„Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. október 2023 08:01 Iðunn Þórey Hjaltalín sleit krossband á fótboltaæfingu og fór í aðgerð. Hún hafði verið að spila leiki með unglingalandsliði stuttu áður. Vísir/Einar Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. Á hverju ári leitar fjöldi barna til lækna hér á landi eftir að hafa slasast eða meiðst við að stunda íþróttir. Erfitt er að finna nákvæmar tölur um fjölda íþróttaslysa á börnum. Þeir sem starfa á þessu sviði telja hins vegar að þeim fari fjölgandi. Á síðasta ári, voru samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum, gerðar um sjötíu krossbandaaðgerðir á börnum og ungmennum. Meiri líkur eru á slysum í íþróttakeppnum en -æfingum. Vísir/Bjarni Iðunn Þórey Hjaltalín er ein þeirra sem sagði sögu sína í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. „Ég var bara að spila á æfingu og þá er ég að teygja mig í boltann með fætinum og þá heyri ég bara svona popp.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Iðunn sem var fjórtán ára þegar þetta gerðist segist strax hafa áttað sig á að meiðslin voru alvarleg. „Það þurfti að halda á mér út af vellinum og hann var svona fastur beygður og ég reyndi að rétta úr honum og þá hreyfðist svona hnéskelin aðeins. Ég var eiginlega viss um að ég hafði slitið eitthvað.“ Iðunn fór í krossbandaaðgerð og vonast til að geta farið aftur að æfa um áramótin. Haukur Björnsson bæklunarskurðlæknir gerir fjölda aðgerða á börnum á hverju ári. Vísir/Einar Einn þeirra sem gerir krossbandaaðgerðir á börnum er Haukur Björnsson bæklunarskurðlæknir. „Það virðist vera að fjölga þessum krossbandaslitum. Við sjáum krakka mjög reglulega. Niður í tíu ellefu ára krakka.“ Haukur segir það gerast stundum að sömu börnin komi aftur í aðgerð. „Það er töluverð hætta á að krakkar geti slitið aftur. Sérstaklega yngstu krakkarnir og það eru rannsóknir sem sýna að allt að tuttugu til þrjátíu prósent af krökkum sem slíta krossband slíta aftur. Þannig við erum mjög harðir í dag að fara ekki of snemma af stað.“ Hjörtur Hjartarson, yfirlæknir bæklunarskurðlækninga á Landspítalanum, segir fjölda barna leita á spítalann á ári hverju eftir íþróttaslys. Vísir/Einar Gerðar eru tugir aðgerða á Landspítalanum á ári á börnum sem hlotið hafa og beinbrot og áverka á hné eftir íþróttir. Hjörtur Hjartarson yfirlæknir bæklunarskurðlækninga á Landspítalanum segir töluvert meira um slys þegar verið sé að keppa í íþróttum en á æfingum. Hann segir í raun óhugnanlegt hversu algengt sé að börn slasist við íþróttaiðkun. „Ég hef ekki farið á fótboltamót án þess að verða sjálfur vitni að beinbroti. Ég nánast fullyrði það.“ Þá gerist það stundum að foreldrar barna sem hafa slasast reyni að koma börnunum sem fyrst aftur á æfingar. Það sé hins vegar mikilvægt að börnin nái að jafna sig vel áður en þau byrja að æfa aftur. „Mér finnst ekkert óeðlilegt við að barnið hafði væntingar. Ég held að allir þeir sem að æfi fótbolta ætli að verða atvinnumenn í fótbolta og komast í landsliðið en það er kannski spurning um að foreldrar dempi sínar væntingar aðeins.“ Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Börnin skömmuð á leiðinni heim eftir mótin Sum börn kvíða fyrir bílferðunum heim eftir fótboltaleiki þar sem foreldrar þeirra nota ferðirnar til að yfirheyra þau eða skamma. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þetta hafa komið fram á ungmennaþingi sambandsins en foreldrar þurfi að láta af slæmri hegðun á fótboltamótum. 9. október 2023 14:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Á hverju ári leitar fjöldi barna til lækna hér á landi eftir að hafa slasast eða meiðst við að stunda íþróttir. Erfitt er að finna nákvæmar tölur um fjölda íþróttaslysa á börnum. Þeir sem starfa á þessu sviði telja hins vegar að þeim fari fjölgandi. Á síðasta ári, voru samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum, gerðar um sjötíu krossbandaaðgerðir á börnum og ungmennum. Meiri líkur eru á slysum í íþróttakeppnum en -æfingum. Vísir/Bjarni Iðunn Þórey Hjaltalín er ein þeirra sem sagði sögu sína í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. „Ég var bara að spila á æfingu og þá er ég að teygja mig í boltann með fætinum og þá heyri ég bara svona popp.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Iðunn sem var fjórtán ára þegar þetta gerðist segist strax hafa áttað sig á að meiðslin voru alvarleg. „Það þurfti að halda á mér út af vellinum og hann var svona fastur beygður og ég reyndi að rétta úr honum og þá hreyfðist svona hnéskelin aðeins. Ég var eiginlega viss um að ég hafði slitið eitthvað.“ Iðunn fór í krossbandaaðgerð og vonast til að geta farið aftur að æfa um áramótin. Haukur Björnsson bæklunarskurðlæknir gerir fjölda aðgerða á börnum á hverju ári. Vísir/Einar Einn þeirra sem gerir krossbandaaðgerðir á börnum er Haukur Björnsson bæklunarskurðlæknir. „Það virðist vera að fjölga þessum krossbandaslitum. Við sjáum krakka mjög reglulega. Niður í tíu ellefu ára krakka.“ Haukur segir það gerast stundum að sömu börnin komi aftur í aðgerð. „Það er töluverð hætta á að krakkar geti slitið aftur. Sérstaklega yngstu krakkarnir og það eru rannsóknir sem sýna að allt að tuttugu til þrjátíu prósent af krökkum sem slíta krossband slíta aftur. Þannig við erum mjög harðir í dag að fara ekki of snemma af stað.“ Hjörtur Hjartarson, yfirlæknir bæklunarskurðlækninga á Landspítalanum, segir fjölda barna leita á spítalann á ári hverju eftir íþróttaslys. Vísir/Einar Gerðar eru tugir aðgerða á Landspítalanum á ári á börnum sem hlotið hafa og beinbrot og áverka á hné eftir íþróttir. Hjörtur Hjartarson yfirlæknir bæklunarskurðlækninga á Landspítalanum segir töluvert meira um slys þegar verið sé að keppa í íþróttum en á æfingum. Hann segir í raun óhugnanlegt hversu algengt sé að börn slasist við íþróttaiðkun. „Ég hef ekki farið á fótboltamót án þess að verða sjálfur vitni að beinbroti. Ég nánast fullyrði það.“ Þá gerist það stundum að foreldrar barna sem hafa slasast reyni að koma börnunum sem fyrst aftur á æfingar. Það sé hins vegar mikilvægt að börnin nái að jafna sig vel áður en þau byrja að æfa aftur. „Mér finnst ekkert óeðlilegt við að barnið hafði væntingar. Ég held að allir þeir sem að æfi fótbolta ætli að verða atvinnumenn í fótbolta og komast í landsliðið en það er kannski spurning um að foreldrar dempi sínar væntingar aðeins.“
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Börnin skömmuð á leiðinni heim eftir mótin Sum börn kvíða fyrir bílferðunum heim eftir fótboltaleiki þar sem foreldrar þeirra nota ferðirnar til að yfirheyra þau eða skamma. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þetta hafa komið fram á ungmennaþingi sambandsins en foreldrar þurfi að láta af slæmri hegðun á fótboltamótum. 9. október 2023 14:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00
Börnin skömmuð á leiðinni heim eftir mótin Sum börn kvíða fyrir bílferðunum heim eftir fótboltaleiki þar sem foreldrar þeirra nota ferðirnar til að yfirheyra þau eða skamma. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þetta hafa komið fram á ungmennaþingi sambandsins en foreldrar þurfi að láta af slæmri hegðun á fótboltamótum. 9. október 2023 14:01