Guardiola um rifrildið eftir leik í gær: Arsenal menn vita ástæðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 07:56 Mikel Arteta og Pep Guardiola unnu lengi saman hjá Manchester City en keppa nú um titilinn. Getty/Lexy Ilsley Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, neitaði að segja frá því um hvað menn voru að rífast eftir stórleik Arsenal og Manchester City í gær. Arsenal vann leikinn 1-0 en eftir leik voru ósætti í gangi á milli Kyle Walker, varnarmanns City, og Nicolas Jover, sem er sér um föstu leikatriðin hjá Arsenal. Gabriel Martinelli hafði tryggt Arsenal 1-0 sigur með marki á 86. mínútu leiksins en með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Manchester City og upp að hið Tottenham á toppnum. / Kyle Walker was involved in an altercation with Arsenal's coaching and ground staff because Nicolas Jover, Arsenal's set piece coach, attempted to shake Walker's hand, but Walker refused. #afc pic.twitter.com/PfFPFZMS5G— Arsenal Network (@ArsenalNetwork1) October 8, 2023 Manchester City er dottið niður í þriðja sætið en liðið tapaði þarna öðrum deildarleik sínum í röð. Walker var ósáttur með Jover sem vann áður hjá Manchester City og það sauð upp úr á milli þeirra á leið til búningsklefa. Jover bauð fram hönd sína en Walker neitaði að taka í höndina á honum. Erling Haaland togaði Walker síðan í burtu og Bukayo Saka reyndi að gera hið sama með Jover. Pep Guardiola var spurður út í atvikið eftir leikinn. „Ég veit hvað gerðist en ég ætla ekki að segja neitt. Arsenal menn vita ástæðuna,“ sagði Pep Guardiola. „Ekkert lið hefur unnið fjóra meistaratitla í röð. Lið geta tapað leikjum en við erum enn í október. Stundum er gott að lenda á eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lið sem er spáð titlinum lendir í því að elta. Við vorum mikið að elta á síðasta tímabili en tímabilið er langt,“ sagði Guardiola. „Þetta var erfiður leikur hjá okkur á móti Wolves. Ég vil óska Arsenal til hamingju. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera og við munum geta það. Við munum fá leikmenn aftur til baka og reynum að enda taphrinuna eins fljótt og hægt er á móti liðum eins og Brighton og [Manchester] United,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola on Kyle Walker's confrontation with Arsenal's set piece coach Nicolas Jover at Emirates. "I know what happened but I won't say anything... they know it" pic.twitter.com/nyE07F5luQ— (@ElijahKyama_) October 8, 2023 Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Arsenal vann leikinn 1-0 en eftir leik voru ósætti í gangi á milli Kyle Walker, varnarmanns City, og Nicolas Jover, sem er sér um föstu leikatriðin hjá Arsenal. Gabriel Martinelli hafði tryggt Arsenal 1-0 sigur með marki á 86. mínútu leiksins en með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Manchester City og upp að hið Tottenham á toppnum. / Kyle Walker was involved in an altercation with Arsenal's coaching and ground staff because Nicolas Jover, Arsenal's set piece coach, attempted to shake Walker's hand, but Walker refused. #afc pic.twitter.com/PfFPFZMS5G— Arsenal Network (@ArsenalNetwork1) October 8, 2023 Manchester City er dottið niður í þriðja sætið en liðið tapaði þarna öðrum deildarleik sínum í röð. Walker var ósáttur með Jover sem vann áður hjá Manchester City og það sauð upp úr á milli þeirra á leið til búningsklefa. Jover bauð fram hönd sína en Walker neitaði að taka í höndina á honum. Erling Haaland togaði Walker síðan í burtu og Bukayo Saka reyndi að gera hið sama með Jover. Pep Guardiola var spurður út í atvikið eftir leikinn. „Ég veit hvað gerðist en ég ætla ekki að segja neitt. Arsenal menn vita ástæðuna,“ sagði Pep Guardiola. „Ekkert lið hefur unnið fjóra meistaratitla í röð. Lið geta tapað leikjum en við erum enn í október. Stundum er gott að lenda á eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lið sem er spáð titlinum lendir í því að elta. Við vorum mikið að elta á síðasta tímabili en tímabilið er langt,“ sagði Guardiola. „Þetta var erfiður leikur hjá okkur á móti Wolves. Ég vil óska Arsenal til hamingju. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera og við munum geta það. Við munum fá leikmenn aftur til baka og reynum að enda taphrinuna eins fljótt og hægt er á móti liðum eins og Brighton og [Manchester] United,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola on Kyle Walker's confrontation with Arsenal's set piece coach Nicolas Jover at Emirates. "I know what happened but I won't say anything... they know it" pic.twitter.com/nyE07F5luQ— (@ElijahKyama_) October 8, 2023
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira