„Að vinna loksins Manchester City í ensku úrvalsdeildinni var frábært fyrir Arsenal en líka gott fyrir titilbaráttuna,“ skrifaði Alan Shearer í pistli sínum á heimasíðu breska ríkisútvarpsins.
„Ég held enn að þetta verði bara Skytturnar og City sem munu berjast um titilinn á lokasprettinum en nú munar samt bara þremur stigum á efstu fjórum liðunum sem hefur þeim öllum von,“ skrifaði Shearer.
Exciting news! In his latest column, Alan Shearer shares his thoughts on Arsenal's epic victory over Man City and how it's shaking up the Premier League title race! Don't miss out on his insightful analysis! Check it out here https://t.co/SfFpWlq7aB
— Sallyhafez (@Sallyhafez8) October 9, 2023
„Það óvæntasta er að sjá Tottenham vera í efsta sætinu nú þegar við förum inn í landsleikjahlé en þeir eru á flugi undir stjórn nýja stjórans Ange Postecoglou og hafa náð í frábær úrslit. Ég er ekki viss um hversu lengi Tottenham verður á toppnum en það mun vissulega hjálpa þeim við að halda sig inn á topp fjögur að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af Evrópukeppni,“ skrifaði Shearer.
„Það þýðir að það eru ekki eins miklar kröfur á leikmenn eins og liðin í kringum þau sem eru að keppa í Evrópu. Við sáum hvernig þetta hjálpaði Newcastle að komast inn í Meistaradeildina í fyrra og núna getur þetta hjálpað Spurs líka,“ skrifaði Shearer.
„Ég held bara að á einhverjum tímapunkti munu þeir sakna Harry Kane og stigunum sem hann náði í hús með mörkum í leikjum þegar þeir voru ekki að spila vel. Þeir eru samt í engum vandræðum án hans þessa stundina,“ skrifaði Shearer.
Það má lesa allan pistil hans hér.