Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. október 2023 20:21 Guðlaugur, sem hefur laxeldið að litlu leyti á sinni ráðherrakönnu, fékk ekkert sérlega hlýjar kveðjur. Hann kveðst hafa haft áhyggjur af eldinu lengi. Valgarð Gíslason Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. Það var fjölmennt á Austurvelli í dag. Umræðan um skaðsemi sjókvíaeldis hefur enda verið hávær og áberandi síðustu vikur, eða frá því að göt á kví ArcticFish uppgötvuðust í Patreksfirði. Síðan þá hafa laxveiðimenn tilkynnt fjöldann allan af eldislöxum til Hafró, sem komu úr ám víðsvegar á Norður og Vesturlandi. Valgarð Gíslason Guðlaugur Þór flutti stutta ræðu. Mótmælin sagði hann ekki koma til af góðu. „Þetta kemur til vegna þess að því sem var lofað, gekk ekki eftir. Það er hvorki meira né minna undir en náttúra Íslands. Það hefur oft verið sagt að við séum ekki tilbúin að vernda það sem er mikilvægt en þessi stórkostlega mæting hér sýnir að svo er ekki,“ sagði Guðlaugur og þakkaði mótmælendum fyrir mætinguna. Ráðherra skammaður Í stað þess að fagna þeim orðum Guðlaugs heyrðist hrópað úr mótmælendahópnum og ráðherrann beðinn að gera eitthvað í málnum. Á endanum var baulað á Guðlaug sem klóraði þó í bakkann og fékk nokkra til að klappa þegar hann þakkaði mótmælendum í annað sinn. Ávarp hans má sjá í heild sinni hér að neðan, sem og viðtal eftir ávarpið. Þegar ávarpi Guðlaugs lauk og hann steig niður af sviðinu gantaðist Guðlaugur með það við skipuleggjanda að hann væri hataður af fiskeldisfyrirtækjunum en líka skammaður eins og hundur þegar hann mæti til á mótmæli til að sýna samstöðu. Hann tók það fram í viðtali eftir ræðuna að fiskeldið væri ekki á hans borði heldur sjávarútvegsráðherra. Heilbrigðiseftirlit sé hins vegar í hans verkahring og sagði Guðlaugur að niðurstöður skýrslu liggi fyrir sem eigi að styrkja það eftirlit. Mótmælendur helltu „lúsaeitri“ yfir eldislaxana, sem eiga það til að vera lúsugir.Valgarð Gíslason Upp á land, segir Bubbi Bubbi Morthens, sem er mikill laxveiðimaður, segir mótmælin stafa af því að íslensk náttúra eigi undir högg að sækja. Bubbi spilaði fyrir mótmælendur. Hann vill eldið á land.Valgarð Gíslason „Laxeldi á að vera uppi á landi, ég er ekki á móti laxeldi, alls ekki. Þetta snýst ekki um laxveiðimenn, þetta snýst um náttúru Íslands,“ sagði Bubbi sem fullyrðir að firðir landsins verði eyðimörk verði ekkert að gert. „En Svandís þú ert að standa þig, þú mátt eiga það. Einn ráðherra og þingmanna á Íslandi,“ sagði Bubbi í lok viðtalsins sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Sviðin jörð Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum ávarpaði einnig fundinn. „Fyrir lágu sorgleg dæmi frá Noregi, Kanada og öðrum löndum þar sem sjókvíaeldi á laxi hefur verið stundað og skilið eftir sig sviðna jörð. Sjúkdóma, mengaðar ár og sjór og eyðingu laxastofna,“ sagði Jóhannes í ávarpi sem má sjá hér að neðan. Skilaboðin voru skýr.Valgarð Gíslason Ungir sem aldnir mótmæltu.Valgarð Gíslason Mönnum var heitt í hamsi.Valgarð Gíslason Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Það var fjölmennt á Austurvelli í dag. Umræðan um skaðsemi sjókvíaeldis hefur enda verið hávær og áberandi síðustu vikur, eða frá því að göt á kví ArcticFish uppgötvuðust í Patreksfirði. Síðan þá hafa laxveiðimenn tilkynnt fjöldann allan af eldislöxum til Hafró, sem komu úr ám víðsvegar á Norður og Vesturlandi. Valgarð Gíslason Guðlaugur Þór flutti stutta ræðu. Mótmælin sagði hann ekki koma til af góðu. „Þetta kemur til vegna þess að því sem var lofað, gekk ekki eftir. Það er hvorki meira né minna undir en náttúra Íslands. Það hefur oft verið sagt að við séum ekki tilbúin að vernda það sem er mikilvægt en þessi stórkostlega mæting hér sýnir að svo er ekki,“ sagði Guðlaugur og þakkaði mótmælendum fyrir mætinguna. Ráðherra skammaður Í stað þess að fagna þeim orðum Guðlaugs heyrðist hrópað úr mótmælendahópnum og ráðherrann beðinn að gera eitthvað í málnum. Á endanum var baulað á Guðlaug sem klóraði þó í bakkann og fékk nokkra til að klappa þegar hann þakkaði mótmælendum í annað sinn. Ávarp hans má sjá í heild sinni hér að neðan, sem og viðtal eftir ávarpið. Þegar ávarpi Guðlaugs lauk og hann steig niður af sviðinu gantaðist Guðlaugur með það við skipuleggjanda að hann væri hataður af fiskeldisfyrirtækjunum en líka skammaður eins og hundur þegar hann mæti til á mótmæli til að sýna samstöðu. Hann tók það fram í viðtali eftir ræðuna að fiskeldið væri ekki á hans borði heldur sjávarútvegsráðherra. Heilbrigðiseftirlit sé hins vegar í hans verkahring og sagði Guðlaugur að niðurstöður skýrslu liggi fyrir sem eigi að styrkja það eftirlit. Mótmælendur helltu „lúsaeitri“ yfir eldislaxana, sem eiga það til að vera lúsugir.Valgarð Gíslason Upp á land, segir Bubbi Bubbi Morthens, sem er mikill laxveiðimaður, segir mótmælin stafa af því að íslensk náttúra eigi undir högg að sækja. Bubbi spilaði fyrir mótmælendur. Hann vill eldið á land.Valgarð Gíslason „Laxeldi á að vera uppi á landi, ég er ekki á móti laxeldi, alls ekki. Þetta snýst ekki um laxveiðimenn, þetta snýst um náttúru Íslands,“ sagði Bubbi sem fullyrðir að firðir landsins verði eyðimörk verði ekkert að gert. „En Svandís þú ert að standa þig, þú mátt eiga það. Einn ráðherra og þingmanna á Íslandi,“ sagði Bubbi í lok viðtalsins sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Sviðin jörð Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum ávarpaði einnig fundinn. „Fyrir lágu sorgleg dæmi frá Noregi, Kanada og öðrum löndum þar sem sjókvíaeldi á laxi hefur verið stundað og skilið eftir sig sviðna jörð. Sjúkdóma, mengaðar ár og sjór og eyðingu laxastofna,“ sagði Jóhannes í ávarpi sem má sjá hér að neðan. Skilaboðin voru skýr.Valgarð Gíslason Ungir sem aldnir mótmæltu.Valgarð Gíslason Mönnum var heitt í hamsi.Valgarð Gíslason
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira