West Ham nældi sér í stig og Wolves tókst að halda út manni færri Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2023 15:10 Mohamed Kudus skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir West Ham í dag Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 í dag og enduðu þeir allir með jafntefli. West Ham tryggði sér stig á lokamínútum gegn Newcastle og Wolves tókst að halda út manni færri gegn Aston Villa. Hamrarnir komust snemma yfir þegar Tomas Soucek skoraði úr fyrstu sókn heimamanna í leiknum. Gott samspil Lucas Paqueta og Emerson skilaði sér í færi sem Soucek átti auðvelt með að klára. Newcastle liðið var lengi í gang, hélt boltanum vel sín á milli og ógnaði marki West Ham lítið í fyrri hálfleiknum, en fann svo taktinn í þeim seinni. Alexander Isak jafnaði metin á 57. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Kieran Trippier sem varnarmönnum West Ham tókst ekki að skalla frá, boltinn datt svo fyrir Isak á fjærstönginni sem kom honum í netið. Aðeins fimm mínútum síðar var Alexander Isak aftur á ferðinni og kom Newcastle 2-1 yfir eftir frábæra fyrirgjöf Miguel Almiron. Isak var svo hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna á 73. mínútu leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina, komst framhjá markverði West Ham en skaut boltanum í stöngina. Mohamed Kudus kom inn á 76. mínútu og skoraði jöfnunarmark West Ham á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hans fyrsta deildarmark fyrir West Ham tryggði þeim stigið í dag. Leikur Wolves gegn Aston Villa var heldur tíðindalítill í fyrri hálfleiknum, liðin spiluðu þéttan varnarleik, voru föst fyrir og tókst illa að skapa sér færi. Staðan var því markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það var ekki langt liðið af seinni hálfleiknum þegar Hwang Hee-Chan kom Wolves yfir eftir góða skyndisókn og fyrirgjöf frá Pedro Neto. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan svo orðin jöfn á ný, en það var Spánverjinn Pau Torres sem skoraði mark West Ham. Markið kom eftir fyrirgjöf Ollie Watkins úr aukaspyrnu, góður bolti frá honum á fjærstöngina og Torres stangaði hann í netið. Leikurinn var æsispennandi fram að lokamínútu og endaði ekki fyrr en 13 mínútum eftir venjulegan leiktíma. Wolves spiluðu manni færri síðustu tíu mínúturnar eftir að Yerry Lemina fékk sitt annað gula spjald, en fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaða leiksins. Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Hamrarnir komust snemma yfir þegar Tomas Soucek skoraði úr fyrstu sókn heimamanna í leiknum. Gott samspil Lucas Paqueta og Emerson skilaði sér í færi sem Soucek átti auðvelt með að klára. Newcastle liðið var lengi í gang, hélt boltanum vel sín á milli og ógnaði marki West Ham lítið í fyrri hálfleiknum, en fann svo taktinn í þeim seinni. Alexander Isak jafnaði metin á 57. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Kieran Trippier sem varnarmönnum West Ham tókst ekki að skalla frá, boltinn datt svo fyrir Isak á fjærstönginni sem kom honum í netið. Aðeins fimm mínútum síðar var Alexander Isak aftur á ferðinni og kom Newcastle 2-1 yfir eftir frábæra fyrirgjöf Miguel Almiron. Isak var svo hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna á 73. mínútu leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina, komst framhjá markverði West Ham en skaut boltanum í stöngina. Mohamed Kudus kom inn á 76. mínútu og skoraði jöfnunarmark West Ham á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hans fyrsta deildarmark fyrir West Ham tryggði þeim stigið í dag. Leikur Wolves gegn Aston Villa var heldur tíðindalítill í fyrri hálfleiknum, liðin spiluðu þéttan varnarleik, voru föst fyrir og tókst illa að skapa sér færi. Staðan var því markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það var ekki langt liðið af seinni hálfleiknum þegar Hwang Hee-Chan kom Wolves yfir eftir góða skyndisókn og fyrirgjöf frá Pedro Neto. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan svo orðin jöfn á ný, en það var Spánverjinn Pau Torres sem skoraði mark West Ham. Markið kom eftir fyrirgjöf Ollie Watkins úr aukaspyrnu, góður bolti frá honum á fjærstöngina og Torres stangaði hann í netið. Leikurinn var æsispennandi fram að lokamínútu og endaði ekki fyrr en 13 mínútum eftir venjulegan leiktíma. Wolves spiluðu manni færri síðustu tíu mínúturnar eftir að Yerry Lemina fékk sitt annað gula spjald, en fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaða leiksins.
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira