Dregur hratt úr úrkomu og vindi eftir hádegi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. október 2023 11:44 Hellisheiði var lokuð í morgun þegar fyrsta almenninlega vetrarlægðin gekk yfir Vísir/Steingrímur Dúi Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hringveginum á tveimur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði. Vetur konungur mætti með hvelli í nótt og íbúar víðsvegar á landinu vöknuði upp við hvíta jörð. Vetrarfærð er víðs vegar um land og aðstæður til aksturs víða slæmar. Ökumenn hafa margir lent í vandræðum það sem af er degi vegna illa útbúinna bíla. Hellisheiði var lokað snemma í morgun en fjöldi bíla festust þar um tíma. Opnað var aftur fyrir umferð klukkan rúmlega ellefu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir hafi haft í nægu að snúast í morgun en búið sé að losa alla bíla á Hellisheiði. „Staðan núna er nokkuð góð. Það er búið að leysa úr þeim verkefnum sem komu upp í morgun. En það varð ansi mikið kraðak snemma í morgun og sérstaklega í Hveradalabrekkunni sem þurfti að leysa úr.“ Einhverjir þurftu að skilja bíla sína eftir í morgun á Hellisheiði. Vísir/Steingrímur Dúi Það versta yfirstaðið fljótlega eftir hádegi Vegum um Hafnarfjall, Öxi og Dettifossveg var einnig lokað í morgun. Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni sé á óvissustigi í dag og gæti lokað með stuttum fyrirvara. Á vef vegagerðarinnar er hægt að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum um færð vega á öllum landshlutum. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands á von á að veðrið gangi niður fljótlega. „Núna rétt fyrir hádegi er lægðin suður af Reykjanesi og er á leiðinni austur með suðurströndinni. Það er ennþá svolítill útkomubakki yfir suðurlandinu og suðvesturhorninu en svo ætti það núna rétt eftir hádegi þá gengur lægðin hérna austur af og þá dregur hratt úr úrkomu og vindi.“ Hellisheiðin var opnuð aftur rúmlega ellefu. Vísir/Steingrímur Dúi Varðandi næstu daga segir Eiríkur að nú í lok vikunnar verði frekar ákveðin norðanátt og kólnandi veður. Éljagangur á norðanverðu landinu en bjartara syðra. „Síðan um helgina þá er útlit fyrir að það snúist aftur í suðlægar áttir og hlyni. Frekar blautar, suðlægar áttir.“ Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12. október 2023 09:49 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vetur konungur mætti með hvelli í nótt og íbúar víðsvegar á landinu vöknuði upp við hvíta jörð. Vetrarfærð er víðs vegar um land og aðstæður til aksturs víða slæmar. Ökumenn hafa margir lent í vandræðum það sem af er degi vegna illa útbúinna bíla. Hellisheiði var lokað snemma í morgun en fjöldi bíla festust þar um tíma. Opnað var aftur fyrir umferð klukkan rúmlega ellefu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir hafi haft í nægu að snúast í morgun en búið sé að losa alla bíla á Hellisheiði. „Staðan núna er nokkuð góð. Það er búið að leysa úr þeim verkefnum sem komu upp í morgun. En það varð ansi mikið kraðak snemma í morgun og sérstaklega í Hveradalabrekkunni sem þurfti að leysa úr.“ Einhverjir þurftu að skilja bíla sína eftir í morgun á Hellisheiði. Vísir/Steingrímur Dúi Það versta yfirstaðið fljótlega eftir hádegi Vegum um Hafnarfjall, Öxi og Dettifossveg var einnig lokað í morgun. Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni sé á óvissustigi í dag og gæti lokað með stuttum fyrirvara. Á vef vegagerðarinnar er hægt að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum um færð vega á öllum landshlutum. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands á von á að veðrið gangi niður fljótlega. „Núna rétt fyrir hádegi er lægðin suður af Reykjanesi og er á leiðinni austur með suðurströndinni. Það er ennþá svolítill útkomubakki yfir suðurlandinu og suðvesturhorninu en svo ætti það núna rétt eftir hádegi þá gengur lægðin hérna austur af og þá dregur hratt úr úrkomu og vindi.“ Hellisheiðin var opnuð aftur rúmlega ellefu. Vísir/Steingrímur Dúi Varðandi næstu daga segir Eiríkur að nú í lok vikunnar verði frekar ákveðin norðanátt og kólnandi veður. Éljagangur á norðanverðu landinu en bjartara syðra. „Síðan um helgina þá er útlit fyrir að það snúist aftur í suðlægar áttir og hlyni. Frekar blautar, suðlægar áttir.“
Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12. október 2023 09:49 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12. október 2023 09:49