Byggt og byggt á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2023 20:31 Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps, sem er kátur og hress með nýju byggingarnar á Kirkjubæjarklaustri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átta nýjar íbúðir eru nú í byggingu á Kirkjubæjarklaustri enda mikil vöntun á húsnæði á staðnum. Það eru heilmikil umsvif í Skaftárhreppi og alltaf eitthvað nýtt að gerast, ekki síst í kringum ferðaþjónustu. Næga atvinnu er að hafa í sveitarfélaginu og það vantar starfsfólk til ýmissa starfa. Oddvitinn er að vonum ánægður með að nú sé verið að byggja á tveimur stöðum á Kirkjubæjarklaustri átta íbúðir. „Það er öllum samfélögum hollt að byggja upp og endurnýja og byggja til framtíðar. Það er jafn mikilvægt fyrir okkur eins og alla aðra alls staðar á landinu. Nú kemur í ljós hvort nýju íbúðirnar seljist, seljendurnir sjá um það, það kemur í ljós hvernig það gengur,” segir Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps. Það eru tveir verktakar á Klaustri að byggja nýju húsin. „Ég er að byggja parhús, tveggja íbúða parhús. Það standa vonir til þess að önnur íbúðin sé seld og ég trúi ekki öðru en að hin seljst líka því það er svo gott að vera á Klaustri og hérna vantar okkur vinnandi hendur,” segir Björn Helgi Snorrason, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri. Björn Helgi Snorrason byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri við parhúsið, sem hann er að byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Íbúðirnar eru í þremur stærðum, 100 fermetra, 90 fermetra og 80 fermetra,” segir Böðvar Pétursson, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri og tekur fram að mikil vöntun sé á húsnæði á staðnum. „Það er það. Það er eins og fyrir okkur bara að fá starfsmenn í vinnu er mjög erfitt því að það vantar húsnæði fyrir þá.” Böðvar er ekki í vafa um að íbúðirnar seljist allir enda sé svo fallegt og friðsælt að búa á Kirkjubæjarklaustri, svo ekki sé minnst á veðrið, sem hann segir alltaf gott. Böðvar Pétursson byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri, sem er að er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson En er íbúum í Skaftárhreppi að fjölga eða fækka? „Okkur fjölgar heldur frekar en hitt núna undanfarin ár. Það er talsvert mikil fjölgun núna á undanförnum árum,” segir Jóhannes. En þetta er glæsilegt og flott sveitarfélag, er það ekki? „Það hefur verið talið það hingað til já en hverjum þykir sinn fugl fagur. Við skulum hafa það á hreinu líka," segir oddvitinn. Skaftárhreppur Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Það eru heilmikil umsvif í Skaftárhreppi og alltaf eitthvað nýtt að gerast, ekki síst í kringum ferðaþjónustu. Næga atvinnu er að hafa í sveitarfélaginu og það vantar starfsfólk til ýmissa starfa. Oddvitinn er að vonum ánægður með að nú sé verið að byggja á tveimur stöðum á Kirkjubæjarklaustri átta íbúðir. „Það er öllum samfélögum hollt að byggja upp og endurnýja og byggja til framtíðar. Það er jafn mikilvægt fyrir okkur eins og alla aðra alls staðar á landinu. Nú kemur í ljós hvort nýju íbúðirnar seljist, seljendurnir sjá um það, það kemur í ljós hvernig það gengur,” segir Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps. Það eru tveir verktakar á Klaustri að byggja nýju húsin. „Ég er að byggja parhús, tveggja íbúða parhús. Það standa vonir til þess að önnur íbúðin sé seld og ég trúi ekki öðru en að hin seljst líka því það er svo gott að vera á Klaustri og hérna vantar okkur vinnandi hendur,” segir Björn Helgi Snorrason, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri. Björn Helgi Snorrason byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri við parhúsið, sem hann er að byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Íbúðirnar eru í þremur stærðum, 100 fermetra, 90 fermetra og 80 fermetra,” segir Böðvar Pétursson, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri og tekur fram að mikil vöntun sé á húsnæði á staðnum. „Það er það. Það er eins og fyrir okkur bara að fá starfsmenn í vinnu er mjög erfitt því að það vantar húsnæði fyrir þá.” Böðvar er ekki í vafa um að íbúðirnar seljist allir enda sé svo fallegt og friðsælt að búa á Kirkjubæjarklaustri, svo ekki sé minnst á veðrið, sem hann segir alltaf gott. Böðvar Pétursson byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri, sem er að er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson En er íbúum í Skaftárhreppi að fjölga eða fækka? „Okkur fjölgar heldur frekar en hitt núna undanfarin ár. Það er talsvert mikil fjölgun núna á undanförnum árum,” segir Jóhannes. En þetta er glæsilegt og flott sveitarfélag, er það ekki? „Það hefur verið talið það hingað til já en hverjum þykir sinn fugl fagur. Við skulum hafa það á hreinu líka," segir oddvitinn.
Skaftárhreppur Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira