkar möguleika betur,“ byrjaði Arnar að segja. „Í hálfleiknum fórum við aðeins yfir það hvað við þyrftum að gera því það voru nokkir möguleikar í stöðunni og við keyrðum vel á þá strax frá upphafi seinni hálfleiks.“ Arnar var ánægður að liðið hans gat loksins sýnt sitt rétta andlit eftir lélegar frammistöður í síðustu leikjum. „Jú ég er ánægður með það. Eins og ég sagði fyrir leik þá virðist það vera þannig með okkur að við þurfum að finna eitthvað til þess að berjast fyrir og það er áskorun. Ef við höfum ekki eitthvað til að berjast fyrir þá eigum við það til að sýna ekki okkar rétta andlit.“ „Ef við viljum vera topplið, sem við erum, þá þurfa menn að mæta í alla leiki. En ég skil alveg að stundum vilja menn taka sér smá frí. En við þrátt fyrir allt erum við búnir að spila ágætlega í þessari úrslitakeppni en það hefur alltaf vantað eitthvað nema í dag því mér fannst við virkilega sterkir og við vildum líka veislunni gangandi í allan dag og allt kvöld.“ Arnar var síðan spurður út í framhaldið. „Við viljum halda sama hóp og vonandi gerum við það og mögulga náum við að bæta við einum eða tveimur sterkum leikmönnum við þennan hóp. Við viljum viðhalda hungrinu hjá mér, leikmönnunum og starfsfólkinu. Það er nóg eftir til þess að stefna að, við viljum vinna fleiri titla og síðan viljum við líka komast í riðlakeppni í Evrópu til dæmis.“ Arnar var einnig spurður út í leikmannamál. „Ég býst við því að leikmenn sem eru að renna út á samning eins og Oliver verði áfram. Mér skilst að það sé verið að leggja lokahönd á það bjóða þeim nýjan samning þannig ég vona að þeir verði áfram.“ Að lokum var Arnar spurður út í möguleikann að fá Jón Guðna Fjóluson til liðsins. „Ef leikmaður á borð við Jón Guðna er laus og hann vill koma þá auðvitað myndum við skoða það,“ endaði Arnar Gunnlaugsson á að segja. Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. 7. október 2023 13:16 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Sjá meira
„Þetta var alveg geggjað og fyrri hálfleikurinn líka þó svo að við hefðum getað nýtt okkar möguleika betur,“ byrjaði Arnar að segja. „Í hálfleiknum fórum við aðeins yfir það hvað við þyrftum að gera því það voru nokkir möguleikar í stöðunni og við keyrðum vel á þá strax frá upphafi seinni hálfleiks.“ Arnar var ánægður að liðið hans gat loksins sýnt sitt rétta andlit eftir lélegar frammistöður í síðustu leikjum. „Jú ég er ánægður með það. Eins og ég sagði fyrir leik þá virðist það vera þannig með okkur að við þurfum að finna eitthvað til þess að berjast fyrir og það er áskorun. Ef við höfum ekki eitthvað til að berjast fyrir þá eigum við það til að sýna ekki okkar rétta andlit.“ „Ef við viljum vera topplið, sem við erum, þá þurfa menn að mæta í alla leiki. En ég skil alveg að stundum vilja menn taka sér smá frí. En við þrátt fyrir allt erum við búnir að spila ágætlega í þessari úrslitakeppni en það hefur alltaf vantað eitthvað nema í dag því mér fannst við virkilega sterkir og við vildum líka veislunni gangandi í allan dag og allt kvöld.“ Arnar var síðan spurður út í framhaldið. „Við viljum halda sama hóp og vonandi gerum við það og mögulga náum við að bæta við einum eða tveimur sterkum leikmönnum við þennan hóp. Við viljum viðhalda hungrinu hjá mér, leikmönnunum og starfsfólkinu. Það er nóg eftir til þess að stefna að, við viljum vinna fleiri titla og síðan viljum við líka komast í riðlakeppni í Evrópu til dæmis.“ Arnar var einnig spurður út í leikmannamál. „Ég býst við því að leikmenn sem eru að renna út á samning eins og Oliver verði áfram. Mér skilst að það sé verið að leggja lokahönd á það bjóða þeim nýjan samning þannig ég vona að þeir verði áfram.“ Að lokum var Arnar spurður út í möguleikann að fá Jón Guðna Fjóluson til liðsins. „Ef leikmaður á borð við Jón Guðna er laus og hann vill koma þá auðvitað myndum við skoða það,“ endaði Arnar Gunnlaugsson á að segja.
Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. 7. október 2023 13:16 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. 7. október 2023 13:16