Óttast að átökin verði langvinn Eiður Þór Árnason skrifar 8. október 2023 00:00 Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína. Stöð 2 Fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína óttast að yfirstandandi átök Ísraelshers og hernaðararms Hamas-samtakanna komi til með að verða langvinn. Samkomulag sem feli í sér skipti á pólitískum föngum og stríðsföngum þurfi líklega til að lægja öldurnar. 250 Ísraelsmenn eru sagðir hafa farist í umfangsmestu árásum Hamas á Ísrael í fleiri ár og talið að tugir Ísraelsmanna séu í haldi hernaðararms samtakanna. Ísrael hefur svarað með loftárásum á Gaza-ströndina þar sem yfir 230 liggja í valnum, að sögn yfirvalda þar. Átökin héldu áfram á laugardagskvöld og varð höfuðborgin Tel Aviv og fleiri miðlægar borgir í Ísrael fyrir nýrri hríð flugskeytaárása. Stjórnvöld í Ísrael segja nú barist við Hamas á 22 stöðum í landinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi við Ísraelsstjórn. Ísraelsstjórn sýnt aukna hörku Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína þekkir vel til á svæðinu og segir enga einhlíta skýringu vera á tímasetningu árásanna sem eigi sér langan aðdraganda. „Á Vesturbakkanum þá hafa árásirnar aldrei verið grimmari en núna, enda eru komnir til í valda í ríkisstjórn í Ísrael aðilar sem telja Palestínumenn eiga engan rétt. Það eru svokallaðir hreinir fasistar sem eru komnir í ríkisstjórnina og eru einmitt úr landræningjaflokkunum sem eru orðnir æ meira ráðandi í Ísrael. Er mörgum brugðið sem hafa hingað til reynt að skilja framferði Ísraelsmanna,“ sagði Sveinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn bætir við að Qassam-sveitirnar, hernaðarlegur armur Hamas-samtakanna hafi sagt slæma meðferðar á fimm þúsund pólitískum föngum í ísraelskum fangelsum, vera meðal ástæða fyrir árásunum nú. „Þeir tala um þessa svívirðingu sem trú þeirra hefur verið sýnt með innrás í Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem sem er þriðji helgasti staður múslima og síðast en ekki síst þá tala þeir um þetta grimmúðlega hernám sem þeir eru í rauninni búin að búa við í 75 ár. Það má skilja það að það er réttur hverrar þjóðar, hvort sem það er Úkraína eða Palestína að berjast gegn hernámi með öllum ráðum,“ segir Sveinn. Hamas njóti ekki stuðnings allra Palestínumanna Sveinn segir ekki hægt að setja samasemmerki milli Hamas-liða og palestínsku þjóðarinnar þar sem Hamas sé aðeins eitt af mörgum stjórnmálaöflum í Palestínu. Lengi hafi Fatah-flokkur Mahmoud Abbas Palestínuforseta verið ráðandi á Vesturbakkanum en í síðustu þingkosningum sem fram fóru árið 2006 hafi Hamas-samtökin fengið tvo þriðju hluta þingmanna. Það þing hafi verið leyst upp af Abbas og ekki verið kosið aftur til þings síðan þá. Ljóst er að mikil harka er í átökum Hamas og Ísraelshers og hefur Benjamin Netanyahu Ísraelsforseti lýst yfir stríði. Sveinn óttast að átökin geti orðið langvinn. „Ég minnist stríðsins og einliða árásanna sumarið 2014 en þá féllu í valinn um 2.300 Palestínumenn. 551 barn var myrt í þeim árásum og það tók þá nokkurn tíma. Þetta stríð tók 50 daga áður en það náðist samkomulag.“ Greinilegt sé að nú þurfi að nást samningur milli Ísraelsstjórnar og Hamas um skipti á föngum til að lægja öldurnar. „Það er mjög mikilvægt í þessum aðgerðum Hamas-samtakanna að þeim skuli hafa tekist að ná svona mörgum stríðsföngum eða gíslum, hvað við viljum kalla það. Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning. Við getum líka munað það að herskyldan í Ísrael nær til allra frá 18 ára aldri eða 17 og upp úr og svo það eru allir í varaliðinu,“ sagði Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína í kvöldfréttum Stöðvar 2. Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
250 Ísraelsmenn eru sagðir hafa farist í umfangsmestu árásum Hamas á Ísrael í fleiri ár og talið að tugir Ísraelsmanna séu í haldi hernaðararms samtakanna. Ísrael hefur svarað með loftárásum á Gaza-ströndina þar sem yfir 230 liggja í valnum, að sögn yfirvalda þar. Átökin héldu áfram á laugardagskvöld og varð höfuðborgin Tel Aviv og fleiri miðlægar borgir í Ísrael fyrir nýrri hríð flugskeytaárása. Stjórnvöld í Ísrael segja nú barist við Hamas á 22 stöðum í landinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi við Ísraelsstjórn. Ísraelsstjórn sýnt aukna hörku Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína þekkir vel til á svæðinu og segir enga einhlíta skýringu vera á tímasetningu árásanna sem eigi sér langan aðdraganda. „Á Vesturbakkanum þá hafa árásirnar aldrei verið grimmari en núna, enda eru komnir til í valda í ríkisstjórn í Ísrael aðilar sem telja Palestínumenn eiga engan rétt. Það eru svokallaðir hreinir fasistar sem eru komnir í ríkisstjórnina og eru einmitt úr landræningjaflokkunum sem eru orðnir æ meira ráðandi í Ísrael. Er mörgum brugðið sem hafa hingað til reynt að skilja framferði Ísraelsmanna,“ sagði Sveinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn bætir við að Qassam-sveitirnar, hernaðarlegur armur Hamas-samtakanna hafi sagt slæma meðferðar á fimm þúsund pólitískum föngum í ísraelskum fangelsum, vera meðal ástæða fyrir árásunum nú. „Þeir tala um þessa svívirðingu sem trú þeirra hefur verið sýnt með innrás í Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem sem er þriðji helgasti staður múslima og síðast en ekki síst þá tala þeir um þetta grimmúðlega hernám sem þeir eru í rauninni búin að búa við í 75 ár. Það má skilja það að það er réttur hverrar þjóðar, hvort sem það er Úkraína eða Palestína að berjast gegn hernámi með öllum ráðum,“ segir Sveinn. Hamas njóti ekki stuðnings allra Palestínumanna Sveinn segir ekki hægt að setja samasemmerki milli Hamas-liða og palestínsku þjóðarinnar þar sem Hamas sé aðeins eitt af mörgum stjórnmálaöflum í Palestínu. Lengi hafi Fatah-flokkur Mahmoud Abbas Palestínuforseta verið ráðandi á Vesturbakkanum en í síðustu þingkosningum sem fram fóru árið 2006 hafi Hamas-samtökin fengið tvo þriðju hluta þingmanna. Það þing hafi verið leyst upp af Abbas og ekki verið kosið aftur til þings síðan þá. Ljóst er að mikil harka er í átökum Hamas og Ísraelshers og hefur Benjamin Netanyahu Ísraelsforseti lýst yfir stríði. Sveinn óttast að átökin geti orðið langvinn. „Ég minnist stríðsins og einliða árásanna sumarið 2014 en þá féllu í valinn um 2.300 Palestínumenn. 551 barn var myrt í þeim árásum og það tók þá nokkurn tíma. Þetta stríð tók 50 daga áður en það náðist samkomulag.“ Greinilegt sé að nú þurfi að nást samningur milli Ísraelsstjórnar og Hamas um skipti á föngum til að lægja öldurnar. „Það er mjög mikilvægt í þessum aðgerðum Hamas-samtakanna að þeim skuli hafa tekist að ná svona mörgum stríðsföngum eða gíslum, hvað við viljum kalla það. Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning. Við getum líka munað það að herskyldan í Ísrael nær til allra frá 18 ára aldri eða 17 og upp úr og svo það eru allir í varaliðinu,“ sagði Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira