Telur að forsætisráðherra hefði átt að óska eftir afsögn fyrir löngu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. október 2023 12:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Oddný G. Harðardóttir nefndarmaður Samfylkingar í efnahags-og viðskiptanefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra. Vísir/Kristján Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að forsætisráðherra hefði átt að fara fram á að Bjarni Benediktsson segði af sér ráðherraembætti um leið og kom í ljós að faðir hans var á meðal kaupenda að hlut ríkisins í Íslandsbanka. Samkvæmt lögum hefði fjármálaráðherra átt að vita af aðild föður síns þegar hann samþykkti að selja hlutinn í bankanum. Þá myndi það hvergi gerast í nágrannalöndum að ráðherra sem segir af sér embætti sé samstundis orðaður við annan ráðherrastól. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti um afsögn sína sem fjármála-og efnahagsráðherra að hann hefði algjörlega hreina samvisku í Íslandsbankamálinu svokallaða. Þá fyndist sér margt orka tvímælis í áliti Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að þar sem einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda að hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi fjármálaráðherra brugðist hæfi þegar hann samþykkti söluna. Bjarni benti á að óumdeilt væri að hann hafði ekki upplýsingar um þátttöku föður síns að útboðinu. Þá hafi salan verið í höndum Bankasýslu ríkisins og því ógerningur fyrir sig að fylgjast með mögulegu vanhæfi í sölunni. Hefði átt að vita af aðild föður síns Oddný G. Harðardóttir nefndarmaður Samfylkingar í efnahags-og viðskiptanefnd sem var fjármálaráðherra 2012 og mælti fyrir lögum um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum segir skýrt í lögunum að fjármálaráðherra hefði átt að vita af aðild föður síns að útboðinu áður en hann samþykkti að selja honum. „Það geta allir séð sem lesa lögin að ábyrgð ráðherrans á öllu söluferlinu er skrifuð með skýrum hætti inn í lögin. Hann á að ákveða hvað á að selja, hvernig, taka afstöðu þegar tilboð liggja fyrir og undirrita samninga. Frágangur sölunnar stóðst ekki lög. Fjármálaráðherra átti að vita um tilboð föður síns en segist hins vegar ekki hafa vitað af því. Sérstöku hæfisreglurnar sem umboðsmaður Alþingis vitnar í eru til þess að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málefnum á hlutlægan hátt. Þær eru til að verja almenning fyrir frændhygli og spillingu. Þess vegna er niðurstaða umboðsmanns Alþingis kórrétt að mínu mati. Í raun hefði ráðherrann átt að segja af sér fyrir einu og hálfu ári síðan þegar í ljós kom að faðir hann var meðal kaupenda,“ segir Oddný. Hafði tækifæri til að breyta lögunum Hún telur að fjármálaráðherra hafi haft tækifæri sjálfur til að breyta lögunum um söluna. „Að mínu mati er það bara hártoganir að segja að hann hefði ekki mátt vita neitt og ekki getað gætt að hæfi sínu. Hann átti að fara upp í lögunum. Ef hann gat ekki farið eftir ferlinu eða lögunum sem voru samþykkt á Alþingi átti hann að leggja til þess að þeim yrði breytt áður en farið var í ferlið. Það var ekki gert. Það er hvorki þannig að ráðherrar eða almenningur geti sagt eftir á að lögin séu svo vitlaus að viðkomandi hafi ákveðið að fara ekki eftir þeim,“ segir Oddný. Skýr ábyrgð Katrínar Oddný segir að forsætisráðherra beri líka ábyrgð í málinu. „Mér, öðrum þingmönnum og sérfræðingum hefur alltaf fundist það augljóst frá upphafi málsins að þarna var ekki farið að lögum. Í raun hefði forsætisráðherra átt að hvetja fjármálaráðherra til að segja af sér um leið og í ljós kom að faðir hans var meðal þeirra sem keypti í bankanum. Hún hefði átt að sjá það fyrr að þarna var pottur brotinn og ráðherrann þyrfti að víkja,“ segir Oddný. Við erum ekki komin lengra Vangaveltur hafa komið fram um að Bjarni Benediktsson ætli sér að fara í annan ráðherrastól. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til að mynda rætt um stólaskipti við utanríkisráðherra. Oddný segir ekki ólíklegt að annar ráðherrastóll verði niðurstaðan. „Það getur gerst hér á landi en myndi ekki gerast í nágrannalöndum okkar. Ráðherra og formaður stjórnmálaflokks sem þarf að segja af sér embætti er ekki bara færður í annan stól í útlöndum, en það gæti gerst hér við erum bara ekki komin lengra. Okkur finnst bara sérstakt að hann haf isagt af sér þó það hefði verið augljóst alls staðar í kringum okkur að hann átti að gera það fyrir löngu síðan,“ segir Oddný að lokum. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. 11. október 2023 07:04 Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44 Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti um afsögn sína sem fjármála-og efnahagsráðherra að hann hefði algjörlega hreina samvisku í Íslandsbankamálinu svokallaða. Þá fyndist sér margt orka tvímælis í áliti Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að þar sem einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda að hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi fjármálaráðherra brugðist hæfi þegar hann samþykkti söluna. Bjarni benti á að óumdeilt væri að hann hafði ekki upplýsingar um þátttöku föður síns að útboðinu. Þá hafi salan verið í höndum Bankasýslu ríkisins og því ógerningur fyrir sig að fylgjast með mögulegu vanhæfi í sölunni. Hefði átt að vita af aðild föður síns Oddný G. Harðardóttir nefndarmaður Samfylkingar í efnahags-og viðskiptanefnd sem var fjármálaráðherra 2012 og mælti fyrir lögum um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum segir skýrt í lögunum að fjármálaráðherra hefði átt að vita af aðild föður síns að útboðinu áður en hann samþykkti að selja honum. „Það geta allir séð sem lesa lögin að ábyrgð ráðherrans á öllu söluferlinu er skrifuð með skýrum hætti inn í lögin. Hann á að ákveða hvað á að selja, hvernig, taka afstöðu þegar tilboð liggja fyrir og undirrita samninga. Frágangur sölunnar stóðst ekki lög. Fjármálaráðherra átti að vita um tilboð föður síns en segist hins vegar ekki hafa vitað af því. Sérstöku hæfisreglurnar sem umboðsmaður Alþingis vitnar í eru til þess að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málefnum á hlutlægan hátt. Þær eru til að verja almenning fyrir frændhygli og spillingu. Þess vegna er niðurstaða umboðsmanns Alþingis kórrétt að mínu mati. Í raun hefði ráðherrann átt að segja af sér fyrir einu og hálfu ári síðan þegar í ljós kom að faðir hann var meðal kaupenda,“ segir Oddný. Hafði tækifæri til að breyta lögunum Hún telur að fjármálaráðherra hafi haft tækifæri sjálfur til að breyta lögunum um söluna. „Að mínu mati er það bara hártoganir að segja að hann hefði ekki mátt vita neitt og ekki getað gætt að hæfi sínu. Hann átti að fara upp í lögunum. Ef hann gat ekki farið eftir ferlinu eða lögunum sem voru samþykkt á Alþingi átti hann að leggja til þess að þeim yrði breytt áður en farið var í ferlið. Það var ekki gert. Það er hvorki þannig að ráðherrar eða almenningur geti sagt eftir á að lögin séu svo vitlaus að viðkomandi hafi ákveðið að fara ekki eftir þeim,“ segir Oddný. Skýr ábyrgð Katrínar Oddný segir að forsætisráðherra beri líka ábyrgð í málinu. „Mér, öðrum þingmönnum og sérfræðingum hefur alltaf fundist það augljóst frá upphafi málsins að þarna var ekki farið að lögum. Í raun hefði forsætisráðherra átt að hvetja fjármálaráðherra til að segja af sér um leið og í ljós kom að faðir hans var meðal þeirra sem keypti í bankanum. Hún hefði átt að sjá það fyrr að þarna var pottur brotinn og ráðherrann þyrfti að víkja,“ segir Oddný. Við erum ekki komin lengra Vangaveltur hafa komið fram um að Bjarni Benediktsson ætli sér að fara í annan ráðherrastól. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til að mynda rætt um stólaskipti við utanríkisráðherra. Oddný segir ekki ólíklegt að annar ráðherrastóll verði niðurstaðan. „Það getur gerst hér á landi en myndi ekki gerast í nágrannalöndum okkar. Ráðherra og formaður stjórnmálaflokks sem þarf að segja af sér embætti er ekki bara færður í annan stól í útlöndum, en það gæti gerst hér við erum bara ekki komin lengra. Okkur finnst bara sérstakt að hann haf isagt af sér þó það hefði verið augljóst alls staðar í kringum okkur að hann átti að gera það fyrir löngu síðan,“ segir Oddný að lokum.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. 11. október 2023 07:04 Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44 Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. 11. október 2023 07:04
Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44
Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58