West Ham nældi sér í stig og Wolves tókst að halda út manni færri Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2023 15:10 Mohamed Kudus skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir West Ham í dag Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 í dag og enduðu þeir allir með jafntefli. West Ham tryggði sér stig á lokamínútum gegn Newcastle og Wolves tókst að halda út manni færri gegn Aston Villa. Hamrarnir komust snemma yfir þegar Tomas Soucek skoraði úr fyrstu sókn heimamanna í leiknum. Gott samspil Lucas Paqueta og Emerson skilaði sér í færi sem Soucek átti auðvelt með að klára. Newcastle liðið var lengi í gang, hélt boltanum vel sín á milli og ógnaði marki West Ham lítið í fyrri hálfleiknum, en fann svo taktinn í þeim seinni. Alexander Isak jafnaði metin á 57. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Kieran Trippier sem varnarmönnum West Ham tókst ekki að skalla frá, boltinn datt svo fyrir Isak á fjærstönginni sem kom honum í netið. Aðeins fimm mínútum síðar var Alexander Isak aftur á ferðinni og kom Newcastle 2-1 yfir eftir frábæra fyrirgjöf Miguel Almiron. Isak var svo hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna á 73. mínútu leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina, komst framhjá markverði West Ham en skaut boltanum í stöngina. Mohamed Kudus kom inn á 76. mínútu og skoraði jöfnunarmark West Ham á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hans fyrsta deildarmark fyrir West Ham tryggði þeim stigið í dag. Leikur Wolves gegn Aston Villa var heldur tíðindalítill í fyrri hálfleiknum, liðin spiluðu þéttan varnarleik, voru föst fyrir og tókst illa að skapa sér færi. Staðan var því markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það var ekki langt liðið af seinni hálfleiknum þegar Hwang Hee-Chan kom Wolves yfir eftir góða skyndisókn og fyrirgjöf frá Pedro Neto. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan svo orðin jöfn á ný, en það var Spánverjinn Pau Torres sem skoraði mark West Ham. Markið kom eftir fyrirgjöf Ollie Watkins úr aukaspyrnu, góður bolti frá honum á fjærstöngina og Torres stangaði hann í netið. Leikurinn var æsispennandi fram að lokamínútu og endaði ekki fyrr en 13 mínútum eftir venjulegan leiktíma. Wolves spiluðu manni færri síðustu tíu mínúturnar eftir að Yerry Lemina fékk sitt annað gula spjald, en fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaða leiksins. Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Sjá meira
Hamrarnir komust snemma yfir þegar Tomas Soucek skoraði úr fyrstu sókn heimamanna í leiknum. Gott samspil Lucas Paqueta og Emerson skilaði sér í færi sem Soucek átti auðvelt með að klára. Newcastle liðið var lengi í gang, hélt boltanum vel sín á milli og ógnaði marki West Ham lítið í fyrri hálfleiknum, en fann svo taktinn í þeim seinni. Alexander Isak jafnaði metin á 57. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Kieran Trippier sem varnarmönnum West Ham tókst ekki að skalla frá, boltinn datt svo fyrir Isak á fjærstönginni sem kom honum í netið. Aðeins fimm mínútum síðar var Alexander Isak aftur á ferðinni og kom Newcastle 2-1 yfir eftir frábæra fyrirgjöf Miguel Almiron. Isak var svo hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna á 73. mínútu leiksins þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina, komst framhjá markverði West Ham en skaut boltanum í stöngina. Mohamed Kudus kom inn á 76. mínútu og skoraði jöfnunarmark West Ham á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hans fyrsta deildarmark fyrir West Ham tryggði þeim stigið í dag. Leikur Wolves gegn Aston Villa var heldur tíðindalítill í fyrri hálfleiknum, liðin spiluðu þéttan varnarleik, voru föst fyrir og tókst illa að skapa sér færi. Staðan var því markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það var ekki langt liðið af seinni hálfleiknum þegar Hwang Hee-Chan kom Wolves yfir eftir góða skyndisókn og fyrirgjöf frá Pedro Neto. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan svo orðin jöfn á ný, en það var Spánverjinn Pau Torres sem skoraði mark West Ham. Markið kom eftir fyrirgjöf Ollie Watkins úr aukaspyrnu, góður bolti frá honum á fjærstöngina og Torres stangaði hann í netið. Leikurinn var æsispennandi fram að lokamínútu og endaði ekki fyrr en 13 mínútum eftir venjulegan leiktíma. Wolves spiluðu manni færri síðustu tíu mínúturnar eftir að Yerry Lemina fékk sitt annað gula spjald, en fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaða leiksins.
Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Sjá meira