Líf fótboltamannsins sé ekkert eðlilegt: „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti“ Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 10:30 Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður KAS Eupen í Belgíu Vísir Alfreð Finnbogason, einn af reyndari leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikilvægt fyrir yngri leikmenn liðsins að hafa reyndari leikmenn sér við hlið. Blandan í íslenska landsliðshópnum núna sé mjög góð hvað þetta varðar. Íslenska landsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024. Liðið tekur á móti Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun og á mánudaginn kemur mætir Liechtenstein á Laugardalsvöll. Alfreð hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum á yfirstandandi tímabili. Hann var seldur til belgíska úrvalsdeildarliðsins KAS Eupen í upphafi tímabils en hafði þar áður verið á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. „Það hefur gengið nokkuð vel,“ segir Alfreð aðspurður hvernig fyrstu mánuðirnir í Belgíu hafa verið. „Þetta er land sem ég hef búið í áður. Þó er ég núna í þýskumælandi hluta Belgíu. Þetta er því svolítið eins og að vera í Þýskalandi en það hjálpar mér bara. Að geta talað þýsku og þá er þjálfarinn okkar Þjóðverji. Guðlaugur Victor, góðvinur minn, er þarna líka. Það hefur því gengið mjög vel að koma sér þarna fyrir.“Alfreð hefur fengið margar mínútur í leikjum KAS Eupen á tímabilinu. „Ég er búinn að spila alveg hrikalega mikið. Maður finnur að það fylgir því mikið álag að vera þarna. Ég er búinn að spila flest alla leiki liðsins í byrjunarliðinu. Hef náð að skora og leggja upp mörk. Mér finnst ég hafa náð að byrja bara frekar vel þrátt fyrir að síðustu leikir hafi verið erfiðir fyrir liðið. Við höfum fengið öll topplið deildarinnar á okkur í einni svipan og ekki nælt í sigur í síðustu leikjum. Þess vegna er fínt að koma núna í landsliðið, fá vonandi jákvæða strauma og nokkra sigurleiki í þessari viku.“ Stóru fréttirnar fyrir komandi landsleiki Íslands eru vafalaust þær að Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson einnig mættur í landsliðið á nýjan leik. Alfreð er á því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að vera með sína reynslumestu leikmenn í þessum landsliðsverkefnum. „Þegar að maður var sjálfur yngri fattaði maður ekkert hvað þetta skiptir miklu máli. Svo eldist maður og sér menn í kringum sig að fara í gegnum ýmsa hluti á einum og sama fótboltaferlinum.“ Ekki sé um neitt eðlilegt líf að ræða. „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti eftir hverja helgi. Þú þarft hins vegar, einhvern veginn, að halda þér svona nokkuð rólegum. Þú ert ekki jafn góður og allir segja þegar að það gengur vel. Þú ert heldur ekki jafn lélegur og allir segja þegar að það gengur illa. Ég ætla að vona að við eldri leikmenn getum komið með ákveðna ró inn í hópinn og því fleiri sem við erum því betra. Svo er það undir yngri leikmönnum komið að vonandi geta lært eitthvað aðeins. Samt sem áður þurfum við jafnmikið framlag frá eldri leikmönnum eins og yngri leikmönnum.“ Blandan hvað þetta varðar í íslenska landsliðinu sé orðin mjög góð. „Það kom tímabil hjá liðinu þar sem að þér var hent nokkuð fljótt ofan í djúpu laugina. En eins og þetta er núna er kannski eðlilegri þróun og breyting á liðinu. Við vitum að á endanum munu þessir yngri leikmenn taka yfir og það eru náttúrulega margir hrikalega efnilegir leikmenn undir 25 ára aldri hjá okkur.“ Viðtalið við Alfreð Finnbogason í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Íslenska landsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024. Liðið tekur á móti Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun og á mánudaginn kemur mætir Liechtenstein á Laugardalsvöll. Alfreð hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum á yfirstandandi tímabili. Hann var seldur til belgíska úrvalsdeildarliðsins KAS Eupen í upphafi tímabils en hafði þar áður verið á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. „Það hefur gengið nokkuð vel,“ segir Alfreð aðspurður hvernig fyrstu mánuðirnir í Belgíu hafa verið. „Þetta er land sem ég hef búið í áður. Þó er ég núna í þýskumælandi hluta Belgíu. Þetta er því svolítið eins og að vera í Þýskalandi en það hjálpar mér bara. Að geta talað þýsku og þá er þjálfarinn okkar Þjóðverji. Guðlaugur Victor, góðvinur minn, er þarna líka. Það hefur því gengið mjög vel að koma sér þarna fyrir.“Alfreð hefur fengið margar mínútur í leikjum KAS Eupen á tímabilinu. „Ég er búinn að spila alveg hrikalega mikið. Maður finnur að það fylgir því mikið álag að vera þarna. Ég er búinn að spila flest alla leiki liðsins í byrjunarliðinu. Hef náð að skora og leggja upp mörk. Mér finnst ég hafa náð að byrja bara frekar vel þrátt fyrir að síðustu leikir hafi verið erfiðir fyrir liðið. Við höfum fengið öll topplið deildarinnar á okkur í einni svipan og ekki nælt í sigur í síðustu leikjum. Þess vegna er fínt að koma núna í landsliðið, fá vonandi jákvæða strauma og nokkra sigurleiki í þessari viku.“ Stóru fréttirnar fyrir komandi landsleiki Íslands eru vafalaust þær að Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson einnig mættur í landsliðið á nýjan leik. Alfreð er á því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að vera með sína reynslumestu leikmenn í þessum landsliðsverkefnum. „Þegar að maður var sjálfur yngri fattaði maður ekkert hvað þetta skiptir miklu máli. Svo eldist maður og sér menn í kringum sig að fara í gegnum ýmsa hluti á einum og sama fótboltaferlinum.“ Ekki sé um neitt eðlilegt líf að ræða. „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti eftir hverja helgi. Þú þarft hins vegar, einhvern veginn, að halda þér svona nokkuð rólegum. Þú ert ekki jafn góður og allir segja þegar að það gengur vel. Þú ert heldur ekki jafn lélegur og allir segja þegar að það gengur illa. Ég ætla að vona að við eldri leikmenn getum komið með ákveðna ró inn í hópinn og því fleiri sem við erum því betra. Svo er það undir yngri leikmönnum komið að vonandi geta lært eitthvað aðeins. Samt sem áður þurfum við jafnmikið framlag frá eldri leikmönnum eins og yngri leikmönnum.“ Blandan hvað þetta varðar í íslenska landsliðinu sé orðin mjög góð. „Það kom tímabil hjá liðinu þar sem að þér var hent nokkuð fljótt ofan í djúpu laugina. En eins og þetta er núna er kannski eðlilegri þróun og breyting á liðinu. Við vitum að á endanum munu þessir yngri leikmenn taka yfir og það eru náttúrulega margir hrikalega efnilegir leikmenn undir 25 ára aldri hjá okkur.“ Viðtalið við Alfreð Finnbogason í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira